9. febrúar 2006

af súkkulaðiköku og tímaskorti

ég sver það, alltaf þegar ég ætla mér að blogga þá er eitthvað vesen hjá blogger.. gat ekki skráð mig inn í gær þrátt fyrir mikla þolinmæði af minni hálfu (fannst mér)
En, í gær kom Lisa í heimsókn í fyrsta bakstur úr súkkulaðibókinni sem hún gaf mér í afmælisgjöf :)Kakan rann mjööög ljúlega og létt niður, sérstaklega í ljósi þess að við drukkum kanadískt te sem ég fékk í gjöf frá Guðrúnu!
Við ræddum heimsmálin, kanadíska kvikmyndahátíð og það hversu lítill tími er í raun fyrir annað en skólann og vinnuna.

Sit einmitt núna í smá 'eyðu' milli skóla og vinnu og ég ætti í raun að vera að lesa, þvo þvott, fara í ræktina, laga til og slappa af á sama tíma en því miður- þó ég geti gert nokkra hluti í einu þá er þetta allt of mikið! Ég ætla samt að njóta þess í kvöld að fara á Walk the Line í Regnboganum með Guðjóni :)Er einmitt að hlusta á eina af perlunum af American III, I see a Darkness.. ljúft

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh þú verður að segja mér hvernig þessi mynd er - langar svo að sjá hana ... en einhvern veginn á ég erfitt með að finna tímann :) þessi tímaleysa er landlægur andskoti ;)

Nafnlaus sagði...

Rosalega var teið stórkostlegt!! Og hver mundi haldað það með maple syrup bragðið, ha??? :-) Og kakan??? Ég á ekki einasta tekið orð!! Yummmmmmmmmm kannski! Takk fyrir mig!

Lára sagði...

hehe já Lisa, þetta er ansi góð kaka ;) held ég verði að baka hana aftur þegar þú flytur inn og þú ert að mála -er það ekki?? ;)

já María, tímaleysið er hriiiiikalegt! set inn pistil í kvöld eða á morgun um myndina!