14. júní 2006

Tilefni eða önnur efni

Hef verið einstaklega andlaus síðustu daga - það er að segja, ég finn ekki hjá mér þörf til að tjá mig hérna. Er búin að vera dugleg að hringja í fólk, hitta og spjalla. Svo er líka ekkert að frétta :)
Undanfarið hefur allt snúist um vinnuna, HM, saumaskap (ekki enn búin með jakkann) og viðreynslu við ræktina.

Heyrði í litlu systur í morgun - gott veður í Englandi þessa dagana.

Rigning úti.. aftur...

Engin ummæli: