23. júní 2006

Emmpéþrír

Loksins ákvað ég að taka þátt í MP3-væðingunni og keypti mér lítinn spilara í gær. Eina ástæðan var reyndar sú að ég vil geta hlustað á tónlist þegar ég fer út að hlaupa (já, hlaupa!) og það er glatað að skokka með walkmaninn!
Ég splæsti samt ekkert í neitt dýra týpu - fann einn á 5000 kall í Hagkaup og það fylgdi svona ól fyrir upphandleggginn; alveg snilld. Ekki nóg með það heldur fylgdu líka 2 lög með spilaranum: My heart will go on með selnum og Barbie girl! Ég fékk nett krampakast yfir þessu og eyddi þeim út hið snarasta og setti Gnarls Barkley og Life Aquatic soundtrackið í staðinn.. beauty...

Í dag er auðvitað föstudagur, ætla að hitta Margot mína eftir vinnu og svo þarf ég að fara á bókhlöðuna á morgun - finna greinar fyrir MA ritgerðina mína... pleee..

Engin ummæli: