24. febrúar 2006

síðasti föstudagur febrúar

Hvert fór tíminn?
Alveg hreint ótrúlegt að það sé að koma nýr mánuður með nýjum verkefnum og ég ekki búin að klára þau sem ég vildi!
Af hverju er alltaf þúsund sinnum meiri vinna á bak við allt en maður heldur í byrjun? Getur einhver sagt mér það?

Sit í Árnagarði sveitt við að grufla upp ritdóma, gagnrýni, umfjöllun um þýðingar Matthíasar á Shakespeare en gengur voðalega hægt.. held ég verði kannski að játa mig sigraða og færa mig yfir á næsta mann, hann Helga H.
Ef mér tekst vel til í dag ætla ég að verðlauna mig með því að fara á skauta á sunnudaginn með Lisu og Daniel.. þarf bara að muna að hringja í þau bæði og láta þau vita ;)

Það er sól úti, veðrið alveg til fyrirmyndar - hafið það gott í dag

Engin ummæli: