25. júní 2006

andvaka

get ekki sofið.
gerði þau mistök að sofna í sumarhitanum í dag - líkaminn hefur tekið þann svefn sem nætursvefn og leyfir mér ekki að hvílast í nótt. Þar sem ég lá hálfdormandi í dag, í sólskininu á sófanum heima; hurðin út á svalir opin í hálfa gátt og örlítil gola blés inn leið mér eitt andartak eins og ég væri stödd í Kanada. Þessa örfáu daga í ágúst áður en skólinn byrjaði og ég fékk að vera uppí sveit, yfir þrjátíu stiga hiti og lítið annað hægt að gera nema liggja kyrr eða sveifla sér rólega í hengirúminu.
Ég fæ stundum þessa tilfinningu þegar ég labba út úr Kringlunni, á neðri hæðinni og geng út í heitan sumardag í hálfrökkrinu undir bílastæðinu. Það myndast einhver molla - sambland af bílalykt, sól og grasi sem minnir mig á útlönd.
í vinnunni minnir lyktin í lyftunni mig á neðanjarðarlestirnar í London.

fyndið hvað lykt getur vakið upp ótrúlegustu minningar....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

SMELLS DO THAT TO ME TOO! Coconut makes me think of the summer... cow pat makes me think of Jersey... the sea makes me think of France and Jersey, musty smells make me think of my great-grandmother, and there is some smell that I can't put my finger on that smells like amma's house! Ah...

Lára sagði...

I know.. sometimes you can't quite put your finger on it, but you know you've smelled it before and it just catches you off guard sometimes...

So, i think i'm allergic to cats... apologize to Sylvain for me :(