19. september 2006

Busar, tennur og kíló

Eftir 3 vikur í ræktinni hef ég nú lést um 2.2 kg! I'm super happy ;)
Fór í dag og hljóp/labbaði 28 mínútur... held ég hafi sjaldan svitnað jafnmikið og er farin að finna fyrir smá strengjum í kálfunum. Er það ekki svo:
No pain, no gain, eh?

Í dag var busavígsla í skólanum og mátti sjá sveitta litla busa hlaupa um gangana svo lyktin lá lengi vel í loftinu. Þau virtust skemmta sér ansi vel og voru dugleg að syngja Hesta-Jóa svo þetta hlýtur að teljast vel heppnað hjá þeim í 4. bekk.

Lenti annars í skondu atviki í gær. Ég held að tannlæknirinn minn sé skyggn. Eða þá að hann hafi sett litla örflögu í munninn á mér og fylgist með ástandi tannanna! Þannig er að önnur augntönnin mín hefur verið að stríða mér annað slagið í svolítinn tíma en aldrei eins mikið og síðustu vikuna. Í gær finn ég svo 'missed call' á símanum mínum - frá tannlækninum mínum! Ég var ekki lengi að hringja tilbaka og smella mér í skoðun eftir viku. Hver veit nema ég sé með loft undir fyllingunni? Já eða hreinlega bólgu í tauginni? Veit bara að þetta á eftir að kosta skínandi túskilding ef ég þekki tannsann minn rétt!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

you go girl!!!!!!! hrikalega dulleg!

Nafnlaus sagði...

þú ert svo dugleg sys.. :D
Fór nú að hugsa til þess þegar við vorum í apótekinu að tala um tönnsluna þína..
uff vona að þetta verði ekki margir fjólubláir seðlar..

knús knús..