14. september 2006

Bjallan hringir, inn við höldum...

Jæja,
nú er skólinn setttur. Skólasetning fór fram í gær í Kvosinni og mættu yfir 600 manns. Það var frekar fyndið/skemmtilegt/súrrealískt þegar Jón Már las upp nafnið mitt á meðal annarra nýrra starfsmanna.
Í dag sóttu nemendur svo stundaskrárnar sínar og á morgun mæta þau kl. 8:15 í fyrstu tímana sína. Þetta leggst alltaf betur og betur í mig og ég hlakka frekar mikið til eiginlega.
Er á leiðinni heim - langar allt í einu í bíó... best að tékka á dagskránni ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í nýju vinnunni Lára mín. Ég veit að þú átt eftir að standa þig vel í þessu starfi:)

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel dúllan mín;)

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að heyra í þér.. Vona að allt hafi gengið vel í dag :)

Nafnlaus sagði...

ég fæ bara gæsahúð :D þetta er ógurlega spennandi :)