24. júlí 2006

Þögn

Ég hef verið ansi þögul hérna í talsverðan tíma. Held að það sé bara vegna þess að ég er allt of upptekin við að gera eitthvað annað en sitja fyrir framan tölvuna.
Ég fór til Akureyrar um þarsíðustu helgi og málaði heilt einbýlishús með foreldrum mínum og systur minni; skemmti mér konunglega með Ágústi Óla og litla tjaldinu hans; svaf meira en ég hafði gert í heilan mánuð á undan og leið almennt mjög vel.
Síðasta vika var frekar strembin í vinnunni og ég býst við að næstu tvær verði ekkert auðveldari. Það er alltaf einhver að fara í frí og ég held að við séum bara 6 sem erum á deildinni núna - 8 manns í sumarfríi.
Ég horfði á Opna Breska um helgina - fann mér eitthvað til að taka við af HM í fótbolta. Krúttlegt þegar Tiger fór að gráta eftir að hann vann... Konan hans er líka ótrúlega sæt.

Ég fattaði í morgun að ég á bara 4 vikur eftir í Reykjavík. Eins gott að bretta upp ermarnar og klára að pakka öllu niður. Hlakka til að flytja aftur heim...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig hlakkar ekki til! :-( En mig hlakkar til að fara á stelpuferð!! :-)

Lára sagði...

Já, ég hlakka líka til að fara í stelpuferðina.. við verðum að keyra ansi mikið!