15. desember 2006

9 dagar til jóla

Hvert fóru dagarnir í desember?
Án gríns, mér finnst eins og fyrsti desember hafi verið í gær en ekki fyrir tveimur vikum!
Var að horfa á lokaþátt Biggest Loser og þvílík breyting á fólki! Alveg ótrúlegt hreint. Það sem mér fannst hvað flottast var að þau litu öll út fyrir að vera svo gömul þegar þau voru feit en voru svo bara nokkuð ungleg þarna í restina!

Framundan um helgina er yfirlestur á u.þ.b. 90 prófum (2 gerðir), yfirferð á 50 vinnubókum og samansafn af stílum og öðrum ritunarverkefnum sem ég þarf að ljúka fyrir þriðjudaginn. Ef ég verð lítið við á msn og í lífinu almennt, þá vitið þið ástæðuna.

Barnið þeirra Ingu og Einars þrjóskast enn - 10 dagar framyfir en vonandi eitthvað að gerast ;)

Jæja, I'm off to betty...

Engin ummæli: