6. desember 2006

Fullveldi, laufabrauð og nýjir kaflar

Þetta gengur nú ekki, verð að blogga oftar en einu sinni í viku!
Ég fór nýklippt og fín á árshátíðina á föstudaginn og skemmti mér konunglega. Það er ótrúlega gaman að sjá nemendur sína í sínu fínasta pússi með skemmtiatriði og prúðmannlega framkomu. Þeir sem þekkja til skólans vita að þessar skemmtanir eru vímuefnalausar og ótrúlegt að smala saman 900 manns í mat og á ball án þess að nokkur vandamál komi upp á. Margir nemenda minna komu mér skemmtilega á óvart og sýndu hæfileika sem ég hafði ekki grun um. Æðislegt kvöld.

Á laugardaginn var svo laufabrauð hjá fjölskyldunni og gekk það líka mjög vel. Ég fæ hins vegar alltaf verk í augun og held að það sé út af steikingarfeitinni. Var alla vega illt í augunum þar til næsta dag!

Mig langar líka til að tala aðeins um eina vinkonu mína sem náði merkum áfanga síðastliðinn föstudag. Fyrir rúmum tveimur árum greindist hún með brjóstakrabbamein aðeins 29 ára gömul. Hún var nýbúin að gifta sig og var á leiðinni til útlanda í nám. Eftir margar aðgerðir og lyfjameðferð náði hún sér og á föstudaginn, 1. desember, fullveldisdegi Íslans sat hún í útlöndum þar sem hún er í námi og var loksins laus við öll krabbameinslyf. Til hamingju elsku María Erla - þú ert í alvörunni ein af fáum manneskjum sem ég lít upp til þegar kemur að því að sigrast á hinu ósigranlega.
To new beginnings!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

djö ... ég var að lesa þessu fínu færslu þegar þú sidekickar mig með tali um yours truly haha. mér hreinlega brá, kipptist til, frekar fyndið :)
takk sæta mín - elska þig bunch og bunch - það er helvíti mikið hægt þegar góðir vinir eru hluti af lífi manns. i'm truly blessed :)

æðislegt með þessar skemmtanir, að þær séu edrú. nokkuð nett.

finnst ennþá skrítið að þú talir um nemendurna þína. it's way cool ;) hehe

Lára sagði...

hehe já maría mín - stundum vill maður bara hrósa þeim sem eiga það skilið.. það er samt alltaf erfitt að taka því held ég ;)

nemendur mínir eru krútt en já, það er fyndið að segja þetta hehehehe og árshátíðin áfengislaus er mesta snilld sem ég veit um!

Nafnlaus sagði...

luv ya :) miss ya :)

þú verður fyrir norðan öll jólin er það ekki?

Lára sagði...

Jú, held mig við Akureyri allan tímann... luv ya too ;)