30. júlí 2006

Það besta sem guð hefur skapað....

Sit heima í stofu og vildi óska þess að ég væri á Klambratúni. Er hálf lasin hérna, með svo mikinn hausverk að mér var óglatt hér rétt áðan. Hef kveikt á sjónvarpinu og nýt þess að geta í það minnsta séð og hlustað á þessa snilld þó ekki sé nema svona hálfpartinn.
Einhvern veginn fær tónlist mann til að hugsa og mikið, fer inn í mann, grípur um tilfinningarnar og hleypir þeim lausum - hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Veit bara að það er ekki gott að gráta þegar maður er með hausverk.. fæ bara meiri hausverk.

Hef haft það ansi gott undanfarna daga og hef ekki haft tíma til að blogga hérna. Steinunn systir og Ágúst Óli eru búin að vera í heimsókn og við erum búin að fara um alla Reykjavík að skoða ýmislegt. Fórum í gær í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og það voru komnir tveir nýjir kópar í selabúrið. Þeir fæddust í júní svo þeir voru ótrúlega litlir og sætir. Ég er líka búin að borða á flest öllum skyndibitastöðum í bænum, hehe, og verð að viðurkenna að þeir eru misjafnlega góðir.
Ég fæ að hafa þau í einn dag í viðbót og svo keyra þau aftur heim til Akureyrar.

Fyndið að ég á bara 3 vikur eftir hérna ... Þetta er algjörlega súrrealískt að ég sé að fara..

Framundan er eitt stelpu road-trip með Lisu, einn langur akstur í sendiferðabíl, fullt af faðmlögum, kossum, kveðjum, örugglega smá dass af tárum en líka ómæld gleði ...

3 ummæli:

Lára sagði...

hehe já ég veit. Seinasti 1 og 1/2 tíminn var ágætt repeat af tónleikunum í höllinni þannig að ég upplifði það nokkuð sterkt aftur. Vildi að ég hefði haft heilsu í þetta...

Nú verð ég bara að bíða eftir næstu tónleikum - sennilega eftir 2 ár eða svo ;)

(já og það er ekkert sad - mér finnst það bara kúl :)

Nafnlaus sagði...

3 vikur eftir!! Jésús... það er bara súreal Lára... ég held að það verður "real" þegar þú ert bara farin og ég get ekki hringt og segja "ísbíltúr?" :-( En Akureyri er ekki Grænland svo ég kem í heimsókn og þú líka og með modern technology Lára við getum hringt og smsast og e-mailað og faxað! ;-) Vá hvað við verðum þreyttar af hvort annar! ;-)

Nafnlaus sagði...

Jahá svona hefur þetta nú eiginlega bara alltaf verið hjá okkur Lára mín...aldrei á sama staðnum. Okkur hefur samt alltaf tekist að eiga nokkra daga á sama staðnum nema einmitt núna þegar þú flytur norður 19.ágúst og ég flyt suður 20.ágúst..er það ekki bara svolítið extreme.
Heyrumst í kvöld knús ame