16. nóvember 2006

ástarsamband mitt

Ég hef átt í leynilegu ástarsambandi undanfarna mánuði - við dún.
Þetta byrjaði allt saman þegar ég flutti norður og fór að vinna í 102 ára gömlu húsi. Það var stundum kalt þar inni. Ég hafði lengi ágirnst dúnskó líkt og Marían mín á og þegar tækifærið gafst skellti ég mér á ódýrt par. Tilfinningin var ómótstæðileg. Mér þóttu skórnir svo þægilegir að ég sofnaði með þá eitt kvöldið og þurfti að leita vel og lengi að þeim næsta dag. Þeir fundust vöðlaðir inn í sæng og teppi eftir langa leit.

En ég gat ekki látið staðar numið við skóna. Fyrir löngu síðan hafði ég gist hjá vinkonu minni í Danmörku og svaf þar með dúnsæng. Þar sem ég hafði þangað til einungis leyft gerviefnum nálægt mér var þetta skrýtin tilfinning. Ég vildi alltaf hafa sængina mína létta - fannst ég annars vera að kafna. En skyndilega breyttist allt. Nú vil ég hafa sængina mína sem þyngsta. Ég vil finna hvernig sængin ýtir mér ofnaí dýnuna og hleypir engu lofti nálægt mér. Ég var meira að segja farið að sofa með 1-2 rúmteppi til þess að þyngja gerviefna-sængina mína þar til ég ákvað að kaupa mér dúnsæng.

Í mánuð hef ég nú sofið með dúnsængina mína sem ég keypti í IKEA. Ég var með smá efasemdir um það hvort ég myndi á endanum vilja sofa með dúnsæng en ég ákvað að prófa þetta. Ég er ástfangin af sænginni minni. Þegar ég leggst til hvílu heyri ég brakið í sænginni, ég finn hvernig hún umlykur mig og hún er akkúrat nógu þung til þess að ég þurfi ekki að nota aukateppi. Hún er líka mátulega hlý.

Núna dreymir mig um þriggja laga dúnsæng sem ég veit að er til. Þá væri ég prinsessan á bauninni, með heysátu ofaná mér á hverju kvöldi og svæfi góðum, djúpum svefni. Auðvitað yrði ég að kaupa mér dúnkodda líka. Það þarf vart að taka það fram...

10 ummæli:

elisabet sagði...

hvað með dúnúlpu?

Lára sagði...

Nei, ég verð að draga mörkin þar. Ég lít út eins og feit rúllupylsa í dúnúlpu ;)

Nafnlaus sagði...

Þú værir algjör dúlla í rauðri dúnúlpu ég skal fá mér eins. Við verðum einsog sætar jólakúlur með lappir;)

Lára sagði...

LOL!
Jólakúlur með lappir, þokkalega!
Ég var einmitt að hugsa um þig í dag - þarf að drattast til að hringja í þig og spjalla!

Nafnlaus sagði...

úff hvað ég skil þig vel. á allan pakkann líka, dúnskó, dúnsæng, dúnúlpu... vantar bara dúnbuxur. En sko, varðandi dúnúlpuna, þá er það eins og að vefja sænginni utan um sig áður en maður fer út í snjókomuna!!! (og ég lít út eins og michelin kallinn í minni svo feit rúllupysla eða jólakúla er ekkert verra). Finnst þú ættir að fara að skrifa jólasveininum bréf ;)

Lára sagði...

Hehehehehehe! Já, dúnúlpur = dúnsængur vafðar utan um mann. Ekki slæmt það ;)
Held ég setji kannski bara dúnúlpu á listann í vetur.. eða kannski panta ég hana bara frá Kanada?
En dúnbuxur - er það ekki svona útlimat? Er hægt að gerast meiri dúnn en það?!?

Nafnlaus sagði...

mmmm dúnn, skórnir mínir eru alveg að gera sig hérna í edinborginni. vöktu mikla athygli í partýinu um daginn. fólk bara skilur ekki að mér, íslendingnum, sé kalt!!! hugsa ég myndi ekki endast veturinn hérna án dúnsængurinnar(vá ég er ekki viss um beyginguna þarna), dúnúlpunnar og dúnskónna. all hail the "dún" :D
p.s. canada-goose dúnúlpurnar eru very flottar ;)

Lára sagði...

hehe já María, útlendingum finnst svo skrýtið að okkur geti verið kalt! Í Kanada vildi ég alltaf hafa minnst 24 gráður inni hjá mér og þau héldu að ég væri klikkuð! Mín speki var sú að ég var búin að borga fyrir þetta og hvers vegna að vera kalt ef manni getur verið heitt? ;)

Love ya, miss ya :( gangi þér vel að skila ;)

Lára sagði...

hehe já María, útlendingum finnst svo skrýtið að okkur geti verið kalt! Í Kanada vildi ég alltaf hafa minnst 24 gráður inni hjá mér og þau héldu að ég væri klikkuð! Mín speki var sú að ég var búin að borga fyrir þetta og hvers vegna að vera kalt ef manni getur verið heitt? ;)

Love ya, miss ya :( gangi þér vel að skila ;)

Nafnlaus sagði...

Toppurinn er þung og góð æðardúnsæng. Maður kemst ekki ofar en það :) Ætla aldrei að skilja mína við mig!