26. febrúar 2006

Walk well, brother

Var að koma heim frá Kanadísku kvikmyndahátíðinni í Norræna húsinu. Við sáum tvær myndir, The importance of being Icelandic, 40 mín heimildamynd um vestur íslendinga sem komu hingað í leit að uppruna sínum og svo mynd sem heitir Snow Walker. Seinni myndin var alveg frábær, Barry Pepper sýndi stórleik sem flugmaður er hrapar vélinni sinni einhvers staðar í hrjóstruga norðursvæðinu. Lítil og krúttlega Inúíta stúlka hjálpar honum að halda lífi og kennir honum hvernig á að ná sambandi við náttúruna á sama tíma og hún sjálf glímir við berkla. Hljómar kannski ekki spennandi í eyrum margra en hún var þrusugóð - þið verðið bara að treysta mér ;)

Er búin að vera í lærdómi um helgina en tók mér pásu í gær til að versla saltkjöt og horfa á Sister Act með Ólöfu og Salóme úr vinnunni og hef þar af leiðandi verið að syngja
"I will follow him, follow him wherever he may gooooo" í ALLAN dag!!!
Ætla að fara snemma að sofa svo ég nýti morgundaginn vel - próf á þriðjudaginn í Málnotkun...

ble í bili

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Great, nú er ég að syngja, I will follow you!! Takk Lára! ;-)