8. desember 2004

lagfærðingar

held ég sé að ná takinu á bloggsíðunni minni.. náði að íslenska dagsetningarnar þó þær séu ennþá eitthvað skrýtnar.. nú þarf ég bara að redda myndadæminu.. sjálfboðaliðar? sit á mínum vanalega stað í Árnagarði og læri og læri.. ég á orðið eftitt með að slaka á þegar ég fer að sofa því maður er með greyið heilann á overdrive allan daginn og langt fram á kvöld og hann er bara ekki tilbúinn að slökkva á sér svona fyrst hann er á annað borð kominn í gang... En það er miðvikudagur og bara 2 vinnudagar eftir þar til ljúfa ljúfa helgin kemur; helgin þegar allt verður búið, klappað og klárt og ég get loksins farið að jólastússast!
Við guðjón ætlum í holtagarða að kaupa jólatré og kúlur til að skreyta svo við séum nú ekta hérna fyrir sunnan.. kannski við slæðum einni skötu í körfuna líka, maður veit aldrei...

4 ummæli:

Bjorn sagði...

Heildarlausnir á sviði mynda fyrir blogg, svo maður tali eins og atvinnumaður:
http://www.imageshack.us/

Þetta er algjör snilldar síða, getur geymt myndirnar þínar þarna ókeypis, og þeir láta þig meira að segja fá tengil, sérstaklega fyrir Blogger svo það er bara copy+paste og voilà! :)

Lára sagði...

takk takk! fer í þetta eftir helgina svona þegar maður er búin með skólann :)

Nafnlaus sagði...

úú hlakka til þegar þú ert búin í prófum -- á ekki að skella vöffludeigi í körfuna líka?? ;) hehehe
kveðja María Erla

Lára sagði...

shit jú! og líka Betty crocker brownies með smá flórsykri! það verður ljúft.. ég bjalla´i þig um helgina maría :)