29. ágúst 2006

Akureyrensis

ok,
hef nú ekki verið blogghæf sökum lélegrar internettengingar en nú er bót á!
Ég flutti sem sagt norður aftur þann 19. ágúst og sprellaði í brúðkaupi sama dag. Síðasta vika fór síðan öll í að koma mér almennilega fyrir í herberginu mínu, ganga frá hinum ólíklegustu málum hjá þjóðskrá, póstinum, bankanum, símanum o.fl. o.fl.
Er búin að vera í vinnunni að fara yfir námsefnið og reyna að undirbúa kennsluna sem hefst með skólasetningu þann 13. september.
Akureyrarvaka var síðasta laugardag og tók ég þátt með því að hlusta á óperutónleikana (sjúklega flott) og ganga um bæinn og kaupa kaffi og annað góðgæti. Dagskráin var frekar skemmtileg og ég á einmitt eftir að kíkja á Listasafnið til að sjá verk þeirra 6 aðila sem tilnefndir eru til íslensku sjónlistarverðlaunanna.

Í gær byrjaði ég svo í ræktinni aftur og finn allhressilega fyrir bakvöðvunum í dag! Fer á eftir í mælingar og sé þá hvar ég stend í augnablikinu. Hef ekki farið út að hlaupa í 2 vikur þannig að ég verð að haska mér af stað aftur í það.

Sem sagt, er á lífi, komin með nettengingu í skólanum og netfang (það er lara hjá ma punktur is) þannig að nú verður bloggað meira ;)

must dash - þar til síðar...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð,
Gott að heyra að lífið er komast í fastar skorður hjá þér hérna norðan heiða. Við hittumst vonandi fljótlega í ræktinni og getum þá fengið okkur skyrdrykk eða próteinhristing og slúðrað smá...

Nafnlaus sagði...

Er ennþá að bíða eftir þér að koma aftur suður úr "heimsókninni" frá Akureyris..
Skrítið að keyra fram hjá Halló og geta ekki farið í heimsókn...
Knús úr stórborginni

Nafnlaus sagði...

vúhú gott að heyra frá þér - nú eru bara spennandi tímar framundan. hlakka til að heyra meira - knús beibí love ja (já ok smá væmin en það er bara kúl ;)

Nafnlaus sagði...

Jæja, hvenær kemurðu suður aftur elskan??? ha???? :-) Ég sakna þín!!