12. febrúar 2005

símatími

arg,

biðst afsökunar á skorti á bloggi þessa vikuna en ég er búin að vera lasin heima og ekki haft í raun frá neinu að segja :( fékk flensueinkenni á þriðjudaginn (ekki gott) og var heima þar til í gærmorgun að ég drattaðist í vinnuna en var samt þreytt og ómöguleg svo ég lagði mig þegar ég kom heim aftur. virtist hressast við það :)

Annars voru stúdentakosningar á mið. og fim. en ég kaus ekki sökum fyrrnefndra veikinda. Hefði viljað kjósa þar sem ég er búin að tala við alla um sinnuleysi minnar kynslóðar sem lýsir sér einmitt vel í því að aðeins um 3300 kusu af þeim 9000 sem voru á kjörskrá.. allt og lítið, allt of lítið...

Náði að klára Bátur með segli og allt eftir hana Gerði Kristnýu (vonandi rétt stafað) og ég skemmti mér hreint út sagt alveg ágætlega. Minn mælikvarði er að ef ég hlæ upphátt að minnsta kosti 2svar þá hlýtur að vera eitthvað til í henni. ég hló nokkuð oftar en það svo hún fellur í flokk með skemmtilegum bókum. Enging stjörnugjöf hér samt, læt fagmönnum það eftir...

Er á leiðinni í vinnuhóp með Maju og Berglindi uppí grafarvogi og hlakka til að sjá hvernig gengur hjá okkur að tala minna, vinna meira...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hlakkaði mest til að sjá hvernig ykkur gengi að rata um Grafarvogshreppinn. Það fór eins og búast mátti við hehe .. endaði með símtali: Ég sé Korpúlfsstaði, erum við á réttri leið?
Og svo sat ég uppi með þig í hálfan sólarhring! Djjjók (sagt að hætti Láru), takk fyrir gærdaginn, algjör schnilld.
Kveðja,
Maja

Lára sagði...

það er satt! algjör schnilld!

verðum að ná betri vinnu samt næsta laugardag, búin að uppfæra skjalið mitt og bæta við þannig að ég er til í slaginn :)