21. febrúar 2006

Hello new telephone!

Já krakkar, ekki entist ég lengi í helvíti!
Fór og keypti mér nýjan síma í dag og er hann í hleðslu akkúrat núna. Verð komin aftur í gott skjásamband í fyrramálið :) Þið getið séð mynd af símanum mínum hérna.

þjáist af stanslausri hnakka stífni, er að drepast úr vöðvabólgu greinilega og hefur hún áhrif á skapið rétt eins og líkamann ;) Hafði ekki mikla þolinmæði í vinnunni í dag en svona er víst lífið eða such is life eins og við Lisa segjum allt of oft!

Á morgun er bara bókasafnið og svo lunch með henni Önnu Margréti minni sem tilkynnti mér að loksins verðum við búsettar í sömu borg næsta vetur!!! Við höfum ekki búið á sama stað síðan ég kom heim frá Kanada í maí 2003 og þá var það aðeins í nokkra mánuði þannig að ég er ansi spennt! Þetta verður extra ljúft þar sem Guðjón minn yfirgefur mig líklegast í byrjun sumarsins og verð ég svakalega ein hérna þá!
en venst maður ekki öllu? bara spurning um tíma...

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við segjum "svona er lífið" ansi oft elskan... hvað er þetta? Eigum við ekki að reyna að vera aðeins meira "international" og segja "c'est la vie!" í smá stund í staðinn?! :-)

Lára sagði...

hahaha! kannski, við skulum hugsa um það ;)

Eva Þórarinsdóttir sagði...

Til lukku með nýja gripinn..

Nafnlaus sagði...

kúl beibí - flott hjá þér ;) *smooch*

iris sagði...

Hvílíkur gellusími! myndi bara vera fegin að sá gamli gaf sig..alltaf gaman að "þurfa" að kaupa sér eitthvað nýtt...hmmm..

Lára sagði...

hehehe jámms... ég hefði samt viljað að hann hefði tórað í svona mánuð í viðbót!!

elisabet sagði...

til hamingju með nýja símann! hvernig sími er þetta by the way???

Lára sagði...

ahh ég keypti Sony Ericsson Z520i