Í dag kláraði ég vinnuna fyrir þetta árið. Það er reyndar kaffiboð kennara og maka í kvöld og auðvitað mæti ég í það. Umsjónartíminn minn í dag var frábær, allir mættu með pakka og skiptust á jólkortum og síðan horfðum við á The Nightmare before Christmas á meðan við mauluðum piparkökur.
Ég náði líka að henda jólakortunum í póst þannig að ekki mun fíaskó síðasta árs endurtaka sig! Síðustu jólagjafirnar voru keyptar og ég pakkaði meira að segja nokkrum inn! Á morgun ætla ég svo að sofa út... mmmm.... ljúft og gott.
20. desember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli