23. desember 2004

skata, það er vond lykt af þér

Ég er komin heim!!
Ég vil byrja á að biðjast afsökunnar á bloggleysi hérna síðustu vikuna eða svo en ég er búin að skríða heim eftir þramm með jólakort út um allt, og bara ekki nennt því.. og hana nú!
ÉG er þó ekki búin að sitja aðgerðarlaus, ég hnoðaði í 4 sortir að smákökum og bakaði þær; málaði eitt herbergi með guðjóni, málaði vaskaskápinn minn, bónaði vinnuherbergið, eldhúsið og bæði böðin og þvoði eins og 6 vélar af þvotti... hana nú! engin furða þótt ég hafi sofnað í vélinni á leiðinni heim áðan..

Ætla nú að njóta þess að það er þorláksmessa og fá mér eitthvað gott í gogginn, vakna svo í fyrramálið og horfa á teiknimyndirnar eins og litlu börnin... maður er ungur í anda...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff .. ekkert smá bissí stelpa!! hehe
hlakka til að sjá þig þegar þú kemur aftur suður. hafðu það súpergott yfir jólin
jólaknús - maríaerla+krummi