27. nóvember 2006

aukinn aðgangur

loksins get ég unnið heima við án þess að muna sífellt eftir skjölum sem ég get bara náð í á skólanetinu. Mér hefur tekist að fá aukinn aðgang að svæði mínu. Jess! Nú sit ég í makindum heima og fer yfir verkefni og bý til skjöl án þess að þurfa síðan að senda mér þau í tölvupósti. Trúið mér, það er leiðingjarnt til lengdar.

Helgin mín var ansi skemmtileg. Ég bakaði smákökur með mömmu (5 sortir), fór í laufabrauð með nokkrum kennurum skólans og lærði að skera kökur "upp á gamla mátann". Gamli skóli "ilmaði" af steikingarlykt en það gerði ekkert til. Ég náði líka að klára jólagjöf sem ég var að föndra og er nánast búin með peysu handa litla bumbubúanum þeirra Ingu og Einars. Kannski ekki seinna vænna því einungis 8 dagar eru í settan fæðingardag! Ég náði líka að saxa aðeins á stíla/smásögu/ævintýra/prófa bunkann sem elti mig heim á föstudaginn og var ég einmitt að klára síðasta verkefni kvöldsins hérna rétt áðan. Á morgun bíða mín svo 50 stk af sagna- og lesskilningsprófum og fyrir klukkan 10 bætast 50 stk af orðskýringaprófum í nýjan bunka. Ekki má svo gleymta vinnubókunum sem elskurnar mínar skila til mín í vikunni og næstu viku. u.þ.b 100 stk allt í allt. Life is good.

Sá auglýsingu fyrir Wham og George Michael greatest hits. Held hún heiti 25. Alla vega, þá er Goggi í flottum bol í Wake me up myndbandinu - Choose life. Hugsa alltaf um Trainspotting þegar ég sé þessa auglýsingu. Steikt... eiginlega djúpsteikt bara.

Shout out dagsins fer til Guðjóns míns í París - Congrats my daaahling. París liggur við fætur þér eins og ódýr dyramotta. Lov jú longtæm.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ummmm smákökur og laufabrauð..
bara 4 dagar ahhh...

knús knús..

Lára sagði...

hehe já - mömmukökurnar eru sérstaklega góðar.. mmmm

knús knús

Nafnlaus sagði...

Elska George Michael og last christmas videoið hans. Ekkert fyndnara en þegar hann eltir stelpuna í snjónum hehe:-)

Realismaknús og plúralismakossar frá önnu margréti í endalausum ritgerðarskrifum. xxx

Nafnlaus sagði...

VÁ hvað þú hefur verið afkastamikil!

Nafnlaus sagði...

Choose Life. Choose a job. Choose a career. Choose a family. Choose a fucking big television, choose washing machines, cars, compact disc players and electrical tin openers. Choose good health, low cholesterol, and dental insurance. Choose fixed interest mortgage repayments. Choose a starter home. Choose your friends. Choose leisurewear and matching luggage. Choose a three-piece suite on hire purchase in a range of fucking fabrics. Choose DIY and wondering who the fuck you are on Sunday night. Choose sitting on that couch watching mind-numbing, spirit-crushing game shows, stuffing fucking junk food into your mouth. Choose rotting away at the end of it all, pissing your last in a miserable home, nothing more than an embarrassment to the selfish, fucked up brats you spawned to replace yourselves. Choose your future. Choose life... But why would I want to do a thing like that? I chose not to choose life. I chose somethin' else. And the reasons? There are no reasons. Who needs reasons when you've got heroin?

djö... af hverju var verið að minnast á þessa snild núna þegar maður er í heimaprófi? jæja er farinn að glápa á trainspotting

kveðja úr 101 :)

Lára sagði...

hehehe já Hjalti, ótrúlegustu hlutir sem fara að "trufla mann" þegar maður á að vera að lesa undir próf ;)

Nafnlaus sagði...

vegna ekki:)