22. nóvember 2006

Los internetos

Loksins tókst okkur að vinna úr internetvandamálum mínum.
Málið er að við vorum lengi búin að reyna að setja upp þráðlausa tengingu úr heimilistölvunni inn til mín og ekkert gekk. Reyndar gekk það í eitt skiptið en entist í svona 5 mínútur. Nú ber ég mikla von í brjósti að þetta samband haldist og er ég hálf hrædd við að slökkva á tölvunni. Nú veit ég hvernig Chandler og Joey leið þegar þeir fengu ókeypis klám og þorðu ekki að slökkva á sjónvarpinu!

Á föstudaginn er mánuður til jóla og aldrei þessu vant er ég búin að föndra jólakortin, langt komin með föndruðu jólagjafirnar og er að fara að baka smákökurnar næstu helgi! Svo komst ég líka að því að jólafríið mitt verður í raun jóla"frí" en ekki jóla"vinna eins og skepna þannig að ég verð þreyttari en fyrir fríið". Muy bueno.. eða eitthvað :Þ

Fer á námskeið um einhverfu á morgun - hlakka mikið til.

lifið heil - ég ætla að kíkja á eitthvað skemmtilegt

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dem .. þú ert svo dugleg!! maður er farinn að líta ansi illa út hérna við hliðina á þér, búin að kaupa jólakort jú haha!

Nafnlaus sagði...

Já var gaman að hitta þig og "sjá" þig loksins á netinu;)

ahaha.... þessi þáttur úr Friends er svo góður;) passaðu þig að slökkva ekki..

knús og kram úr borginni, sjáumst svo vonandi eftir viku :D