15. desember 2004

jólaundirbúningur

jæja börnin góð,
þá er ég búin í skólanum, búin að baka 4 sortir af smákökum, búin að skreyta jólatréið og var að klára að skrifa jólakortin, jei! Þá er bara jólatiltektin eftir :) sit heima á gangi og nota innhringilínu í laptoppin, ekkert fyndnara - feels like the 90´s :)

er svo illt í bakinu sökum of mikils fjölda jólakorta í póst útburði.. Hef verið að taka aukahverfi til þess að drygja tekjurnar og það er ekki að gera sig fyrir bakið sko.. er samt gott að labba í 2-3 tíma, vegur ágætlega upp á móti jólaölinu og smákökunum,,,heheheheh...

Er bókuð í 2 partý á laugardaginn, mögulega.. fyrst er jólaglögg hjá þýðingarfræðinni kl 4-7 á laugardaginn og svo mögulega partý með enskunni (yeah baby yeah) seinna um kvöldið... vona að við smölum fólkinu saman - hef ekki séð suma í yfir 2 ár, svei mér þá..

jæja, nenni ekki þessu hægfara neti lengur - er á lífi og fíla jólaundirbúning.

p.s. misritaði víst titil jólabókarinnar það er sko FRÚ Pigalopp, ekki fröken - enging piparjúnka þar á ferð... mæli annars með þessum jólamyndum til að komast í skapið:
-While you were sleeping (lúmsk jólamynd -stuð)
-Love Actually (þarf eitthvað að útskýra það?)
-The Grinch (hahahahahhaa -tick tock, mannstu eva?)
-The night before christmas (schnillld)
-Home for the holidays (fjallar reyndar meira um Thanksgiving but i love it)
-National Lampoon´s christmas vacation (er á skjá einum á laugardaginn kl. 9)
-Elf (á reyndar eftir að sjá hana en heyri góða hluti

Engin ummæli: