geri hér heiðarlega tilraun til að skella þessu inn
Janúar
Vann hjá Íslandspósti í miklum kulda og trekki, synti annan hvern dag og beið eftir að eiga 25 ára afmæli. Náði þeim merka áfanga, fagnaði og eyddi svo vikunni á eftir í ákveðinni lífskrísu. Merkilegt hvað tímamót hafa áhrif á mann. Náði að setja þjófavarnarkefið í gang hjá Erotica shop á Barónsstígnum og fékk það að óma um hverfið í nær klukkustund því Láru brá svo að hún skellti í lás á eftir sér. Klassa leikur.
Febrúar
Nokkuð viðburðalítill mánuður – nokkur partý, meiri snjór og vont veður í póstinum og svo kom þoka dauðans. Reykjavík lá í heljargreipum mestu þoku síðan á landnámsöld og var ekki laust við að ákveðinn hræðsla og manía gripi borgarbúa. Flestir vildu burt en eftir nokkra daga sáum við lengra en 10 metra og borgin róaðist á ný.
Mars
Grái fákurinn hans Guðjóns hlaut hrikalegan dauðdaga þegar ökuþór brunaði á honum niður Hverfisgötuna og skellti honum upp á tvo staura svo hann brann til kaldra kola. Eini ljósi punkturinn við þetta var myndefnið sem Bjössi náði og varð að jólagjöf ársins í ár. Námið hélt áfram og vinnuhóparnir hrönnuðust upp. Kynnti mér þætti sem heita League of Gentlemen og elska þá enn í dag; Páskarnir færðu mér för heim til Akureyrar með tilheyrandi súkkulaðiáti..mmm.
31. desember 2005
Apríl
Vorið hélt innreið sína í Reykjavík með tilheyrandi sól á lofti og rigningarsudda. Páfinn og Rainier fursti ákváðu að hanga ekki lengur á þessari jörð og var því mikið um grand jarðarfarir og læti í kringum nýjan páfa. Man bara eftir einhverri svaka útsendingu í sjónvarpinu.Ég fór á Þjóðminjasafnið í fyrsta sinn á ævinni og var mjög hrifin – hefði samt viljað sjá gamla safnið til að bera saman; hætti vinnu hjá Íslandspósti og tók upp gamla hvíta sloppinn og skundaði í apótekið á ný.
Maí
Í þessum mánuði flakkaði ég á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem ég tók upp verbúðalíf í 6 vikur. Kláraði fyrsta ár mitt í þýðingafræðinni þrátt fyrir fall í setningafræði, tsk tsk. Brunaði norður í land og tók upp vinnu og lestur bóka, sótti fjölskyldugrill í hagléli og horfði á Ísland ekki vinna Eurivision eina ferðina enn.
Júní
Fagnaði 5 ára stúdentsafmæli í góðra manna hópi, drakk of mikið en þó ekki eins mikið og sumir og uppskar eftir því. Tómatsósu flögur héldu innreið sína á Íslandi og náði ég að sannfæra að minnsta kosti eina manneskju um ágæti þeirra. Flutti aftur til Reykjavíkur og skellti upp Adjessellinu heima hjá mér með aðstoð Guðjóns – netvæðingin var hafin.
Vorið hélt innreið sína í Reykjavík með tilheyrandi sól á lofti og rigningarsudda. Páfinn og Rainier fursti ákváðu að hanga ekki lengur á þessari jörð og var því mikið um grand jarðarfarir og læti í kringum nýjan páfa. Man bara eftir einhverri svaka útsendingu í sjónvarpinu.Ég fór á Þjóðminjasafnið í fyrsta sinn á ævinni og var mjög hrifin – hefði samt viljað sjá gamla safnið til að bera saman; hætti vinnu hjá Íslandspósti og tók upp gamla hvíta sloppinn og skundaði í apótekið á ný.
Maí
Í þessum mánuði flakkaði ég á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem ég tók upp verbúðalíf í 6 vikur. Kláraði fyrsta ár mitt í þýðingafræðinni þrátt fyrir fall í setningafræði, tsk tsk. Brunaði norður í land og tók upp vinnu og lestur bóka, sótti fjölskyldugrill í hagléli og horfði á Ísland ekki vinna Eurivision eina ferðina enn.
Júní
Fagnaði 5 ára stúdentsafmæli í góðra manna hópi, drakk of mikið en þó ekki eins mikið og sumir og uppskar eftir því. Tómatsósu flögur héldu innreið sína á Íslandi og náði ég að sannfæra að minnsta kosti eina manneskju um ágæti þeirra. Flutti aftur til Reykjavíkur og skellti upp Adjessellinu heima hjá mér með aðstoð Guðjóns – netvæðingin var hafin.
29. desember 2005
Júlí
Mánuður ræktarinnar. Skráði mig í gymmið og var staðföst og brött fyrstu vikurnar - datt svo í sama kæruleysið og alltaf en náði þó af mér einhverju. Fór í fyrstu Esju gönguna mína ásamt Maríu sem reyndist síðar verða Esju buddy-inn minn :) Harry Potter kom og fór með gleði blandaðri sorg – það er bara ein bók eftir. Fór í Nauthólsvíkina í fyrsta sinn og Eva Stína vinkona eignaðist hann Óskar Smára litla gaur. Eyddi versló í Reykjavík og varð ekki meint af.
Ágúst
Hóf vinnu hjá Ikjea sem sölumaður og stend mína plikt í gulri skyrtu. Sá Gay pride í fyrsta sinn með berum augum; fór á Árbæjarsafnið í fyrsta sinn; komst að því að brjóstin á mér heita Elvis – bæði ;) fann ást mína á frímerkjum. Helstu tíðindin voru þau að ég fékk nýtt klósett og blöndunartæki og nýjan/gamlan ísskáp eftir að hinn gaf sig. Nýji/gamli ísskápurinn gaf sig svo síðar á árinu (sjá neðar) Adjessellið hélt áfram að gefa af sér og nú kom kristaltært sjónvarp inn á heimilið með tilheyrandi fagnaðarlátum.
September
Skólinn byrjaði aftur og eftir mikla erfiðleika við að finna fög við hæfi endaði ég í Hollywood söngleikjum og Bókmenntafræði. Var þetta án efa besta ákvörðun ársins þar sem ég endurnýjaði kynnin við Lisu mína og höfum við haft það ansi gott síðan ;) Þvottavélin mín ákvað að elta hin rafmagnstækin á heimilinu og bila. Eftir mikið drama og allt og mikinn pening komst hún í lag og malar nú ánægð í kjallaranum. Planaði bæði heimför og utanför – Akureyri og London yrðu á dagskrá í október.
Október
Skundaði til Akureyrar, flutti systur mína í nýtt hús, tjúttaði og skellti mér svo til London með litlu systur minni. Maturinn á Fifteen var ómetanlegur, og verslunin í London tók stóran kipp - komum við heim á ferðatöskum sem voru að springa á saumunum. Kvennafrídagurinn var stórmerkilegur í mínum augum og arkaði ég með systur minni, Maríu Erlu og Ingibjörgu þar til innilokunarkenndin í mannþrönginni gerði vart við sig. Hrekkjavökupartý var stuð og fórum við Lisa sem Sexy sixties chicks.
Nóvember
Vinnuálag skólans fór að segja til sín og vinnuálag Ikjea einnig – fólk var byrjað að hamstra jólaskraut. Matarboð í anda þakkargjörðarhátíðar Kanadabúa/Bandaríkjamanna var haldið við mikla lukku og gleði og heppnaðist svo vel að ég mun elda áramóta kalkúninn hér heima. Enskupartý hjá Maríu vakti upp gamlar og góðar minningar og sá maður hverjir vilja í raun halda sambandi. Endaði mánuðinn á bestu tónleikum lífs míns (hingað til) í Laugardalshöllinni hjá Sigur Rós..
Desember
Skreytti íbúðina með dóti – keypti jólagjafir í tíma en gleymdi nokkrum jólakortum. Fór heim í laufabrauð, tjúttaði með Ikjea fólkinu á Sólon; uppgötvaði að líf mitt væri nú á öðru skeiði, eða part two; átti frábæran stelpudag með stúlkunum úr Ikjea sem endaði með heljarinnar Pina Colada veislu og setningunum ódauðlegu ‘ég er ekki lesbía’ og ‘ég er á sneplunum’. You had to be there.
Sit svo núna, á síðasta degi ársins og sem þennan lista sem er orðinn allt of langur en er þó árið mitt svona nokkur veginn í stuttu máli ;)
Ég vona að þið hafið það öll gott í dag og kvöld og munið að skjóta upp rakettum/ragettum/fljúgeldum/flugeldum/bombum/kökum/blysum þar til himininn er orðinn svo grár að ekkert sést lengur.
Mánuður ræktarinnar. Skráði mig í gymmið og var staðföst og brött fyrstu vikurnar - datt svo í sama kæruleysið og alltaf en náði þó af mér einhverju. Fór í fyrstu Esju gönguna mína ásamt Maríu sem reyndist síðar verða Esju buddy-inn minn :) Harry Potter kom og fór með gleði blandaðri sorg – það er bara ein bók eftir. Fór í Nauthólsvíkina í fyrsta sinn og Eva Stína vinkona eignaðist hann Óskar Smára litla gaur. Eyddi versló í Reykjavík og varð ekki meint af.
Ágúst
Hóf vinnu hjá Ikjea sem sölumaður og stend mína plikt í gulri skyrtu. Sá Gay pride í fyrsta sinn með berum augum; fór á Árbæjarsafnið í fyrsta sinn; komst að því að brjóstin á mér heita Elvis – bæði ;) fann ást mína á frímerkjum. Helstu tíðindin voru þau að ég fékk nýtt klósett og blöndunartæki og nýjan/gamlan ísskáp eftir að hinn gaf sig. Nýji/gamli ísskápurinn gaf sig svo síðar á árinu (sjá neðar) Adjessellið hélt áfram að gefa af sér og nú kom kristaltært sjónvarp inn á heimilið með tilheyrandi fagnaðarlátum.
September
Skólinn byrjaði aftur og eftir mikla erfiðleika við að finna fög við hæfi endaði ég í Hollywood söngleikjum og Bókmenntafræði. Var þetta án efa besta ákvörðun ársins þar sem ég endurnýjaði kynnin við Lisu mína og höfum við haft það ansi gott síðan ;) Þvottavélin mín ákvað að elta hin rafmagnstækin á heimilinu og bila. Eftir mikið drama og allt og mikinn pening komst hún í lag og malar nú ánægð í kjallaranum. Planaði bæði heimför og utanför – Akureyri og London yrðu á dagskrá í október.
Október
Skundaði til Akureyrar, flutti systur mína í nýtt hús, tjúttaði og skellti mér svo til London með litlu systur minni. Maturinn á Fifteen var ómetanlegur, og verslunin í London tók stóran kipp - komum við heim á ferðatöskum sem voru að springa á saumunum. Kvennafrídagurinn var stórmerkilegur í mínum augum og arkaði ég með systur minni, Maríu Erlu og Ingibjörgu þar til innilokunarkenndin í mannþrönginni gerði vart við sig. Hrekkjavökupartý var stuð og fórum við Lisa sem Sexy sixties chicks.
Nóvember
Vinnuálag skólans fór að segja til sín og vinnuálag Ikjea einnig – fólk var byrjað að hamstra jólaskraut. Matarboð í anda þakkargjörðarhátíðar Kanadabúa/Bandaríkjamanna var haldið við mikla lukku og gleði og heppnaðist svo vel að ég mun elda áramóta kalkúninn hér heima. Enskupartý hjá Maríu vakti upp gamlar og góðar minningar og sá maður hverjir vilja í raun halda sambandi. Endaði mánuðinn á bestu tónleikum lífs míns (hingað til) í Laugardalshöllinni hjá Sigur Rós..
Desember
Skreytti íbúðina með dóti – keypti jólagjafir í tíma en gleymdi nokkrum jólakortum. Fór heim í laufabrauð, tjúttaði með Ikjea fólkinu á Sólon; uppgötvaði að líf mitt væri nú á öðru skeiði, eða part two; átti frábæran stelpudag með stúlkunum úr Ikjea sem endaði með heljarinnar Pina Colada veislu og setningunum ódauðlegu ‘ég er ekki lesbía’ og ‘ég er á sneplunum’. You had to be there.
Sit svo núna, á síðasta degi ársins og sem þennan lista sem er orðinn allt of langur en er þó árið mitt svona nokkur veginn í stuttu máli ;)
Ég vona að þið hafið það öll gott í dag og kvöld og munið að skjóta upp rakettum/ragettum/fljúgeldum/flugeldum/bombum/kökum/blysum þar til himininn er orðinn svo grár að ekkert sést lengur.
26. desember 2005
þriðji í jólamatsáti
já, bara annar í jólum mættur og ekkert lát á áti!
Ég er búin að eiga alveg frábær jól, mikið að gera og ansi margir pakkar að opna þegar einn 2ja ára gutti er með manni!
Ég fékk gönguskó frá foreldrum mínum og get því þrammað sómasamlega upp á fjöll með Maríu Erlu framvegis ;)
ég fékk líka handklæði og bók og föt frá systrum minum og Ágústi Óla; fallegan leirdisk frá Lisu; The Nightmare before Christmas á DVD frá Guðjóni og svo ofsalega fallega ljósaseríu frá mömmu og pabba líka. Góð jól, allt í allt :)
Eyddi síðan deginum í gær í algjörri afslöppun og fjölskyldu jólaboð sem í ár var haldið heima hjá mér. Át og át og held ég þurfi að fara í saltlosun eftir jolin - pissa þessu öllu út úr mér!
í dag er ég svo að leika mér og lesa bækur- held ég kíki aðeins í kökudallinn og bæti smá í átsafn dagsins í dag
hafið það gott!
Ég er búin að eiga alveg frábær jól, mikið að gera og ansi margir pakkar að opna þegar einn 2ja ára gutti er með manni!
Ég fékk gönguskó frá foreldrum mínum og get því þrammað sómasamlega upp á fjöll með Maríu Erlu framvegis ;)
ég fékk líka handklæði og bók og föt frá systrum minum og Ágústi Óla; fallegan leirdisk frá Lisu; The Nightmare before Christmas á DVD frá Guðjóni og svo ofsalega fallega ljósaseríu frá mömmu og pabba líka. Góð jól, allt í allt :)
Eyddi síðan deginum í gær í algjörri afslöppun og fjölskyldu jólaboð sem í ár var haldið heima hjá mér. Át og át og held ég þurfi að fara í saltlosun eftir jolin - pissa þessu öllu út úr mér!
í dag er ég svo að leika mér og lesa bækur- held ég kíki aðeins í kökudallinn og bæti smá í átsafn dagsins í dag
hafið það gott!
23. desember 2005
messa Þorláks
jæja, er að tygja mig af stað út á flugvöll - muna að henda mjólkinni (check) og slökkva á seríunum (check) og ekki gleyma neinu!
Jólakortin mín lentu svona fyrir ofan garð og neðan í ár en þeir sem ekki fengu kort geta huggað sig við það að ég hugsaði alveg rooooooosalega mikið til þeirra;)
hafið þið það gott um jólin, verið góð við hvort annað og vonandi sjáumst við sem fyrst!
Jólin öll sömul!!!!
Jólakortin mín lentu svona fyrir ofan garð og neðan í ár en þeir sem ekki fengu kort geta huggað sig við það að ég hugsaði alveg rooooooosalega mikið til þeirra;)
hafið þið það gott um jólin, verið góð við hvort annað og vonandi sjáumst við sem fyrst!
Jólin öll sömul!!!!
21. desember 2005
jólalífið byrjar
já nú er ég loksins búin að skila af mér ritgerðinni, búin að ná í jólapakkann frá IKEA, búin að ná í jólagjöfina hans Guðjón og lítið annað eftir en að skella jólakortunum í póst og þrífa aðeins betur íbúðina!
jólaandinn svífur yfir vötnum og afslöppun er ekki langt undan!
fyrir þá sem vilja hitta mig eitthvað fyrir reisuna norður þá er ég að vinna á morgun milli 16-22 og á þorláksmessu milli 10-15.
vona að þið hafið það öll sem best í dag,
ég ætla að kíkja aðeins betur á nammið í jólakörfunni... mmmmm
jólaandinn svífur yfir vötnum og afslöppun er ekki langt undan!
fyrir þá sem vilja hitta mig eitthvað fyrir reisuna norður þá er ég að vinna á morgun milli 16-22 og á þorláksmessu milli 10-15.
vona að þið hafið það öll sem best í dag,
ég ætla að kíkja aðeins betur á nammið í jólakörfunni... mmmmm
20. desember 2005
síðustu metrarnir
ég er að klára... ég er alveg að verða búin með ritgerðina... yeeeeeeesss.. skila henni inn á hádegi á morgun og hugsa ekki um hana meir! þá eru jólin að koma.. 3 dögum áður en þau bresta á :)
sit og klára að skrifa og fara yfir suma kaflana - lagfæringar hér og þar og er að þvo þvott í leiðinni.. nenni ekki að byrja nýja árið á að taka til hérna þannig að best að klára þetta í leiðinni, áður en maður fer heim í jólasteikina og svona..
hef þetta stutt í dag, all is well..
sit og klára að skrifa og fara yfir suma kaflana - lagfæringar hér og þar og er að þvo þvott í leiðinni.. nenni ekki að byrja nýja árið á að taka til hérna þannig að best að klára þetta í leiðinni, áður en maður fer heim í jólasteikina og svona..
hef þetta stutt í dag, all is well..
19. desember 2005
erfiðara en ég hélt
þessi listi er alveg að fara með mig! er nú reyndar búin að svara öllum hingað til en það var hreinlega ekki eins auðvelt og ég hélt! en svona er þetta.. á maður einmitt ekki að hrista aðeins upp í sálinni og minninu annað slagið og hætta að taka fólk og hluti sem sjálfgefna eða sjáfsagða? jú ég held það.
Fór á laugardaginn í stelpuferð með Salóme, Ólöfu og Steinunni sem byrjaði kl. 10 um morguninn heima hjá Ólöfu. Það var ennþá dimmt úti og við vorum allar sjúklega þreyttar. Eftir spjall og slúður löbbuðum við svo upp laugarveginn og heim til foreldra Ólafar til að ná í jeppann sem beið okkar þar. Brunuðum við svo í Bláa Lónið og vá vá vá! Ég var bláa lóns 'virgin', hafði sem sagt aldrei komið þarna og fílaði mig í tætlur! Við vorum ofaní í einn og hálfan tíma og fórum í gufu, skelltum á okkur leir, fórum í fossinn og löbbuðum/syntum um allt lónið.. snilld.
Þegar rúsínuputtarnir voru orðnir hrikalegir ákváðum við að skella okkur í mat í Grindavík og enduðum á lítilli krá sem heitir Lukku Láki og fengum við okkur geðveika hamborgara. Þessi staður var líka tær snilld - tónlistin alveg á fullu og körfuboltaleikur í sjónvarpinu. Við vorum einu gestirnir og fengum því mjög góða þjónustu.
Nú ég þurfti að fara í vinnuna þannig að við brunuðum aftur í bæinn þar sem ég eyddi fjórum klukkutímum í að afgreiða allt of fáa :) Svo hittumst við aftur hjá Ólöfu um 11 leytið og blönduðum Pina Coladas og enduðum á Celtic um 2 leytið um nóttina.. stuð stuð stuð og meira stuð langt fram á nótt en allt endaði vel og allir komust heilir á höldnu heim :)
Í gær skrifaði ég svo meira í ritgerðinni minni, bakaði smá súkkulaðibitakökur og fór í vinnuna þar sem var brjálað að gera nánast allan tímann!
Í dag er ég svo í fríi og er að klára ritgerðina mína þannig að ég ætti kannski að hætta að bulla hérna.. En ég þarf reyndar að svara tveimur spurningum:
ég er 1.64 á hæð (samkvæmt vegabréfinu mínu - hef ekki mælt mig í mörg ár)
ég held að fótfestan mín sé blanda af nokkrum hlutum, þannig að ef að einn þeirra klikkar þá er alltaf eitthvað annað sem tekur af manni fallið. Til dæmis reyni ég að trúa á sjálfa mig og þykja vænt um sjálfa mig. Ef að það bregst (svona eins og getur gerst) þá trúi ég því að það sé alltaf í það minnsta ein manneskja sem trúir á mann eða þyki vænt um mann. Það er ekkert endilega sama manneskjan gegnum alla okkar ævi en það er alltaf einhver.. þannig að allir eru elskaðir af einhverjum og það er alltaf einhver sem trúir á mann.. þannig að það er allt í lagi ef manni skrikar aðeins fótur - það er alltaf einhver sem hjálpar manni.
vona að þetta svari einhverju :)
Fór á laugardaginn í stelpuferð með Salóme, Ólöfu og Steinunni sem byrjaði kl. 10 um morguninn heima hjá Ólöfu. Það var ennþá dimmt úti og við vorum allar sjúklega þreyttar. Eftir spjall og slúður löbbuðum við svo upp laugarveginn og heim til foreldra Ólafar til að ná í jeppann sem beið okkar þar. Brunuðum við svo í Bláa Lónið og vá vá vá! Ég var bláa lóns 'virgin', hafði sem sagt aldrei komið þarna og fílaði mig í tætlur! Við vorum ofaní í einn og hálfan tíma og fórum í gufu, skelltum á okkur leir, fórum í fossinn og löbbuðum/syntum um allt lónið.. snilld.
Þegar rúsínuputtarnir voru orðnir hrikalegir ákváðum við að skella okkur í mat í Grindavík og enduðum á lítilli krá sem heitir Lukku Láki og fengum við okkur geðveika hamborgara. Þessi staður var líka tær snilld - tónlistin alveg á fullu og körfuboltaleikur í sjónvarpinu. Við vorum einu gestirnir og fengum því mjög góða þjónustu.
Nú ég þurfti að fara í vinnuna þannig að við brunuðum aftur í bæinn þar sem ég eyddi fjórum klukkutímum í að afgreiða allt of fáa :) Svo hittumst við aftur hjá Ólöfu um 11 leytið og blönduðum Pina Coladas og enduðum á Celtic um 2 leytið um nóttina.. stuð stuð stuð og meira stuð langt fram á nótt en allt endaði vel og allir komust heilir á höldnu heim :)
Í gær skrifaði ég svo meira í ritgerðinni minni, bakaði smá súkkulaðibitakökur og fór í vinnuna þar sem var brjálað að gera nánast allan tímann!
Í dag er ég svo í fríi og er að klára ritgerðina mína þannig að ég ætti kannski að hætta að bulla hérna.. En ég þarf reyndar að svara tveimur spurningum:
ég er 1.64 á hæð (samkvæmt vegabréfinu mínu - hef ekki mælt mig í mörg ár)
ég held að fótfestan mín sé blanda af nokkrum hlutum, þannig að ef að einn þeirra klikkar þá er alltaf eitthvað annað sem tekur af manni fallið. Til dæmis reyni ég að trúa á sjálfa mig og þykja vænt um sjálfa mig. Ef að það bregst (svona eins og getur gerst) þá trúi ég því að það sé alltaf í það minnsta ein manneskja sem trúir á mann eða þyki vænt um mann. Það er ekkert endilega sama manneskjan gegnum alla okkar ævi en það er alltaf einhver.. þannig að allir eru elskaðir af einhverjum og það er alltaf einhver sem trúir á mann.. þannig að það er allt í lagi ef manni skrikar aðeins fótur - það er alltaf einhver sem hjálpar manni.
vona að þetta svari einhverju :)
16. desember 2005
le list
þessi listi er bæði hjá Ingibjörgu og Maríu Erlu og verð ég því að setja hann inn hjá mér.. ég lofa ekki hröðum svörum en svara þó..
setjið nafnið ykkar í comments ef þið viljið að:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig.
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
8. Ef þú lest þetta þá verðurðu að setja þetta á bloggið þitt
úff, þetta verður spennandi held ég bara :)
setjið nafnið ykkar í comments ef þið viljið að:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig.
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef lengi velt fyrir mér um þig.
8. Ef þú lest þetta þá verðurðu að setja þetta á bloggið þitt
úff, þetta verður spennandi held ég bara :)
hlaupatjakkur
það er alltaf jafngaman að finna eitthvað nýtt til að dunda sér við.. Í vinnunni þarf maður stundum að fara með rusl já eða gallaðar vörur inn á lager og notast maður þá oft við tjakk, svona til að færa bretti til og frá. Nú hvað er skemmtilegt við það að draga svona dót á eftir sér þegar maður getur notað þaðsem hlaupahjól og brunað um ganga lagersins á fullu spani!! Hlaupatjakkurinn er orðinn mjög vinsæll og eru stundum slagsmál yfir því hver fær að fara með ruslið.. snilld.
bakaði piparkökur í gær.. nú á bara eftir að skreyta þær með glassúr og perlusykri.. þarf reyndar að kaupa meiri flórsykur til að græja þetta en það reddast..
komst líka að því í gær að það vinnur strákur á lagernum sem er frá Akureyri og er ári yngri en ég.. hef aldrei séð hann heima og trúði honum eiginlega ekki alveg..fyndið hvað maður telur sit þekkja alla í sínum árgangi og árgangnum fyrir neðan en nei... svo er ekki :)
jæja... söngleikjaritgerðin mín kallar - just a spoonful of sugar helps the medicine go down! (gott að syngja þetta þegar ég tek lýsið á morgnanna.. yum yum)
bakaði piparkökur í gær.. nú á bara eftir að skreyta þær með glassúr og perlusykri.. þarf reyndar að kaupa meiri flórsykur til að græja þetta en það reddast..
komst líka að því í gær að það vinnur strákur á lagernum sem er frá Akureyri og er ári yngri en ég.. hef aldrei séð hann heima og trúði honum eiginlega ekki alveg..fyndið hvað maður telur sit þekkja alla í sínum árgangi og árgangnum fyrir neðan en nei... svo er ekki :)
jæja... söngleikjaritgerðin mín kallar - just a spoonful of sugar helps the medicine go down! (gott að syngja þetta þegar ég tek lýsið á morgnanna.. yum yum)
14. desember 2005
jólastemning
já krakkar,
búin í prófinu, búin að kaupa jólatré, búin að skreyta og þrífa eldhúsið og á bara eftir að baka piparkökurnar og súkkulaðibitakökurnar á morgun.. snilld.
á eftir að klára ritgerðina en ég ákvað að í dag skyldi ég bara gera eitthvað sem ég vildi gera - fyrir utan að læra! mjög mikil framtakssemi í gangi og verður húsið bráðum hreint, hreint, hreint!
er að fara að hitta Lisu í kaffi eða eitthvað skemmtilegt og svo fer ég í vinnuna eftir það.. alltaf eitthvað að gera!
vona að þið séuð komin í jólastuð - ekki seinna vænna!!!
búin í prófinu, búin að kaupa jólatré, búin að skreyta og þrífa eldhúsið og á bara eftir að baka piparkökurnar og súkkulaðibitakökurnar á morgun.. snilld.
á eftir að klára ritgerðina en ég ákvað að í dag skyldi ég bara gera eitthvað sem ég vildi gera - fyrir utan að læra! mjög mikil framtakssemi í gangi og verður húsið bráðum hreint, hreint, hreint!
er að fara að hitta Lisu í kaffi eða eitthvað skemmtilegt og svo fer ég í vinnuna eftir það.. alltaf eitthvað að gera!
vona að þið séuð komin í jólastuð - ekki seinna vænna!!!
13. desember 2005
jólaþreyta, jólaskraut, jólapróf
já.. ég er sem sagt ekki búin að blogga neitt vegna óvenjumikillar vinnu síðan á fimmtudaginn. Er búin að vera föst í vinnunni nánast síðan þá og er loksins í fríi í dag til að læra undir prófið mitt á morgun.. verum nú með krosslagða putta og von í hjarta!
Eignaðist helling af nýjum vinum í vinnunni samt, fyndið hvað maður er fljótur að kynnst fólki ef maður er hress sem fress.
Annars er lítið að frétta, verð að standa mig í prófinu á morgun og verð að klára söngleikjaritgerðina mína.. þá koma jólin
Eignaðist helling af nýjum vinum í vinnunni samt, fyndið hvað maður er fljótur að kynnst fólki ef maður er hress sem fress.
Annars er lítið að frétta, verð að standa mig í prófinu á morgun og verð að klára söngleikjaritgerðina mína.. þá koma jólin
8. desember 2005
annað líf
fyndið hvað það kemur alltaf betur og betur í ljós hvað maður á margt sameiginlegt með vinum sínum. Ég var að tala við vinkonu mína í gær um allt og ekkert og þá fer hún allt í einu að segja mér hvað henni finnst hún vera að upplifa annað lífið sitt, þ.e. að síðastliðið ár hafi hún fundið fyrir því að hún sé í raun að byrja upp á nýtt en samt með allt hitt í grunninn.
Alveg skyldi ég nákvæmlega hvað hún var að fara! Mér finnst einmitt eins og ég hafi byrjað líf númer 2 eða Lára: part two þegar ég flutti aftur suður fyrir rúmu ári. ÉG veit ekki af hverju það er endilega núna sem ég er að byrja annan kaflann.. kannski tengist það 25 ára afmælinu.. kannski því að ég var búin að búa úti og svo heima á akureyri og ná nokkurri sátt við sjálfa mig. Alla vega, þá er líf númer 2 í fullum gangi og ekkert betra en að vera til!
Ég bakaði einmitt smákökur í gær, Bounty toppa.. mmmmm kókosmjölið flæddi um bekkinn hjá mér og ofninn malaði alveg á fullu á meðan ég setti alla jóladiskana mína í spilarann og stillti í botn.. alltaf gaman að fá smá jólastemming í húsið..
vona bara að nágrannarnir hafi verið sama sinnis!
Í dag er ég svo að læra og þarf að vinna seinna... vissuð þið að IKEA er nú opið til kl. 22:00 öll kvöld fram að jólum?? veivei! ;)
Alveg skyldi ég nákvæmlega hvað hún var að fara! Mér finnst einmitt eins og ég hafi byrjað líf númer 2 eða Lára: part two þegar ég flutti aftur suður fyrir rúmu ári. ÉG veit ekki af hverju það er endilega núna sem ég er að byrja annan kaflann.. kannski tengist það 25 ára afmælinu.. kannski því að ég var búin að búa úti og svo heima á akureyri og ná nokkurri sátt við sjálfa mig. Alla vega, þá er líf númer 2 í fullum gangi og ekkert betra en að vera til!
Ég bakaði einmitt smákökur í gær, Bounty toppa.. mmmmm kókosmjölið flæddi um bekkinn hjá mér og ofninn malaði alveg á fullu á meðan ég setti alla jóladiskana mína í spilarann og stillti í botn.. alltaf gaman að fá smá jólastemming í húsið..
vona bara að nágrannarnir hafi verið sama sinnis!
Í dag er ég svo að læra og þarf að vinna seinna... vissuð þið að IKEA er nú opið til kl. 22:00 öll kvöld fram að jólum?? veivei! ;)
5. desember 2005
potterinn, afmæli og fleira
já ég fór í bíó á HP í gær og skemmti mér bara alveg ágætlega.. Auðvitað saknar maður alltaf vissra smáatriða þegar maður hefur þaullesið bækurnar nokkrum sinnum en hey, það er ekki hægt að skella öllu með í myndirnar :) fór í sex bíó og svei mér þá ef krakkar í dag eru bara ekki vel upp alin, þau þögðu í það minnsta alla myndina.. flott flott
í gær átti hann Jeramy minn afmæli og ég rétt mundi eftir að senda honum afmælis e-mail áður en ég rotaðist yfir sjónvarpinu.. merkilegt hvað loftið á akureyri getur gert mann syfjaðan. Ég fór sko að gefa öndunum brauð með Ágústi Óla og svo enduðum við á sprelli í garðinum þar sem snjórinn gerði nær út af við barnið, gat varla labbað og svo datt hann alltaf af snjóþotunni!
í dag ætlaði ég svo að vera dugleg og læra en hef eytt meirihlutanum í að spila tölvuleiki og éta smákökur.. kem aftur suður á morgun og verð þar fram að þorláksmessu... tjus for now
í gær átti hann Jeramy minn afmæli og ég rétt mundi eftir að senda honum afmælis e-mail áður en ég rotaðist yfir sjónvarpinu.. merkilegt hvað loftið á akureyri getur gert mann syfjaðan. Ég fór sko að gefa öndunum brauð með Ágústi Óla og svo enduðum við á sprelli í garðinum þar sem snjórinn gerði nær út af við barnið, gat varla labbað og svo datt hann alltaf af snjóþotunni!
í dag ætlaði ég svo að vera dugleg og læra en hef eytt meirihlutanum í að spila tölvuleiki og éta smákökur.. kem aftur suður á morgun og verð þar fram að þorláksmessu... tjus for now
3. desember 2005
laufabrauð = leafbread = lembas bread?
það er alltaf jafngott að komast heim í smá afslöppun, gleyma símanum svo klukkustundum skiptir og hafa það bara býsna notalegt.
Vorum að enda við laufabrauðsskurð og er afraksturinn 220 kökur, skornar, steiktar og í stöflum takk fyrir! Fyndið hvað maður missir hugmyndaflugið eftir svona 10 kökur - þarf að kíkja á hvað hinir eru að gera til að starta því upp á ný.
í nótt snjóaði svo mikið að mér fannst ég vera stödd í White Christmas.. vantaði bara Lisu til að syngja "Sisters" lagið fyrir mig ;) hef nú samt ekki hætt mér út fyrir dyr - langar ekki að blotna í fæturna.
annars fór ég einmitt að pæla í laufabrauðinu, og ákvað að það væri lembas brauðið í LOTR.. maður getur borðað pínulítið af því og orðið frekar saddur.. ó já..
er að fara að dansa með litla frænda mínum við jólalög...
Vorum að enda við laufabrauðsskurð og er afraksturinn 220 kökur, skornar, steiktar og í stöflum takk fyrir! Fyndið hvað maður missir hugmyndaflugið eftir svona 10 kökur - þarf að kíkja á hvað hinir eru að gera til að starta því upp á ný.
í nótt snjóaði svo mikið að mér fannst ég vera stödd í White Christmas.. vantaði bara Lisu til að syngja "Sisters" lagið fyrir mig ;) hef nú samt ekki hætt mér út fyrir dyr - langar ekki að blotna í fæturna.
annars fór ég einmitt að pæla í laufabrauðinu, og ákvað að það væri lembas brauðið í LOTR.. maður getur borðað pínulítið af því og orðið frekar saddur.. ó já..
er að fara að dansa með litla frænda mínum við jólalög...
2. desember 2005
1. desember 2005
23 dagar til jóla
vá.
Fyndið hvað maður leggst stundum í svona lægðir á blogginu.. hef varla nennt að skrifa neitt hérna undanfarið, bara rétt til að segja að maður sé á lífi.. en svona er þetta.. ég held að skammdegið sé farið að segja til sín..er núna búin að vera vakandi í 2 klst og fyrst núna er orðið bjart úti!
Mamma og pabbi komu frá skotlandi á þriðjudaginn og gáfu mér bounty (fyrir smákökurnar, ó já) og Jamie Oliver's Christmas þar sem hann eldar frábæran kalkún og meðlæti,a la England. Mjöööög girnilegt og held ég að eldamennskan um áramótin fái að njóta góðst af þessu! Ég fékk líka óvænta jólagjöf frá afa mínum, en hann ákvað að styrkja okkur systur í námsfátæktinni :)
Í dag er svo fyrsti desember, jólaskrautið upp og jólalögin í botn gott fólk! Fer í vinnuna á eftir og ætla að njóta þess að geta sungið með lögunum því ég er í rólegu deildinni í kvöld og hef ekkert betra að gera en humma "svon' eru jóóóóóólin"
Fyndið hvað maður leggst stundum í svona lægðir á blogginu.. hef varla nennt að skrifa neitt hérna undanfarið, bara rétt til að segja að maður sé á lífi.. en svona er þetta.. ég held að skammdegið sé farið að segja til sín..er núna búin að vera vakandi í 2 klst og fyrst núna er orðið bjart úti!
Mamma og pabbi komu frá skotlandi á þriðjudaginn og gáfu mér bounty (fyrir smákökurnar, ó já) og Jamie Oliver's Christmas þar sem hann eldar frábæran kalkún og meðlæti,a la England. Mjöööög girnilegt og held ég að eldamennskan um áramótin fái að njóta góðst af þessu! Ég fékk líka óvænta jólagjöf frá afa mínum, en hann ákvað að styrkja okkur systur í námsfátæktinni :)
Í dag er svo fyrsti desember, jólaskrautið upp og jólalögin í botn gott fólk! Fer í vinnuna á eftir og ætla að njóta þess að geta sungið með lögunum því ég er í rólegu deildinni í kvöld og hef ekkert betra að gera en humma "svon' eru jóóóóóólin"
28. nóvember 2005
'Við vorum orðin svo stressuð yfir að koma hingað'
þetta sagði Jónsi í Sigur Rós rétt áður en tónleikunum lauk í höllinni í gær.. öö þau hefðu alveg getað sparað sér þetta stress því þetta var ÓTRÚLEGT!!!!! Ég er samt ekkert smá fegin að ég var í stúku en ekki í maurahafinu á gólfinu eins og allir 'litlu krakkarnir'.
Sviðsframkoman, öll umgjörðin í kringum tónleikana, ljósin, myndbrotin sem er varpað á tjaldið bakvið þá - allt saman small eins og flís við rass og maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann bara. Ég held ég hafi verið með gæsahúð meirihlutann af þeim 2 og hálfum tíma sem þeir voru á sviðinu og geri aðrir gott betur!
öll, öll, öll uppáhaldslögin mín fengu að hljóma um salinn -
er hægt að biðja um eitthvað betra?
Sviðsframkoman, öll umgjörðin í kringum tónleikana, ljósin, myndbrotin sem er varpað á tjaldið bakvið þá - allt saman small eins og flís við rass og maður fór í gegnum allan tilfinningaskalann bara. Ég held ég hafi verið með gæsahúð meirihlutann af þeim 2 og hálfum tíma sem þeir voru á sviðinu og geri aðrir gott betur!
öll, öll, öll uppáhaldslögin mín fengu að hljóma um salinn -
er hægt að biðja um eitthvað betra?
24. nóvember 2005
glæst endurkoma
þvílíkur snillingur sem Snjólaug Bragadóttir er!
Fyrir ykkur sem kannist ekki við nafnið, eða kannist við það en munið ekki hvaðan þá er hún snilldar rithöfundur sem átti sína gósentíð á íslenska bókamarkaðinum seint á 8. áratugnum og snemma á þeim 9. Í íslenskuáfanga í MA gerði ég heimasíðu um hana sem var enn virkur þar til fyrir örfáum mánuðum. Í dag vinnur hún sem þýðandi hjá 365 miðlum og þýðir meðal annars Nágranna, Opruh og einhverja glitz þætti á Sirkus.En nú er hún búin að toppa allt saman!
Snjólaug Braga er að endurþýða Ísfólkið!!!!
Alveg áttti ísfólkið hug minn allan á tímabili, líklega 14-15 ára og held ég að allar vinkonur mínar á þessum tíma hafi lesið ísfólkið alla vega einu sinni ef ekki oftar! Það truflaði mig alltaf rosalega hvað þær voru einmitt illa þýddar, hálfkák og stafsetningavillur í hrönnum alveg en vá vá vá!
Sjaldan eða aldrei hef ég verið jafnánægð með eina manneskju eins og hana í dag!
Til lukku Snjólaug og til lukku allir nýjir ísfólkslesendur á íslandi í dag... hehehehehehe
Fyrir ykkur sem kannist ekki við nafnið, eða kannist við það en munið ekki hvaðan þá er hún snilldar rithöfundur sem átti sína gósentíð á íslenska bókamarkaðinum seint á 8. áratugnum og snemma á þeim 9. Í íslenskuáfanga í MA gerði ég heimasíðu um hana sem var enn virkur þar til fyrir örfáum mánuðum. Í dag vinnur hún sem þýðandi hjá 365 miðlum og þýðir meðal annars Nágranna, Opruh og einhverja glitz þætti á Sirkus.En nú er hún búin að toppa allt saman!
Snjólaug Braga er að endurþýða Ísfólkið!!!!
Alveg áttti ísfólkið hug minn allan á tímabili, líklega 14-15 ára og held ég að allar vinkonur mínar á þessum tíma hafi lesið ísfólkið alla vega einu sinni ef ekki oftar! Það truflaði mig alltaf rosalega hvað þær voru einmitt illa þýddar, hálfkák og stafsetningavillur í hrönnum alveg en vá vá vá!
Sjaldan eða aldrei hef ég verið jafnánægð með eina manneskju eins og hana í dag!
Til lukku Snjólaug og til lukku allir nýjir ísfólkslesendur á íslandi í dag... hehehehehehe
21. nóvember 2005
20. nóvember 2005
Andlaus andi
ég held ég sofi of mikið. Fer snemma að sofa (fyrir miðnætti) en næ yfirleitt aldrei að drulla mér á lappir á skynsamlegum tíma.. kannski ég verði að endurskoða gardínurnar mínar - sleppa dimmunni í bili ;)
Ég er annars alveg að truflast á þessari bókmenntaritgerð.. nenni ekki að vera svona lengi að þessu en þetta er að mjakast.. mjaaaaaaakast og sé ég framá að geta kannski klárað hana í dag.. en þegar ég meina klára þá meina ég "best að láta hana liggja í nokkra daga og laga hana svo.. helling" þannig að þetta er ekkert að klárast ..
eftir 12 daga fer ég heim í laufabrauð - það er 'gulrótin' mín.. klára allt fyrir þann tíma... *andvarp*
Ég er annars alveg að truflast á þessari bókmenntaritgerð.. nenni ekki að vera svona lengi að þessu en þetta er að mjakast.. mjaaaaaaakast og sé ég framá að geta kannski klárað hana í dag.. en þegar ég meina klára þá meina ég "best að láta hana liggja í nokkra daga og laga hana svo.. helling" þannig að þetta er ekkert að klárast ..
eftir 12 daga fer ég heim í laufabrauð - það er 'gulrótin' mín.. klára allt fyrir þann tíma... *andvarp*
17. nóvember 2005
fræðimennska
ég er búin að komast að því að ég á ofsalega erfitt með að tjá mig fræðilega á íslensku. Að sjálfsögðu kenni ég enskunáminu um og því að ég bjó úti í 1 ár en come on! Er þetta ekki móðurmálið? á maður ekki að hafa þetta í genunum líka? úff bara púff!
ritgerðin mín gengur sem sagt hægt - ekki vegna þess að ég sé ekki með nóg af efni heldur vegna þess að ég er stanslaust að gagnrýna sjálfa mig ef ég næ að aula einhverju út úr mér. Held ég verði bara að sparka vel í rassinn og drífa þetta af! Beinagrindin er sjúklega flott og held að ef ég næ að fylla almennilega inní hana þá verði þessi bókmenntagreining bara ansi góð.. en eins og ég segi, tjáningin lætur standa á sér.
Er að fara í kanadíska sendiráðið á föstudaginn með hóp enskunema. hlakka geðveikt til að sjá þarna inn því þetta sendiráð var tekið í notkun árið eftir að ég var úti.. maður nær kannski að slá um sig með orðum eins og Touque, tobogganing og spjalla um Tim Horton's kaffi og Cesar's drykki, að ógleymdum Chrétien sem var mest hataði forsætisráðherra Kanada í mörg ár...
er í fríi í vinnunni um helgina og verð að sitja við skriftir meirihlutann af henni.. ætla þó að bregða mér á tískusýningu með Guðjóni og flissa með honum allan tímann..
tjus tjus frá þreyttri píu í þingholtunum
ritgerðin mín gengur sem sagt hægt - ekki vegna þess að ég sé ekki með nóg af efni heldur vegna þess að ég er stanslaust að gagnrýna sjálfa mig ef ég næ að aula einhverju út úr mér. Held ég verði bara að sparka vel í rassinn og drífa þetta af! Beinagrindin er sjúklega flott og held að ef ég næ að fylla almennilega inní hana þá verði þessi bókmenntagreining bara ansi góð.. en eins og ég segi, tjáningin lætur standa á sér.
Er að fara í kanadíska sendiráðið á föstudaginn með hóp enskunema. hlakka geðveikt til að sjá þarna inn því þetta sendiráð var tekið í notkun árið eftir að ég var úti.. maður nær kannski að slá um sig með orðum eins og Touque, tobogganing og spjalla um Tim Horton's kaffi og Cesar's drykki, að ógleymdum Chrétien sem var mest hataði forsætisráðherra Kanada í mörg ár...
er í fríi í vinnunni um helgina og verð að sitja við skriftir meirihlutann af henni.. ætla þó að bregða mér á tískusýningu með Guðjóni og flissa með honum allan tímann..
tjus tjus frá þreyttri píu í þingholtunum
14. nóvember 2005
mánudagar eru bara erfiðir
enn ein vikan að byrja og nú styttist óðum í ritgerðaskil og hefur púlsinn minn hækkar í samræmi við það. Ég veit að þetta hefst allt saman á endanum en það er bara erfitt að sjá það fyrir sér núna.. get eiginlega bara tekið einn dag fyrir í einu.. höndla ekki langtímaplön í augnablikinu.
Eftir veikindi gærdagsins (og nei, þau tengdust ekki enskupartýinu á laugardaginn) reis ég upp eins og fönix úr ösku og mætti í tíma í morgun kl. 8:15, tilbúin með heita vatnið fyrir Tetley's teið mitt... mm.. Lisa kom með tepokana og Hulda kom með mjólk þannig að það reddaði eiginlega morgninum.
er að reyna að vinna í ritgerðunum mínum samhliða.. gengur ágætlega en held að þessi vika muni hafa mest með það að segja hvort þær séu allt í lagi, eða góðar.. vera dugleg, vera dugleg.
Eftir veikindi gærdagsins (og nei, þau tengdust ekki enskupartýinu á laugardaginn) reis ég upp eins og fönix úr ösku og mætti í tíma í morgun kl. 8:15, tilbúin með heita vatnið fyrir Tetley's teið mitt... mm.. Lisa kom með tepokana og Hulda kom með mjólk þannig að það reddaði eiginlega morgninum.
er að reyna að vinna í ritgerðunum mínum samhliða.. gengur ágætlega en held að þessi vika muni hafa mest með það að segja hvort þær séu allt í lagi, eða góðar.. vera dugleg, vera dugleg.
12. nóvember 2005
'Jólaskrautið er inni á lagersvæðinu'
Þessi setning er orðin besti vinur minn eftir vinnudaginn í dag.
það var heitt og leiðinlegt í vinnunni í dag - allt of margir erfiðir viðskiptavinir sem tóku allt mikinn tíma af lífi mínu.. mun reyna að gleyma þeim öllum í kvöld.
Sá annars í hádeginu blaðið Sirkus RVK og vá hvað þetta blað hefur alveg hrunið í gæðum. Komst svo að því að síðan Mikki Torfa tók við ritstjórninni hefur það færst nánast í sama horf og hann kom DV í á sínum tíma.. frábært. Ákvað í staðinn fyrir að drepa í mér heilasellur með lestri á þessu riti að kaupa mér jólagardínur í eldhúsið.. vei vei! það verður jólalegt hérna strax fyrsta í aðventu sem myndi vera 27. nóvember. get varla beðið...
sit heima og er að græja mig fyrir enskupartý hjá Maríu Erlu og hlakka geðveikt til! Hef ekki séð suma í langan tíma, aðra sé ég nánast daglega ;) verður forvitnilegt að sjá hvernig spilast úr kvöldinu :D
það var heitt og leiðinlegt í vinnunni í dag - allt of margir erfiðir viðskiptavinir sem tóku allt mikinn tíma af lífi mínu.. mun reyna að gleyma þeim öllum í kvöld.
Sá annars í hádeginu blaðið Sirkus RVK og vá hvað þetta blað hefur alveg hrunið í gæðum. Komst svo að því að síðan Mikki Torfa tók við ritstjórninni hefur það færst nánast í sama horf og hann kom DV í á sínum tíma.. frábært. Ákvað í staðinn fyrir að drepa í mér heilasellur með lestri á þessu riti að kaupa mér jólagardínur í eldhúsið.. vei vei! það verður jólalegt hérna strax fyrsta í aðventu sem myndi vera 27. nóvember. get varla beðið...
sit heima og er að græja mig fyrir enskupartý hjá Maríu Erlu og hlakka geðveikt til! Hef ekki séð suma í langan tíma, aðra sé ég nánast daglega ;) verður forvitnilegt að sjá hvernig spilast úr kvöldinu :D
9. nóvember 2005
að spíta í lófana
já það er sko kominn tími til. Var að staðfesta flug heim til Akureyrar fyrstu helgina í desember til að komast í laufabrauð með fjölskyldunni. Sá að ég á að skila ritgerðunum mínum 2 dögum fyrr þannig að þessi ferð verður smá afslöppun áður en ég þarf að læra undir bókmenntafræðiprófið mitt 14. des :)
annars held ég að ég sé undir áhrifum af myrkrinu. Ég vakna á hverjum morgni allt of seint og sé að ég hef í móki slökkt á vekjaranum.. verð að laga þetta. Vaknaði rétt áðan við símhringingu frá mömmu, sem betur fer því ég á eftir að lesa eina grein áður en ég fer í skólann.
sé fram á erfiðar 3 vikur en þá verður maður bara að brosa, drekka kaffi og vona það besta!
annars held ég að ég sé undir áhrifum af myrkrinu. Ég vakna á hverjum morgni allt of seint og sé að ég hef í móki slökkt á vekjaranum.. verð að laga þetta. Vaknaði rétt áðan við símhringingu frá mömmu, sem betur fer því ég á eftir að lesa eina grein áður en ég fer í skólann.
sé fram á erfiðar 3 vikur en þá verður maður bara að brosa, drekka kaffi og vona það besta!
6. nóvember 2005
að borða yfir sig
ég get varla hreyft mig. augnlokin síga stanslaust niður og viðbragðshraðinn er í sögulegu lágmarki. ég var að borða kalkún :)
Matarboðið gekk eins og í sögu, kalkúnninn var fallega brúnn og safaríkur og allt meðlætið frábært.. graskersbakan rann svo ljúflega niður að ég táraðist næstum því. fullkomið. ég dauðvorkenni Ingu, Einari og Hólmari að hafa þurft að setjast upp í bíl eftir þessa stórmáltíð því við vildum öll bara leggja okkur! ég get varla bloggað meira í bili.. nenni ekki né get vaskað upp.. legg bara draslið í bleyti og bíð fram á morgun...
frábær endir á góðri helgi :D
Matarboðið gekk eins og í sögu, kalkúnninn var fallega brúnn og safaríkur og allt meðlætið frábært.. graskersbakan rann svo ljúflega niður að ég táraðist næstum því. fullkomið. ég dauðvorkenni Ingu, Einari og Hólmari að hafa þurft að setjast upp í bíl eftir þessa stórmáltíð því við vildum öll bara leggja okkur! ég get varla bloggað meira í bili.. nenni ekki né get vaskað upp.. legg bara draslið í bleyti og bíð fram á morgun...
frábær endir á góðri helgi :D
5. nóvember 2005
að færa þakkir
á morgun held ég smá matarboð fyrir vinahóp minn að norðan. ég og guðjón vorum búin að ákveða þetta fyrir ári síðan en sökum anna og peningaleysis þurftum við að fresta því sí og æ þar til að nú spörkuðum við í rassinn á hvort öðru og skelltum okkur á kalkún. já, við erum sem sagt að fara að elda þakkargjörðarmáltíð á morgun og er þetta svo tímafrekt að matseldin byrjaði í dag!
Eftir martraðaferð í hagkaup í kringlunni byrjaði ég að vippa í eina graskersböku (sem tók by the way langan tíma) og eftir að hún var í höfn þurfti ég að byrja á trönuberjasósunni sem breyttist síðan í trönuberjasultu.. því ég á ekki matvinnsluvél ;) nú er ég sveitt að undirbúa mig fyrir fertugsafmæli Berglindar (til hamingju!!) sem verður veisla aldarinnar ef marka má sögusagnir!
en boðskapur hátíðarinnar er að færa þakkir. ég er mjög þakklát fyrir þessa vini mína sem eru að koma á morgun og ég er þakklát fyrir að þrátt fyrir að langt líði á milli símtala stundum þá er alltaf auðvelt að finna þráðinn aftur þegar það loks gerist.
aðrar þakkir mínar fara meira með hugboðum og rata vonandi á rétta aðila; þakkir fyrir vináttu; þakkir fyrir að kynnast fólki aftur - og jafnvel á alveg nýjann hátt; þakkir fyrir meiri tíma; þakkir fyrir fjölskylduna; þakkir fyrir lífið...
Eftir martraðaferð í hagkaup í kringlunni byrjaði ég að vippa í eina graskersböku (sem tók by the way langan tíma) og eftir að hún var í höfn þurfti ég að byrja á trönuberjasósunni sem breyttist síðan í trönuberjasultu.. því ég á ekki matvinnsluvél ;) nú er ég sveitt að undirbúa mig fyrir fertugsafmæli Berglindar (til hamingju!!) sem verður veisla aldarinnar ef marka má sögusagnir!
en boðskapur hátíðarinnar er að færa þakkir. ég er mjög þakklát fyrir þessa vini mína sem eru að koma á morgun og ég er þakklát fyrir að þrátt fyrir að langt líði á milli símtala stundum þá er alltaf auðvelt að finna þráðinn aftur þegar það loks gerist.
aðrar þakkir mínar fara meira með hugboðum og rata vonandi á rétta aðila; þakkir fyrir vináttu; þakkir fyrir að kynnast fólki aftur - og jafnvel á alveg nýjann hátt; þakkir fyrir meiri tíma; þakkir fyrir fjölskylduna; þakkir fyrir lífið...
3. nóvember 2005
bilun
held ég sé eitthvað klikkuð. verð alla vega fyrir allt of miklum áhrifum af sjónvarpinu!
Sat áðan og var að horfa á King of Queens með öðru auganu.. sá að þau réðu svona húshjálp sem átti að þrífa og þvo þvott og svona.. hjálpa til sem sagt. áður en ég vissi af var ég staðin upp og farin hálf inn í eldhússkápinn minn til að finna jólaköku dúnkana mína. af hverju, heyri ég ykkur spyrja. jú, af því að húshjálpin hafði þrifið kökukrúsina þeirra og sett Oreo kexið hans Doug ofan í hana. oooooookeeyyy.... klukkutíma og mjöööög hreinu eldhúsi seinna fattaði ég að eitt leiddi af öðru og ég var farin að skrúbba skápana, eldavélina og bökunarofninn...
held ég verði að róa mig aðeins.. leggja frá mér tuskuna...
Sat áðan og var að horfa á King of Queens með öðru auganu.. sá að þau réðu svona húshjálp sem átti að þrífa og þvo þvott og svona.. hjálpa til sem sagt. áður en ég vissi af var ég staðin upp og farin hálf inn í eldhússkápinn minn til að finna jólaköku dúnkana mína. af hverju, heyri ég ykkur spyrja. jú, af því að húshjálpin hafði þrifið kökukrúsina þeirra og sett Oreo kexið hans Doug ofan í hana. oooooookeeyyy.... klukkutíma og mjöööög hreinu eldhúsi seinna fattaði ég að eitt leiddi af öðru og ég var farin að skrúbba skápana, eldavélina og bökunarofninn...
held ég verði að róa mig aðeins.. leggja frá mér tuskuna...
2. nóvember 2005
nóvember
nú fer pressan virkilega að leggjast á mann eins og mara. Þarf að skila ritgerðum í lok mánaðarins og undirbúa þetta eina próf sem ég ferí 14. desember ásamt því að vinna eins mikið og hægt er til að safna smá aukapening! Það er eins og árstíðaskiptin séu loksins skollin á, veturinn er alveg pottþétt tekinn við af haustinu og sannast það á vetrarhríðinni sem skall á okkur á föstudaginn. Oftast fylgir svona nett lægð með aukinni dimmu, auknu verkefnaálagi og þreytu vegna of mikillar vinnu en í ár ætla ég að reyna að bægja þessu frá mér.
Held að það sé betra að sjá fallegu hliðina á þessum hlutum frekar en sorglegu. Af hverju ekki að hlusta á tónlist sem er svo falleg að stundum verður hún sorgleg? eða verður hún kannski ekkert sorgleg heldur vekur hún það í manni á hverjum tíma sem er manni efst í huga? hef mikið pælt í þessu undanfarið...
er að reyna að skrifa söngleikjaritgerðina mína - það gengur, það gengur..
Held að það sé betra að sjá fallegu hliðina á þessum hlutum frekar en sorglegu. Af hverju ekki að hlusta á tónlist sem er svo falleg að stundum verður hún sorgleg? eða verður hún kannski ekkert sorgleg heldur vekur hún það í manni á hverjum tíma sem er manni efst í huga? hef mikið pælt í þessu undanfarið...
er að reyna að skrifa söngleikjaritgerðina mína - það gengur, það gengur..
31. október 2005
löng helgi
já þetta var ansi löng og þreytandi helgi þannig að ég sleppti öllu bloggi sökum andleysi og þreytu o.s.frv.En nú er kominn mánudagur þannig að ég get skrifað um allt sem gerðist (eða ekki) um helgina, jei!
Hæst ber að sjálfsögðu Hrekkjavökupartý enskudeildarinnar á föstudagskvöldið. Hverjum datt í hug að hafa fyrsta vetrarveðrið akkúrat á þessum tíma? Ég og Lisa fórum sem sexy sixties chicks og ákváðum að gera okkur klárar heima hjá Lisu í Hafnarfirði (eins nálægt Álverinu í Straumsvík og þú kemst!) og það tók okkur bara klukkutíma að keyra þangað út af veðrinu! keyrðum fram hjá tveimur árekstrum (einn bíll valt á hliðina og einn fór upp á umferðareyju og var fastur í girðingunni) þannig að við keyrðum extra varlega! Eins og sjá má á myndasíðunni minni var stuð að setja á sig augnmálingu dauðans (augun á mér eru ennþá að jafna sig) og græja hárið var ekkert mál fyrir mig en aðeins meira mál hjá Lisu þar sem hárið hennar neitar að vera öðruvísi en slétt! Eftir klukkutíma akstur aftur niður í bæ var tjúttað til miðnættis en þá þurftum við að fara heim. Geðeikt kvöld með flottum búningum og skemmtilegum magadansi líka!
Laugardagurinn byrjaði svo ansi illa, var svo þreytt eftir partýið að ég sofnaði næstum því í strætó á leiðinni í vinnuna. Ég tók að mér að fylla á smávöruna áður en búðin opnaði og var því samtals í 18 klukkutíma í gímaldinu bláa og gula.. aðeins og mikið IKEA á einni helgi. Náði nú einhvern veginn að lifa daginn af á 4 klst. af svefni en lognaðist svo út af yfir miðri Royal Tenenbaums ... æ æ .. Gærdagurinn var nokkurn veginn eins, vinna, heim, borða, sofa. Og þess vegna var ég ekkert búin að blogga því í fyrsta lagi var ég þreytt og í öðru lagi var í raun lítið að blogga um!
Er reyndar búin að vera að kíkja á framboð bíómynda á Skjánum (adsl sjónvarpið mitt) og sá að ég get horft á Goonies fyrir 250 kall!! (hehe Íris, good times :)held maður verði nú samt að passa sig - ekki missa sig í myndirnar bara því manni leiðist!
það er eitthvað í gangi í bakgarðinum okkar. síðustu daga hefur ómur loftbors hljómað um hverfið og nú er þannig komið að við finnum fyrir hristingnum þegar þeir eru að brjóta upp bergið hérna niðri.. held þeir séu samt í pásu núna.. það er ótrúleg þögn í augnablikinu...
Hæst ber að sjálfsögðu Hrekkjavökupartý enskudeildarinnar á föstudagskvöldið. Hverjum datt í hug að hafa fyrsta vetrarveðrið akkúrat á þessum tíma? Ég og Lisa fórum sem sexy sixties chicks og ákváðum að gera okkur klárar heima hjá Lisu í Hafnarfirði (eins nálægt Álverinu í Straumsvík og þú kemst!) og það tók okkur bara klukkutíma að keyra þangað út af veðrinu! keyrðum fram hjá tveimur árekstrum (einn bíll valt á hliðina og einn fór upp á umferðareyju og var fastur í girðingunni) þannig að við keyrðum extra varlega! Eins og sjá má á myndasíðunni minni var stuð að setja á sig augnmálingu dauðans (augun á mér eru ennþá að jafna sig) og græja hárið var ekkert mál fyrir mig en aðeins meira mál hjá Lisu þar sem hárið hennar neitar að vera öðruvísi en slétt! Eftir klukkutíma akstur aftur niður í bæ var tjúttað til miðnættis en þá þurftum við að fara heim. Geðeikt kvöld með flottum búningum og skemmtilegum magadansi líka!
Laugardagurinn byrjaði svo ansi illa, var svo þreytt eftir partýið að ég sofnaði næstum því í strætó á leiðinni í vinnuna. Ég tók að mér að fylla á smávöruna áður en búðin opnaði og var því samtals í 18 klukkutíma í gímaldinu bláa og gula.. aðeins og mikið IKEA á einni helgi. Náði nú einhvern veginn að lifa daginn af á 4 klst. af svefni en lognaðist svo út af yfir miðri Royal Tenenbaums ... æ æ .. Gærdagurinn var nokkurn veginn eins, vinna, heim, borða, sofa. Og þess vegna var ég ekkert búin að blogga því í fyrsta lagi var ég þreytt og í öðru lagi var í raun lítið að blogga um!
Er reyndar búin að vera að kíkja á framboð bíómynda á Skjánum (adsl sjónvarpið mitt) og sá að ég get horft á Goonies fyrir 250 kall!! (hehe Íris, good times :)held maður verði nú samt að passa sig - ekki missa sig í myndirnar bara því manni leiðist!
það er eitthvað í gangi í bakgarðinum okkar. síðustu daga hefur ómur loftbors hljómað um hverfið og nú er þannig komið að við finnum fyrir hristingnum þegar þeir eru að brjóta upp bergið hérna niðri.. held þeir séu samt í pásu núna.. það er ótrúleg þögn í augnablikinu...
28. október 2005
Hrekkjavaka
Eftir ótrúlega langan vinnudag í gær er ég loksins vöknuð og nokkurn veginn komin á fætur.. Stóð í barnadeildinni í gær og það var hreint ekki eins slæmt og maður var búin að heyra.. reyndar er víst mest að gera um helgar en börnin voru alveg hreint krúttleg.
Í dag er svo bíó í skólanum kl 11 og svo halloween partý hjá enskudeildinni á laugarveginum.. ef þið sjáið skrýtið fólk á vappi nálægt hlemmi þá eru það sem sagt enskunemar...
horfi út um gluggann og það er snjókoma og fok og leiðindi.. held ég taki strætó í skólann í dag
Í dag er svo bíó í skólanum kl 11 og svo halloween partý hjá enskudeildinni á laugarveginum.. ef þið sjáið skrýtið fólk á vappi nálægt hlemmi þá eru það sem sagt enskunemar...
horfi út um gluggann og það er snjókoma og fok og leiðindi.. held ég taki strætó í skólann í dag
26. október 2005
ritgerðir
ok,
er sem sagt komin niður úr gleðivímunni frá því á mánudaginn og komin aftur á jörðina :)Helst í fréttum er að ég er búin að fá samþykki fyrir ritgerðarefninu mínu í Hollywood Söngleikjum, hvernig stéttarskipting birtist í nokkrum vel völdum söngleikjum (jei!) þannig að nú á ég bara eftir að fá samþykkt efnið í bókmenntafræði.. fer í það í dag og vona að ég fái það samþykkt.. veit ekki alveg hvað ég geri annars í þessari blessuðu ritgerð...
jólin halda áfram að streyma í IKEA, meiri skreytingar á hverjum degi finnst mér og runan af fólki heldur áfram að lalla framhjá borðunum okkar og beint í skrautið.. voða lítið að gera líka undir mánaðarmótin en þá er líka bara meiri tími til að slúðra, heyra nýjustu vinnusögurnar og fleira og fleira..
Halloween partý eftir 2 daga, Lisa er á leiðinni til mín með búningahugmyndir.. hlakka til hlakka til hlakka til
p.s. Allar góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að fá nýtt brjóst!! vei vei! Til hamingju með Betty!! ;)
er sem sagt komin niður úr gleðivímunni frá því á mánudaginn og komin aftur á jörðina :)Helst í fréttum er að ég er búin að fá samþykki fyrir ritgerðarefninu mínu í Hollywood Söngleikjum, hvernig stéttarskipting birtist í nokkrum vel völdum söngleikjum (jei!) þannig að nú á ég bara eftir að fá samþykkt efnið í bókmenntafræði.. fer í það í dag og vona að ég fái það samþykkt.. veit ekki alveg hvað ég geri annars í þessari blessuðu ritgerð...
jólin halda áfram að streyma í IKEA, meiri skreytingar á hverjum degi finnst mér og runan af fólki heldur áfram að lalla framhjá borðunum okkar og beint í skrautið.. voða lítið að gera líka undir mánaðarmótin en þá er líka bara meiri tími til að slúðra, heyra nýjustu vinnusögurnar og fleira og fleira..
Halloween partý eftir 2 daga, Lisa er á leiðinni til mín með búningahugmyndir.. hlakka til hlakka til hlakka til
p.s. Allar góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að fá nýtt brjóst!! vei vei! Til hamingju með Betty!! ;)
24. október 2005
klapp klapp klapp
Ég held ég hafi sjaldan eða aldrei verið eins stolt af íslendingum eins og í dag. Í heilt ár hef ég fyllst vonleysi í hvert sinn sem samstaða er sýnd í verki annars staðar í heiminum - ekki vegna þess að samstaða sé slæm heldur vegna þess að íslendingar eru ekki mikið fyrir að hópast saman og virkilega sýna mátt sinn. En í dag varð breyting á.
Þar sem ég stóð upp á skólavörðuholti með vinkonum og systur minni fékk ég gæsahúð og hjartað mitt tók aukakippi annað slagið því ég var svo glöð yfir því hvað hægt er að gera ef fólk leggst bara á eitt og er ekki með leiðindi eða vesen. Ég veit að þetta var bara einn dagur en þvílíkur dagur.
ég er stolt af því að vera íslensk kona.
Þar sem ég stóð upp á skólavörðuholti með vinkonum og systur minni fékk ég gæsahúð og hjartað mitt tók aukakippi annað slagið því ég var svo glöð yfir því hvað hægt er að gera ef fólk leggst bara á eitt og er ekki með leiðindi eða vesen. Ég veit að þetta var bara einn dagur en þvílíkur dagur.
ég er stolt af því að vera íslensk kona.
22. október 2005
London myndir
ég var nú ekkert sérlega duglega að taka myndir en þær sem ég tók er ég nú búin að setja inn á FOTKI vefinn minn þannig að þið getið kíkt á þetta. Eva systir tók nú eitthvað meira af myndum og þið getið kíkt á hennar síðu líka ;)
er að læra í bókmenntafræðinni, fer í dinner klukkan sjö þannig að ég hef enn nokkra klukkutíma..
later...
er að læra í bókmenntafræðinni, fer í dinner klukkan sjö þannig að ég hef enn nokkra klukkutíma..
later...
21. október 2005
útilyktin af hárinu þínu
sit í skólanum.. nennti ekki að horfa á Band Wagon og ákvað í staðinn að vera fullorðin og vinna smá rannsóknarvinnu í tengslum við ritgerðirnar mínar.. ekki seinna vænna held ég ;)
Fór í nýju úlpunni minni og nýju skónum í bónus áðan - komst að því að úlpan er mjög hlý og nýju skórnir eru rosalega nýjir = blaðra á vinstri hælnum. Annars held ég að ég sé búin að máta öll fötin mín aftur.. svei mér þá ef þau eru ekki bara fabulous ;)
Ágætis helgi framundan, hitti Christine á kaffihúsi í kvöld og eflaust Lisu seinna í kvöld; á laugardaginn er svo árshátíð Lyfja og Heilsu og er mér boðið í dýrindis mat og tilheyrandi á hótel Sögu og líka afmælispartý hjá Ólöfu sem vinnur með mér í Íkjea og á sunnudaginn ætlum við að hafa góðan sunday dinner og eld Bayonnes skinku með tilheyrandi gúmmelaði :)er sem sagt ekki að vinna og ætti því að geta byrjað á ritgerðunum - alla vega beinagrindunum..
já og María Erla, fólkið fyrir framan mig í flugvélinni var svo ömurlega leiðinlegt að til að forðast að verða jafn leiðinleg og þau hlustaði ég á 'Takk' plötuna með Sigur Rós aftur og aftur og kann hana núna frá byrjun til enda, :)
góða helgi!
Fór í nýju úlpunni minni og nýju skónum í bónus áðan - komst að því að úlpan er mjög hlý og nýju skórnir eru rosalega nýjir = blaðra á vinstri hælnum. Annars held ég að ég sé búin að máta öll fötin mín aftur.. svei mér þá ef þau eru ekki bara fabulous ;)
Ágætis helgi framundan, hitti Christine á kaffihúsi í kvöld og eflaust Lisu seinna í kvöld; á laugardaginn er svo árshátíð Lyfja og Heilsu og er mér boðið í dýrindis mat og tilheyrandi á hótel Sögu og líka afmælispartý hjá Ólöfu sem vinnur með mér í Íkjea og á sunnudaginn ætlum við að hafa góðan sunday dinner og eld Bayonnes skinku með tilheyrandi gúmmelaði :)er sem sagt ekki að vinna og ætti því að geta byrjað á ritgerðunum - alla vega beinagrindunum..
já og María Erla, fólkið fyrir framan mig í flugvélinni var svo ömurlega leiðinlegt að til að forðast að verða jafn leiðinleg og þau hlustaði ég á 'Takk' plötuna með Sigur Rós aftur og aftur og kann hana núna frá byrjun til enda, :)
góða helgi!
20. október 2005
Le ferðasaga
Jæja.. var ég ekki búin að lofa sögu hérna á blogginu?
Á laugardaginn flaug ég sem sagt út til London. Ég lenti fyrir aftan svona líka skemmtilegt fólk þannig að ég sat með geislaspilarann minn allan tímann og er þekki nú ‘Takk’ alveg fram og tilbaka. Eftir að hafa dröslað töskunni niður í kjallara á flugvellinum náði ég Stanstead express lestinni og tók litla systir mín á móti mér á Liverpool Street station. Þaðan áttum við svo eftir 25 mín í lest að hótelinu okkar og það var ekki kalt úti!!
Klukkan var orðin svo rosalega margt að við tókum því bara extra rólega, fengum okkur að borða og löbbuðum aðeins um Bayswater og svona..
Sunnudagurinn var æðislegur! Eftir rólegan morgun þar sem við gengum um hverfið okkar hentumst við í lest til að fara og borða á Fifteen. Því miður lá svarta línan (norhtern) niðri þann daginn því kallarnir voru í verkfalli. Þeim fannst ekki nóg að fá rúmar 3 milljónir á ári fyrir að sitja fremst og ýta á start og stopp. En jæja.. við náðum nú að hitta Grétar Stein og Mörtu kærustu hans og skunduðum upp að veitingastaðnum – sem við misstum næstum því af því hann er falinn í lítilli götu sem telst vart meira en húsasund!! Við fengum frábær sæti, sáum inn í eldhúsið og alla litlu kokkana og fengum líka æðislegan mat (og við fengum að eiga matseðlana ;) Við komumst líka að því að Jamie á ekki veitingastaðinn lengur heldur á hann bara hugmyndina og kemur því sjaldan inn á staðinn bú hú.. hheeh Eftir matinn ætluðum við í Camden en vegna verkfalls kallanna var það orðið svo flókið að við fórum bara í staðinn á High Street Kensington þar sem veskið var tekið upp í ansi oft! Plönuðum svo næsta dag og horfðum á Spider man í sjónvarpinu
Mánudagurinn var án efa erfiðasti dagur sem ég hef upplifað lengi! Við fórum strax á Oxfrod Street um 10 um morguninn og vorum þar til 6 um kvöldið! Við löbbuðum búð úr búð og versluðum fyrir ansi mikinn pening en vorum sjúklega sáttar þegar við vorum búnar að þessu. Fórum svo á Leicester square til að fá okkur að borða með Grétari Steini og sáum næstum því Tim Burton og Johnny Depp því það var frumsýning á Corpse Bride.. Burton var nýlabbaður framhjá og eftir 20 mín bið þegar Deppinn var ekki búinn að láta sjá sig löbbuðum við í burtu.. Já, maður þarf að vera ansi þreyttur og svangur til þess að labba frá stórstjörnu skal ég segja ykkur ;) Fengum frábæran mat á T.G.I. Fridays þar sem ástralskur þjónn reyndi að heilla okkur upp úr skónum (enda fékk hann ágætis tip frá okkur) og fórum svo snemma að sofa enda uppgefnar.
Þriðjudagurinn var svo síðasti dagurinn í Lundúnum að sinni. Vöknuðum tíu mínútur í 9 við brunabjölluna á hótelinu en það reyndist víst bara hrekkur.. þar sem við vorum vaknaðar ákváðum við samt að skella okkur í Whiteleys, lítið moll hjá hótelinu og kaupa síðustu gjafirnar . Þar hittum við mann frá Suður Afríku sem sagðist hafa hitt íslending í apóteki einhvern tímann og komist að því að þeir töldu eins upp að 10.. asninn ég lét hann ekki telja fyrir mig.. verð víst bara að trúa honum :)
Við eyddum svo deginum í að skoma Westminster Abbey með ágætri söguleiðsögn frá Grétari og er ég nú fróðari um alla Hinrikana og Ríkharðana og Ellu drottningarnar sem eru grafnar þarna og ég held ég hafi frætt hann aðeins um nokkra rithöfundana í Poets Corner.. sweet.
Við ætluðum svo í London eye en hryllti við að eyða restinni af deginum í biðraðir. Fengum okkur vöfflu og göngutúr um svæðið í staðinn. Áttum svo alltaf eftir að græja Tax Free frá H&M þannig að við brunuð á Tottenham Court Road og fundum næstu búð sem græjaði það fyrir okkur og hlupum svo nánast í næstu lest því við áttum að sjálfsögðu eftir að ná í töskurnar og koma okkur í Stanstead lestina! Náðum á síðustu stundum og allt eftir það er eiginlega í þoku. Náðum að hálfsofa alla leiðina heim þar sem beið okkar sjúklega þykk þoka.
Í raun var frekar heitt allan tímann sem við vorum þarna, ringdi bara á nóttunni en við spókuðum okkur í sól og blíðu inn á milli búða ;) Er nú samt ótrúlega fegin að vera komin heim – Ég náði í raun bara að vaka í 8 klst. í gær því ég var svo þreytt og illt í líkamanum og með sjúklegan hausverk... en ´núna, eftir ansi mikinn svefn er ég til í slaginn, búin að kaupa miða á Sigur Rósar tónleikana, (rétt náði miða í stúku) og ætla að klæða mig í eitthvað af þessum nýju fötum!!
Túdelú öll sömul
Á laugardaginn flaug ég sem sagt út til London. Ég lenti fyrir aftan svona líka skemmtilegt fólk þannig að ég sat með geislaspilarann minn allan tímann og er þekki nú ‘Takk’ alveg fram og tilbaka. Eftir að hafa dröslað töskunni niður í kjallara á flugvellinum náði ég Stanstead express lestinni og tók litla systir mín á móti mér á Liverpool Street station. Þaðan áttum við svo eftir 25 mín í lest að hótelinu okkar og það var ekki kalt úti!!
Klukkan var orðin svo rosalega margt að við tókum því bara extra rólega, fengum okkur að borða og löbbuðum aðeins um Bayswater og svona..
Sunnudagurinn var æðislegur! Eftir rólegan morgun þar sem við gengum um hverfið okkar hentumst við í lest til að fara og borða á Fifteen. Því miður lá svarta línan (norhtern) niðri þann daginn því kallarnir voru í verkfalli. Þeim fannst ekki nóg að fá rúmar 3 milljónir á ári fyrir að sitja fremst og ýta á start og stopp. En jæja.. við náðum nú að hitta Grétar Stein og Mörtu kærustu hans og skunduðum upp að veitingastaðnum – sem við misstum næstum því af því hann er falinn í lítilli götu sem telst vart meira en húsasund!! Við fengum frábær sæti, sáum inn í eldhúsið og alla litlu kokkana og fengum líka æðislegan mat (og við fengum að eiga matseðlana ;) Við komumst líka að því að Jamie á ekki veitingastaðinn lengur heldur á hann bara hugmyndina og kemur því sjaldan inn á staðinn bú hú.. hheeh Eftir matinn ætluðum við í Camden en vegna verkfalls kallanna var það orðið svo flókið að við fórum bara í staðinn á High Street Kensington þar sem veskið var tekið upp í ansi oft! Plönuðum svo næsta dag og horfðum á Spider man í sjónvarpinu
Mánudagurinn var án efa erfiðasti dagur sem ég hef upplifað lengi! Við fórum strax á Oxfrod Street um 10 um morguninn og vorum þar til 6 um kvöldið! Við löbbuðum búð úr búð og versluðum fyrir ansi mikinn pening en vorum sjúklega sáttar þegar við vorum búnar að þessu. Fórum svo á Leicester square til að fá okkur að borða með Grétari Steini og sáum næstum því Tim Burton og Johnny Depp því það var frumsýning á Corpse Bride.. Burton var nýlabbaður framhjá og eftir 20 mín bið þegar Deppinn var ekki búinn að láta sjá sig löbbuðum við í burtu.. Já, maður þarf að vera ansi þreyttur og svangur til þess að labba frá stórstjörnu skal ég segja ykkur ;) Fengum frábæran mat á T.G.I. Fridays þar sem ástralskur þjónn reyndi að heilla okkur upp úr skónum (enda fékk hann ágætis tip frá okkur) og fórum svo snemma að sofa enda uppgefnar.
Þriðjudagurinn var svo síðasti dagurinn í Lundúnum að sinni. Vöknuðum tíu mínútur í 9 við brunabjölluna á hótelinu en það reyndist víst bara hrekkur.. þar sem við vorum vaknaðar ákváðum við samt að skella okkur í Whiteleys, lítið moll hjá hótelinu og kaupa síðustu gjafirnar . Þar hittum við mann frá Suður Afríku sem sagðist hafa hitt íslending í apóteki einhvern tímann og komist að því að þeir töldu eins upp að 10.. asninn ég lét hann ekki telja fyrir mig.. verð víst bara að trúa honum :)
Við eyddum svo deginum í að skoma Westminster Abbey með ágætri söguleiðsögn frá Grétari og er ég nú fróðari um alla Hinrikana og Ríkharðana og Ellu drottningarnar sem eru grafnar þarna og ég held ég hafi frætt hann aðeins um nokkra rithöfundana í Poets Corner.. sweet.
Við ætluðum svo í London eye en hryllti við að eyða restinni af deginum í biðraðir. Fengum okkur vöfflu og göngutúr um svæðið í staðinn. Áttum svo alltaf eftir að græja Tax Free frá H&M þannig að við brunuð á Tottenham Court Road og fundum næstu búð sem græjaði það fyrir okkur og hlupum svo nánast í næstu lest því við áttum að sjálfsögðu eftir að ná í töskurnar og koma okkur í Stanstead lestina! Náðum á síðustu stundum og allt eftir það er eiginlega í þoku. Náðum að hálfsofa alla leiðina heim þar sem beið okkar sjúklega þykk þoka.
Í raun var frekar heitt allan tímann sem við vorum þarna, ringdi bara á nóttunni en við spókuðum okkur í sól og blíðu inn á milli búða ;) Er nú samt ótrúlega fegin að vera komin heim – Ég náði í raun bara að vaka í 8 klst. í gær því ég var svo þreytt og illt í líkamanum og með sjúklegan hausverk... en ´núna, eftir ansi mikinn svefn er ég til í slaginn, búin að kaupa miða á Sigur Rósar tónleikana, (rétt náði miða í stúku) og ætla að klæða mig í eitthvað af þessum nýju fötum!!
Túdelú öll sömul
19. október 2005
heil á húfi
komin heim, heil á höldnu ...eða eitthvað :) of þreytt til að hugsa, hvað þá deila sögum.. lofa betrun á morgun..eða eftir.. það er víst kominn nýr dagur...
15. október 2005
Í augnablikinu gæti verið slökkt á farsímanum
er að ganga frá síðustu hlutunum, London awaits.
sjáumst!
sjáumst!
14. október 2005
taugaspenna
úff.. ok.. Eva systir er komin út og ég er að verða spenntari með hverju augnablikinu sem líður! veit varla hvað ég á af mér að gera þangað til eitt á morgun!!!
Fór nú í hollywood musicals í dag og horfði á Singin' in the Rain sem kom mér alveg skemmtilega á óvart. Mikið rosalega var Gene Kelly myndarlegur maður - fékk alveg hroll bara. *hrollur* ahh já.. fór svo í kaffi með Írisi Helgu vinkonu og endaði á borgarbókasafninu þar sem ég nældi mér loksin í Óskar og Bleikklædda konan og Milarepa ásamt 2 litlum bókum um London sem ég hyggst glugga í í flugvélinni :) Fór líka í bankann og náði í smá gjaldeyri- svona í lestina og þess háttar smotterí ;)
Var að ljúka við síðusta þáttinn í syrpu 2 af OC og horfði svo gott betur á fyrstu 4 þættina í syrpu 3!! ó já, talandi um að vera sjónvarpsfíkill :D
er að klára að pakka niður.. held ég verði að hoppa aðeins með íþróttaálfinum til að ná mér niður,
áfram latibær!
Fór nú í hollywood musicals í dag og horfði á Singin' in the Rain sem kom mér alveg skemmtilega á óvart. Mikið rosalega var Gene Kelly myndarlegur maður - fékk alveg hroll bara. *hrollur* ahh já.. fór svo í kaffi með Írisi Helgu vinkonu og endaði á borgarbókasafninu þar sem ég nældi mér loksin í Óskar og Bleikklædda konan og Milarepa ásamt 2 litlum bókum um London sem ég hyggst glugga í í flugvélinni :) Fór líka í bankann og náði í smá gjaldeyri- svona í lestina og þess háttar smotterí ;)
Var að ljúka við síðusta þáttinn í syrpu 2 af OC og horfði svo gott betur á fyrstu 4 þættina í syrpu 3!! ó já, talandi um að vera sjónvarpsfíkill :D
er að klára að pakka niður.. held ég verði að hoppa aðeins með íþróttaálfinum til að ná mér niður,
áfram latibær!
13. október 2005
Hi, this is Jamie...
skemmtilegar fréttir í tengslum við london,
náði að bóka borð fyrir okkur í lunch á Fifteen á sunnudaginn (jei!) og eftir það liggur leið okkar í Camden þar sem veskið verður örugglega tekið upp einu sinni eða tvisvar ;)
fékk líka góðar fréttir frá lækninum mínum- það er ekkert að mér, alla vega ekkert sem hann sér þannig að ég er sem sagt hress.. sem fress..
er á leiðinni í vinnuna, í jólaskrautið og geislabauginn yfir stöðinni minni - fer ósjálfrátt að humma jólalög.. hmm hmm hmm, hmm hmm hmm, hmm hmmm hmmmmmmm hm hmmmmmmmmmm...
náði að bóka borð fyrir okkur í lunch á Fifteen á sunnudaginn (jei!) og eftir það liggur leið okkar í Camden þar sem veskið verður örugglega tekið upp einu sinni eða tvisvar ;)
fékk líka góðar fréttir frá lækninum mínum- það er ekkert að mér, alla vega ekkert sem hann sér þannig að ég er sem sagt hress.. sem fress..
er á leiðinni í vinnuna, í jólaskrautið og geislabauginn yfir stöðinni minni - fer ósjálfrátt að humma jólalög.. hmm hmm hmm, hmm hmm hmm, hmm hmmm hmmmmmmm hm hmmmmmmmmmm...
12. október 2005
..... and back again
komin aftur í borg óttans með hálsbólgu og tilheyrandi vanlíðan. nældi mér í skemmtileg veikindi heima á akureyri en maður verður bara að hrista þetta af sér og horfa fram á við, nánar tiltekið á laugardaginn!!!
já það styttist óðum í Lundúna ferðalag okkar Evu og það er erfitt að sjá hvor okkar er spenntari! ætla að kíkja á ferðatösku hjá henni í kvöld því ég er alveg sannfærð um að mín er allt of lítil fyrir þessa reisu...
hef komist að því að síðan ég byrjaði að vinna hjá núverandi vinnuveitanda mínum hef ég lent í mörgum umræðum og lagerstöðu og lagerkerfi fyrirtækisins og hvers vegna hlutirnir séu aldrei til. þetta er stundum fyndið en stundum er það hreinlega þreytandi að þurfa að miðla upplýsingum sem fyrirtækið sjálft ætti í raun að vera að gera. en svona er þetta.
sit á náttsloppnum fyrir framan skjáinn, með netlute og vona að mér batni.. nenni ekki að vera lasin...
já það styttist óðum í Lundúna ferðalag okkar Evu og það er erfitt að sjá hvor okkar er spenntari! ætla að kíkja á ferðatösku hjá henni í kvöld því ég er alveg sannfærð um að mín er allt of lítil fyrir þessa reisu...
hef komist að því að síðan ég byrjaði að vinna hjá núverandi vinnuveitanda mínum hef ég lent í mörgum umræðum og lagerstöðu og lagerkerfi fyrirtækisins og hvers vegna hlutirnir séu aldrei til. þetta er stundum fyndið en stundum er það hreinlega þreytandi að þurfa að miðla upplýsingum sem fyrirtækið sjálft ætti í raun að vera að gera. en svona er þetta.
sit á náttsloppnum fyrir framan skjáinn, með netlute og vona að mér batni.. nenni ekki að vera lasin...
10. október 2005
sum sum
kannski kominn tími á öppdeit?
Kom heim á fimmtudaginn í rigningu, internetleysi og hafði gleymt skólabókunum - en samt gott að koma heim :) Þrátt fyrir snjókomu undanfarna daga hef ég náð að tjútta með Önnu Möggu minni, föndra eitt piparkökuhús úr efni (mjööög flott), passa Ágúst Óla, séð systur mína flytja í nýtt hús og náð mér í hálsbólgu! og ég á eftir að vera hérna í heilan dag í viðbót - excellent work ;)
Fór svo til læknis í morgun (þess vegna er ég vakandi svona snemma) til að tékka á blóðinu mínu og svona.. vona að þetta sé bara ímyndun í mér og það sé ekkert að mér nema léleg blóðrás og ekki nægur svefn.
Ætla að eyða deginum í meira föndur, svefn og almenna afslöppun svo ég eigi nú einhverja orku eftir þegar ég fer til London næstu helgi :D
Kom heim á fimmtudaginn í rigningu, internetleysi og hafði gleymt skólabókunum - en samt gott að koma heim :) Þrátt fyrir snjókomu undanfarna daga hef ég náð að tjútta með Önnu Möggu minni, föndra eitt piparkökuhús úr efni (mjööög flott), passa Ágúst Óla, séð systur mína flytja í nýtt hús og náð mér í hálsbólgu! og ég á eftir að vera hérna í heilan dag í viðbót - excellent work ;)
Fór svo til læknis í morgun (þess vegna er ég vakandi svona snemma) til að tékka á blóðinu mínu og svona.. vona að þetta sé bara ímyndun í mér og það sé ekkert að mér nema léleg blóðrás og ekki nægur svefn.
Ætla að eyða deginum í meira föndur, svefn og almenna afslöppun svo ég eigi nú einhverja orku eftir þegar ég fer til London næstu helgi :D
6. október 2005
5. október 2005
af flensu-einkennum og hetjum
er með væg einkenni flensunnar eftir sprautuna í gær og lá í hálfgerðu móki í hollywood söngleikjum í dag.. endaði með því að fá frí í vinnunni þar sem ég sá ekki fram á að vera nægilega hress til þess að standa þar í 4 klukkutíma og brosa...
keypti Vikuna áðan því hún María mín var í viðtali ásamt fleiri ungum konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Margt af því sem kom fram í greininni vissi ég fyrir en áttaði mig samt á því hversu ótrúlega sterk hún er og hversu stolt ég er af því að vera vinkona hennar. hlakka til að faðma hana þegar hún kemur heim frá Japan :)
hef verið að hlusta á Push the Button með Chemical Brothers undanfarna daga.. ekki frá því að hann sé með betri diskum sem ég hef heyrt lengi - þ.e. af þess háttar tónlist.. ekki spillir fyrir þegar lögin hafa aukna merkingu út af skondnum atriðum í þáttum (í einum O.C er snilldar atriði með laginu Marvo Ging) eða frábærum myndböndum (Galvanize).. En þegar tónist vekur upp með manni orku sem maður hélt að maður ætti ekki til - priceless
ætla að leggjast í bólið og vona að hitinn og skjálftinn hverfi..
keypti Vikuna áðan því hún María mín var í viðtali ásamt fleiri ungum konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Margt af því sem kom fram í greininni vissi ég fyrir en áttaði mig samt á því hversu ótrúlega sterk hún er og hversu stolt ég er af því að vera vinkona hennar. hlakka til að faðma hana þegar hún kemur heim frá Japan :)
hef verið að hlusta á Push the Button með Chemical Brothers undanfarna daga.. ekki frá því að hann sé með betri diskum sem ég hef heyrt lengi - þ.e. af þess háttar tónlist.. ekki spillir fyrir þegar lögin hafa aukna merkingu út af skondnum atriðum í þáttum (í einum O.C er snilldar atriði með laginu Marvo Ging) eða frábærum myndböndum (Galvanize).. En þegar tónist vekur upp með manni orku sem maður hélt að maður ætti ekki til - priceless
ætla að leggjast í bólið og vona að hitinn og skjálftinn hverfi..
needle in the hay
fékk flensusprautu í dag í apótekinu. ákvað að nýta mér þetta þar sem konan mætti hreinlega á svæðið með pakka af bóluefni og bauð okkur starfsfólkinu upp á smá nálastungu. fann til í vinstri hendinni í allan dag og er rétt núna búin að losna við bólguna og roðan sem var í kringum stunguna.
þreytan og kuldinn halda áfram að leiðast hönd í hönd og næ ég varla góðum nætursvefni þó ég reyni mitt besta. er búin að panta annan tíma hjá lækni - best að fá þetta á hreint með skjaldkirtilinn. hver veit nema ég hressist við, bara vegna þess að ég á pantaðan tíma hjá lækni.. merkilegt hvað það gerist oft.
bakaði súkkulaðiböku í kvöld. er ekki ennþá búin að smakka hana því hún er enn að setjast.. það gerist líka merkilega oft- hlutirnir taka lengri tíma en gefinn er upp í matreiðslubókum.
verð að reyna að sofna.. verð að sofa vel... verð að hvílast...
þreytan og kuldinn halda áfram að leiðast hönd í hönd og næ ég varla góðum nætursvefni þó ég reyni mitt besta. er búin að panta annan tíma hjá lækni - best að fá þetta á hreint með skjaldkirtilinn. hver veit nema ég hressist við, bara vegna þess að ég á pantaðan tíma hjá lækni.. merkilegt hvað það gerist oft.
bakaði súkkulaðiböku í kvöld. er ekki ennþá búin að smakka hana því hún er enn að setjast.. það gerist líka merkilega oft- hlutirnir taka lengri tíma en gefinn er upp í matreiðslubókum.
verð að reyna að sofna.. verð að sofa vel... verð að hvílast...
3. október 2005
dansk bryllup
já krakkar mínir,
haldiði ekki að Eva Stína vinkona mín hafi ekki látið pússa sig saman við danann sinn á laugardaginn! Það sem virtist vera sáraeinföld skírnarathöfn fyrir Óskar Smára breyttist í brúðkaup með tilheyrandi andköfum og hissa-svip á mannskapnum í kirkjunni! Innilega til hamingju Eva Stína mín og til lykke Anders med familien:)
á svona stundum samgleðst maður vinum sínum... en áttar sig líka á því hversu einn maður er... reyni nú að láta gleðina ná yfirhöndinni og vona að ég fái að hitta þau sem fyrst..:)
haldiði ekki að Eva Stína vinkona mín hafi ekki látið pússa sig saman við danann sinn á laugardaginn! Það sem virtist vera sáraeinföld skírnarathöfn fyrir Óskar Smára breyttist í brúðkaup með tilheyrandi andköfum og hissa-svip á mannskapnum í kirkjunni! Innilega til hamingju Eva Stína mín og til lykke Anders med familien:)
á svona stundum samgleðst maður vinum sínum... en áttar sig líka á því hversu einn maður er... reyni nú að láta gleðina ná yfirhöndinni og vona að ég fái að hitta þau sem fyrst..:)
orkusuga
september búinn, október nýbyrjaður.. fyndið hvað tíminn líður hratt!
Helgin fór að langmestu leyti í það að vinna og vinna svo aðeins meira.. það er alveg ótrúlegt hvað maður verður þreyttur af því að vinna þarna - fólkið sýgur alveg úr manni orkuna svo maður á ekkert eftir handa sjálfum sér..
Náði nú samt að kíkja í bíó á laugardeginum á The League of Gentlemen's Apocalypse og flissaði ansi mikið yfir henni!
Í dag og næstu 3 daga verð ég einni á kafi í vinnu og skóla en á fimmtudaginn fer ég norður í 5 daga svo það verður ansi ljúft..
bleble í bili
Helgin fór að langmestu leyti í það að vinna og vinna svo aðeins meira.. það er alveg ótrúlegt hvað maður verður þreyttur af því að vinna þarna - fólkið sýgur alveg úr manni orkuna svo maður á ekkert eftir handa sjálfum sér..
Náði nú samt að kíkja í bíó á laugardeginum á The League of Gentlemen's Apocalypse og flissaði ansi mikið yfir henni!
Í dag og næstu 3 daga verð ég einni á kafi í vinnu og skóla en á fimmtudaginn fer ég norður í 5 daga svo það verður ansi ljúft..
bleble í bili
30. september 2005
follow the yellow brick road
horfði á The Wizard of Oz í dag í Hollywood musicals og skemmti mér sjúklega vel! ég og Lisa og Daniel sátum aftast þannig að við sáum lang best (hehehe)og ég viðurkenni að ég söng annað slagið með :) Ég og Lisa fórum svo í kringluna og fengum okkur að borða ásamt smá verslunarferð hjá Lisu því ég er að sjálfsögðu að spara núna! náðum samt að kaupa okkur eins hatt!
Vikan er annars búin að vera góð - allt nánast klappað og klárt fyrir Lundúna ferðina hjá okkur og ég er líka búin að redda fríi í vinnunni þegar ég fer norður til Akureyrar þannig að þetta er barasta allt saman fínt :)
Er samt frekar andlaus yfir þessu bloggi eitthvað, kannski því ég er búin að tala svo mikið við fólk í síma undanfarið - finnst lítið að frétta af mér í augnablikinu..en jæja.. er að vinna um helgina, vú-hú!
Vikan er annars búin að vera góð - allt nánast klappað og klárt fyrir Lundúna ferðina hjá okkur og ég er líka búin að redda fríi í vinnunni þegar ég fer norður til Akureyrar þannig að þetta er barasta allt saman fínt :)
Er samt frekar andlaus yfir þessu bloggi eitthvað, kannski því ég er búin að tala svo mikið við fólk í síma undanfarið - finnst lítið að frétta af mér í augnablikinu..en jæja.. er að vinna um helgina, vú-hú!
27. september 2005
This is the BBC World Service
Ok, átti alveg snilldar dag í gær þar sem Londonferðin var fest niður, fattaði næstum því allt sem var sagt í bókmenntafræðitímanum mínum OG fór svo í mat og kaffi með þýðingafræðipíunum (og Guðrún og Maja, ég ER með sólgleraugun á andlitinu en ekki ofan á höfðinu!). Eftir það komu Eva systir og Árni og náðum við að græja hótel fyrir okkur, Hyde Park Towers (3 stjörnur og svona) þannig að ég er bara nokkuð vel sett fyrir þessa ferð! nú þarf bara að vera duglegur á stigavélinni...
Annars var verið að klukka mig aftur, í þetta sinn af Ingu Björk vinkonu þannig að ég reyndi að finna fleiri staðreyndir um mig en var frekar blankó.. reyni aftur seinna...
Sit heima, hlusta á BBC í útvarpinu og læt mig dreyma..
Annars var verið að klukka mig aftur, í þetta sinn af Ingu Björk vinkonu þannig að ég reyndi að finna fleiri staðreyndir um mig en var frekar blankó.. reyni aftur seinna...
Sit heima, hlusta á BBC í útvarpinu og læt mig dreyma..
26. september 2005
LONDON BABY!!!!!!!!!!!
Ó já!
Eva litla systir mín er snillingur! Hún lagðist á vef Icelandexpress og náði að herkja út flug fyrir okkur á pínkupons pening í október!! reyndar fer hún út á föstudeginum 14. og ég fer á laugardeginum 15 en það er bara fínt!! Við ætlum svo að koma aftur heim á þriðjudeginum 18. þannig að þetta verður alveg sjúkt! Nú þarf ég bara að finna út hvað ég má eyða miklu :D
Helgin var annars svakafín, notaði laugardaginn í að kíkja í Smáralind á systur mína og villast í strætó (aldrei að skipta um skoðun á síðustu stundu!!) og tók því svo úber rólega um kvöldið og sá 2 myndir í sjónvarpinu. Gærdagurinn fór svo að mestu í lærdóm og eldun á kvöldmati og tiltekt eftir helgina, hehe..
Í dag náði ég svo þeim snilldarárangri að sofa yfir mig og missa af Hollívídd tímanum en ég reddaði því bara.. Vikan framundan er aðeins minna pökkuð en sú síðasta, er reyndar að fara í vinnuna í apótekinu í dag og skólann aftur OG svo hitta þýðingastelpurnar á Súfistanum en það er bara skemmtilegt :)
ok, ætla að kíkja á hótel og hostel í london.
Eva litla systir mín er snillingur! Hún lagðist á vef Icelandexpress og náði að herkja út flug fyrir okkur á pínkupons pening í október!! reyndar fer hún út á föstudeginum 14. og ég fer á laugardeginum 15 en það er bara fínt!! Við ætlum svo að koma aftur heim á þriðjudeginum 18. þannig að þetta verður alveg sjúkt! Nú þarf ég bara að finna út hvað ég má eyða miklu :D
Helgin var annars svakafín, notaði laugardaginn í að kíkja í Smáralind á systur mína og villast í strætó (aldrei að skipta um skoðun á síðustu stundu!!) og tók því svo úber rólega um kvöldið og sá 2 myndir í sjónvarpinu. Gærdagurinn fór svo að mestu í lærdóm og eldun á kvöldmati og tiltekt eftir helgina, hehe..
Í dag náði ég svo þeim snilldarárangri að sofa yfir mig og missa af Hollívídd tímanum en ég reddaði því bara.. Vikan framundan er aðeins minna pökkuð en sú síðasta, er reyndar að fara í vinnuna í apótekinu í dag og skólann aftur OG svo hitta þýðingastelpurnar á Súfistanum en það er bara skemmtilegt :)
ok, ætla að kíkja á hótel og hostel í london.
24. september 2005
af bjórdrykkju og sjóvarpsglápi
í gær bauð ég Lisu og Daniel heim til mín til að horfa á The Gold Diggers of 1933 sem var fyrsta myndin í Hollywood Musicals áfanganum og við misstum öll af. Eftir u.þ.b. hálftíma af myndinni vorum við farin að tala um aðra hluti og horfa á myndina með öðru auganu en náðum samt að ná söguþræðinum..svona nokkurn veginn.
ég kíkti svo út á Celtic Cross þar sem nokkrir enskunemar höfðu safnað saman í Karókí keppni og labbaði ég inn á nokkrar írskar klámvísur og Britney Spears. Flott kombó.
Í dag er fyrsta fríhelgin mín síðan í ágúst og ætla ég að njóta þess í botn að þurfa ekki að aðstoða fólk við að finna húsgögn heldur ætla ég að liggja á húsgögnunum mínum.. og kannski fara aðeins út.. good plan :)
ég kíkti svo út á Celtic Cross þar sem nokkrir enskunemar höfðu safnað saman í Karókí keppni og labbaði ég inn á nokkrar írskar klámvísur og Britney Spears. Flott kombó.
Í dag er fyrsta fríhelgin mín síðan í ágúst og ætla ég að njóta þess í botn að þurfa ekki að aðstoða fólk við að finna húsgögn heldur ætla ég að liggja á húsgögnunum mínum.. og kannski fara aðeins út.. good plan :)
21. september 2005
St. Christopher
fann gamalt hálsmen í skúffunni í dag. á því hanga tveir hlutir. sá fyrri fylgdi keðjunni og er lítið hjarta með nafninu mínu öðru megin og skírnardeginum mínum hinum megin. þetta var gjöf frá systur mömmu og hef ég sem sagt átt þessa festi í 25 ár. þegar ég flutti til kanada þá var ég með þessa festi nánast allan tímann sem í sjálfu sér var mjög fyndið því ég er ekki mikið fyrir að bera skartgripi á hverjum degi - finnst ég stundum vera að kafna ef ég er með eitthvað mikið. en, sem sagt, þá var ég með þessa hálsfesti á mér allan tímann.
hinn hluturinn á festinni er lítill hringlaga platti úr áli að ég held og ber mynd af heilögum Kristófer á annarri hliðinni bera lítið barn yfir á og á hinni hliðinni er bíll - svona eins og í Monopoly spilinu - að bruna um sveitir einhvers ónefnds lands. jeramy gaf mér þennan verndargrip og sagði að heilagur kristófer væri verndardýrðlingur ferðalanga og því myndi mér vera óhætt á meðan ég bæri hálsfestina þó ég væri ekki kaþólikki.
mörgum finnst kannski skrýtið að ég skuli vera að tala um þetta núna en ég var að tala við systur mína um bílslysið sem ég hefði átt að deyja í þarna rétt fyrir jólin á hraðbrautinni rétt fyrir utan Halifax... kannski var það heppni, kannski átti ég bara einfaldlega ekki að deyja þar, kannski er eitthvað stærra þarna úti.
ég veit bara það að ég er fegin að hafa ekki þurft að koma heim í járnkistu.
hinn hluturinn á festinni er lítill hringlaga platti úr áli að ég held og ber mynd af heilögum Kristófer á annarri hliðinni bera lítið barn yfir á og á hinni hliðinni er bíll - svona eins og í Monopoly spilinu - að bruna um sveitir einhvers ónefnds lands. jeramy gaf mér þennan verndargrip og sagði að heilagur kristófer væri verndardýrðlingur ferðalanga og því myndi mér vera óhætt á meðan ég bæri hálsfestina þó ég væri ekki kaþólikki.
mörgum finnst kannski skrýtið að ég skuli vera að tala um þetta núna en ég var að tala við systur mína um bílslysið sem ég hefði átt að deyja í þarna rétt fyrir jólin á hraðbrautinni rétt fyrir utan Halifax... kannski var það heppni, kannski átti ég bara einfaldlega ekki að deyja þar, kannski er eitthvað stærra þarna úti.
ég veit bara það að ég er fegin að hafa ekki þurft að koma heim í járnkistu.
20. september 2005
Akureyrensis
jæja,
er búin að bóka mér far heim til Akureyrar 6-11 október þannig að allir sem vilja hitta mig þar mega fara að bóka hitting ;) Fannst ég eiga skilið að fara heim eftir þvottvéladrama undanfarði.. já raftækin á heimilinu gefa sig eitt af öðru og nú er blessuð þvottavélin komin á verkstæði eftir dularfull veikindi undanfarið - held ég fari nú bara að gefast upp á þessu - borgar sig ekki að eiga hluti því þeir bila alltaf!
Er á leiðinni í vinnuna eftir vel heppnaða kaffihúsaferð með Írisi Helgu vinkonu og svo smá Bónus ferð.
Sérstaklega góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að leggja í langferð til Japans um það bil núna.. hafðu það gott ezzkan og hlakka til að heyra sögurnar og sjá myndirnar þegar þú kemur afur!
er búin að bóka mér far heim til Akureyrar 6-11 október þannig að allir sem vilja hitta mig þar mega fara að bóka hitting ;) Fannst ég eiga skilið að fara heim eftir þvottvéladrama undanfarði.. já raftækin á heimilinu gefa sig eitt af öðru og nú er blessuð þvottavélin komin á verkstæði eftir dularfull veikindi undanfarið - held ég fari nú bara að gefast upp á þessu - borgar sig ekki að eiga hluti því þeir bila alltaf!
Er á leiðinni í vinnuna eftir vel heppnaða kaffihúsaferð með Írisi Helgu vinkonu og svo smá Bónus ferð.
Sérstaklega góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að leggja í langferð til Japans um það bil núna.. hafðu það gott ezzkan og hlakka til að heyra sögurnar og sjá myndirnar þegar þú kemur afur!
19. september 2005
I've got music, i've got rhythm...
Þegar ég er að vinna þá er ég yfileitt svo þreytt þegar ég kem heim að ég nenni aldrei að blogga, en nú er víst kominn mánudagur og tími til!
Fór í Hollywood söngleiki á föstudaginn og það var tær snilld sem sagt.. ekkert flottara en Fred Astair og Ginger Rogers að tjútta alveg á milljón í fabulous fötum og syngja líka! Eftir þennan tíma áttum við María Erla að fara á Esjuna en enduðum á Bókmenntahátíðinni og hlustuðum á Paul Auster tala um bækurnar sínar.. alveg hreint frábært..
Á laugardaginn var svo vinna og schnilldar partý hjá starfsmannafélgi IKEA á Sólon þar sem ég virstist vera eina manneskjan sem ekki var að hella í sig (í bókstaflegri merkingu) og slapp ég því með nokkrar skemmtilegar myndir af hinum og með þreytu en ekki timburmenn í vinnunni í gær! Frekar fyndið hvað flestir voru alveg ekki í góðum fílíng í gær, flissaði oft og lengi yfir þessu fólki :D
en í dag er víst mánudagur, ég er drulluþreytt eftir helgina en ég á víst að fara og vinna í apótekinu á eftir og ikea á morgun.. og á fimmtudaginn og svo aftur í apótekið á föstudaginn....
en ég á frí um helgina :D
Fór í Hollywood söngleiki á föstudaginn og það var tær snilld sem sagt.. ekkert flottara en Fred Astair og Ginger Rogers að tjútta alveg á milljón í fabulous fötum og syngja líka! Eftir þennan tíma áttum við María Erla að fara á Esjuna en enduðum á Bókmenntahátíðinni og hlustuðum á Paul Auster tala um bækurnar sínar.. alveg hreint frábært..
Á laugardaginn var svo vinna og schnilldar partý hjá starfsmannafélgi IKEA á Sólon þar sem ég virstist vera eina manneskjan sem ekki var að hella í sig (í bókstaflegri merkingu) og slapp ég því með nokkrar skemmtilegar myndir af hinum og með þreytu en ekki timburmenn í vinnunni í gær! Frekar fyndið hvað flestir voru alveg ekki í góðum fílíng í gær, flissaði oft og lengi yfir þessu fólki :D
en í dag er víst mánudagur, ég er drulluþreytt eftir helgina en ég á víst að fara og vinna í apótekinu á eftir og ikea á morgun.. og á fimmtudaginn og svo aftur í apótekið á föstudaginn....
en ég á frí um helgina :D
15. september 2005
Hollívúdd mjúsikals
Það á ekki beint að ganga hjá mér að vera í skólanum! Um daginn þurfti ég að skifta um bókmenntaáfanga og svo núna þegar Textagerð byrjaði loksins í gær kom í ljós að hann var svona imba-proof og ég þurfti að leita mér að öðrum áfanga. Eftir að hafa skimað yfir stundaskrá Íslenskuskors með hrylling í hjarta ákvað ég að draga upp trompið í erminni: ég á inni 5 einingar í enskunni! Trítlaði yfir í Odda og skellti mér á Hollywood Söngleiki hjá Martin Regal, very nice my friend.
Það besta við þetta allt saman er að Lisa er í þessum áfanga líka (jei!) þannig að ég þekki alla vega eina manneskju ;)
Dagurinn í gær tók samt svolítið á því ég fattaði að ég var búin að vera með hausverk í tvo daga, komin með kvef og hnerra og sofnaði næstum því í bókmenntafræðitímanum. Þetta voru allt saman merki um að ég er ekki búin að hugsa nógu vel um heilsuna, svefninn og að borða nógu reglulega þannig að ég skellti mér á eins og 11 tíma svefn í nótt!
Í dag er vinnudagur..vona að ég selji sjúklega mikið ;)
Annars er ég að reyna að komast heim.. veit einhver um far til Akureyrar á fös. 23 sept eða 7 okt?? endilega látið mig vita
Það besta við þetta allt saman er að Lisa er í þessum áfanga líka (jei!) þannig að ég þekki alla vega eina manneskju ;)
Dagurinn í gær tók samt svolítið á því ég fattaði að ég var búin að vera með hausverk í tvo daga, komin með kvef og hnerra og sofnaði næstum því í bókmenntafræðitímanum. Þetta voru allt saman merki um að ég er ekki búin að hugsa nógu vel um heilsuna, svefninn og að borða nógu reglulega þannig að ég skellti mér á eins og 11 tíma svefn í nótt!
Í dag er vinnudagur..vona að ég selji sjúklega mikið ;)
Annars er ég að reyna að komast heim.. veit einhver um far til Akureyrar á fös. 23 sept eða 7 okt?? endilega látið mig vita
12. september 2005
klukk
ok,
manni hefnist fyrir að lesa blogg annarra reglulega.. las áðan á síðunni hennar Ellu Maju að hún er víst að klukka mig (og fleiri) til að deila 5 handahófskenndum staðreyndum um sjálfa mig.
1. Ég er heilluð af alvöru krufningum á látnu fólki, ekki "ó-ekta" eins og sést í CSI og fleiri þáttum. Það er eitthvað svo hrikalegt en á sama tíma svo sjúklega spennandi.
2. Ég hef aldrei ekið hringinn í kringum landið. Svæðið á milli Stokkseyrar og Djúpavogs er ókannað svæði fyrir mér... einhvern daginn, einhvern daginn...
3. Mér finnst hákarl góður á bragðið. Virkilega góður.
4. Þrátt fyrir að ég dáist að fegurð hafisins er fátt sem ég hræðist meira. Ég get ekki horft á kafbátamyndir eða myndir sem fjalla um hamfarir á sjó. Gerði undantekningu með Titanic og fékk martraðir eftir á.
5. Ég skammast mín stundum fyrir að vilja vera heimavinnandi húsmóðir með grænmetisgarði, sultugerð og 2 börn. Finnst ég vera að svíkja þær konur sem börðust fyrir auknum réttindum kvenna. En svo skammast ég mín fyrir að hugsa þannig :)
vá.. þetta var kannski meira en sumir vildu vita en þetta var fínt fyrir mig.. alltaf gaman að bera drauma sína, hræðslur og skringileika..
manni hefnist fyrir að lesa blogg annarra reglulega.. las áðan á síðunni hennar Ellu Maju að hún er víst að klukka mig (og fleiri) til að deila 5 handahófskenndum staðreyndum um sjálfa mig.
1. Ég er heilluð af alvöru krufningum á látnu fólki, ekki "ó-ekta" eins og sést í CSI og fleiri þáttum. Það er eitthvað svo hrikalegt en á sama tíma svo sjúklega spennandi.
2. Ég hef aldrei ekið hringinn í kringum landið. Svæðið á milli Stokkseyrar og Djúpavogs er ókannað svæði fyrir mér... einhvern daginn, einhvern daginn...
3. Mér finnst hákarl góður á bragðið. Virkilega góður.
4. Þrátt fyrir að ég dáist að fegurð hafisins er fátt sem ég hræðist meira. Ég get ekki horft á kafbátamyndir eða myndir sem fjalla um hamfarir á sjó. Gerði undantekningu með Titanic og fékk martraðir eftir á.
5. Ég skammast mín stundum fyrir að vilja vera heimavinnandi húsmóðir með grænmetisgarði, sultugerð og 2 börn. Finnst ég vera að svíkja þær konur sem börðust fyrir auknum réttindum kvenna. En svo skammast ég mín fyrir að hugsa þannig :)
vá.. þetta var kannski meira en sumir vildu vita en þetta var fínt fyrir mig.. alltaf gaman að bera drauma sína, hræðslur og skringileika..
11. september 2005
mayhem and sunday dinners
já.. ahemm.. ég er nú ekki búin að vera í fríi eins og ég sagðist ætla að vera heldur tók ég að mér aukavaktir bæði í gær og í dag. þreytt. náði nú samt að grafa upp geislaspilarann minn og hlustaði á St. Germain á leiðinni í og úr vinnu og hugsað nokkur ár aftur í tímann þegar ég keypti þann disk.. mmm..
vikan framundan lofar góðu - er að fara í skólann á mán-mið-fös og vinna dagana á milli auk hittings á Ara í Ögri annað kvöld og staffapartýið mikla á Sólon næsta laugardag.. úff það verður stuð!
andlaus andi í mér í dag.. ætla að borða eitthvað og kíkja á kassann..
ble
vikan framundan lofar góðu - er að fara í skólann á mán-mið-fös og vinna dagana á milli auk hittings á Ara í Ögri annað kvöld og staffapartýið mikla á Sólon næsta laugardag.. úff það verður stuð!
andlaus andi í mér í dag.. ætla að borða eitthvað og kíkja á kassann..
ble
8. september 2005
of mikið
fattaði allt í einu að það er kominn fimmtudagur og ég hef ekkert bloggað í vikunni! Það er nú ekki eins og ég hafi ekki verið að gera hellings.. kannski er það málið - það var einfaldlega of mikið að gera :)
stutt recap:
-Á sunnudaginn fengum við Tóta, Fríða, Monika, Ingibjörg og Lísa að bragða á yndislegum vöfflum hjá Maríu og Krumma á nesinu. Ótrúlega gaman að rifja upp gömul kynni og sjá hvað þær eru að gera í dag.. lovely day indeed..
-Á mánudaginn byrjaði ég svo í skólanum aftur, jei! Eftir að hafa setið í klukkutíma í einum bókmenntaáfanga var mér kurteisislega bent á að hann væri allt of auðveldur fyrir mig og mér sagt að fara í framhaldsáfangann sem heitir Straumar og Stefnur í bókmenntafræði. ok. Nýtti þessa 2 klukkutíma sem ég þurfti að bíða í að standa í röð í bóksölunni og ná í þýðingafræðiverkefnin mín frá því í vor. Sama umsögn: LESA MEIRA Á ÍSLENSKU! Þannig að nú eru ensku bækurnar aftur komnar í bann en þær höfðu fundið sér leið aftur inn í líf mitt.. ansans.. Hitti svo Guðrúnu á Ara Í Ögri og kjöftuðum við um allt og ekki neitt... aðallega breskt sjónvarpsefni, hehehe..frekar langur dagur sem endaði með stuttri heimsókn frá eldri systur minni og LOST þætti.
-Á þriðjudaginn komst ég að því að skólasystir mín að norðan (sem ég hélt að væri í Barcelona) er komin til landsins og er í sama kúrs og ég í skólanum!! rakst á hana á bókasafninu þar sem ég reyndi að berja fallega drenginn augum (án árangurs samt). Labbaði þó út með fullt af bókum: Kristnihald undir Jökli eftir hann Halldór minn; Fjallkirkjan (I) eftir Gunnar Gunnarsson, Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur (skyldulesning í skólanum) og Mávahlátur.. man ekki hvað hún heitir pían,, Kristín eitthvað.. Fór svo sem sagt í vinnuna og seldi fullt fullt af hlutum
Í gær var svo stíft prógram þar sem ég fór og flutti bankaviðskipti mín úr Sparisjóðnum yfir í Landsbankann. ó já.. Þetta tók allt saman sinn tíma og eftir það labbaði ég um þarna í kringum Mjóddina og spókaði mig í þessum örfáu sólargeislum sem komu fram í gær.. vann svo aukavakt í IKEA og uppgötvaði glænýtt office romance meðal starfsfólksins og bíð spennt eftir að komast í vinnuna á eftir.. þetta er mín sápuópera.
Vá ok, ef fólk er búið að nenna að lesa svona langt þá er best að ljúka þessu á styttri nótunum; vinna í dag og svo frí alveg fram á næsta þriðjudag.. engin plön fyrir helgina ennþá..
tak för
stutt recap:
-Á sunnudaginn fengum við Tóta, Fríða, Monika, Ingibjörg og Lísa að bragða á yndislegum vöfflum hjá Maríu og Krumma á nesinu. Ótrúlega gaman að rifja upp gömul kynni og sjá hvað þær eru að gera í dag.. lovely day indeed..
-Á mánudaginn byrjaði ég svo í skólanum aftur, jei! Eftir að hafa setið í klukkutíma í einum bókmenntaáfanga var mér kurteisislega bent á að hann væri allt of auðveldur fyrir mig og mér sagt að fara í framhaldsáfangann sem heitir Straumar og Stefnur í bókmenntafræði. ok. Nýtti þessa 2 klukkutíma sem ég þurfti að bíða í að standa í röð í bóksölunni og ná í þýðingafræðiverkefnin mín frá því í vor. Sama umsögn: LESA MEIRA Á ÍSLENSKU! Þannig að nú eru ensku bækurnar aftur komnar í bann en þær höfðu fundið sér leið aftur inn í líf mitt.. ansans.. Hitti svo Guðrúnu á Ara Í Ögri og kjöftuðum við um allt og ekki neitt... aðallega breskt sjónvarpsefni, hehehe..frekar langur dagur sem endaði með stuttri heimsókn frá eldri systur minni og LOST þætti.
-Á þriðjudaginn komst ég að því að skólasystir mín að norðan (sem ég hélt að væri í Barcelona) er komin til landsins og er í sama kúrs og ég í skólanum!! rakst á hana á bókasafninu þar sem ég reyndi að berja fallega drenginn augum (án árangurs samt). Labbaði þó út með fullt af bókum: Kristnihald undir Jökli eftir hann Halldór minn; Fjallkirkjan (I) eftir Gunnar Gunnarsson, Leigjandann eftir Svövu Jakobsdóttur (skyldulesning í skólanum) og Mávahlátur.. man ekki hvað hún heitir pían,, Kristín eitthvað.. Fór svo sem sagt í vinnuna og seldi fullt fullt af hlutum
Í gær var svo stíft prógram þar sem ég fór og flutti bankaviðskipti mín úr Sparisjóðnum yfir í Landsbankann. ó já.. Þetta tók allt saman sinn tíma og eftir það labbaði ég um þarna í kringum Mjóddina og spókaði mig í þessum örfáu sólargeislum sem komu fram í gær.. vann svo aukavakt í IKEA og uppgötvaði glænýtt office romance meðal starfsfólksins og bíð spennt eftir að komast í vinnuna á eftir.. þetta er mín sápuópera.
Vá ok, ef fólk er búið að nenna að lesa svona langt þá er best að ljúka þessu á styttri nótunum; vinna í dag og svo frí alveg fram á næsta þriðjudag.. engin plön fyrir helgina ennþá..
tak för
3. september 2005
Kaupæði
Fór með Maríu og Ingibjörgu á Esjuna í gær og duttum við aðeins í krækiberjalyngið á leiðinni enda risaber og mörg á hverri þúfu.. liggur við að ég sé ennþá blá á tungunni ;) góð ferð í góðu veðri...
En talandi um kaupæði..Fólk fór hamförum í búðinni í dag! hef bara sjaldan séð jafnmarga í biðröð eftir afgreiðslu og eftir 5 klukkutíma var alveg komin með nóg og labbaði út úr búðinni án þess að blikka!
eyddi svo restinni af deginum í að kaupa í matinn og græja klósettið og ætla nú að leggjast undir teppi og glápa á Sahara og eta nammi gott..
lifið heil
En talandi um kaupæði..Fólk fór hamförum í búðinni í dag! hef bara sjaldan séð jafnmarga í biðröð eftir afgreiðslu og eftir 5 klukkutíma var alveg komin með nóg og labbaði út úr búðinni án þess að blikka!
eyddi svo restinni af deginum í að kaupa í matinn og græja klósettið og ætla nú að leggjast undir teppi og glápa á Sahara og eta nammi gott..
lifið heil
1. september 2005
Product of IKEA
var að enda við að baka köku fyrir apótekskonurnar mínar.. ætla að kíkja á þær á morgun og færa þeim eina súkkulaðibombu a la Betty! EFtir þá heimsókn ætla ég að arka á Esjuna með Maríu og vonandi Lísu og Monkiu.. mæting kl. 12 ef fólk hefur áhuga!
Annars er ég búin að taka þessa síðustu daga í ágætis tiltekt og skipulagningu á plássi í svefnherberginu. Hef lúmskan grun um að IKEA sé hægt og sígandi að innrita einhverja Bree Van de Camp inn í mig...mm.. Fór einmitt í vinnuna í dag og mætti ekki starfsmannastjórinn með myndavél til að skella í eins og eina mynd á starfsmannavegginn fræga! Þetta er einn fyndnasti veggur sem ég hef séð því myndirnar eru settar í svona vasa eins og eru á öllum húsgögnum og hlutum í IKEA og svo stendur nafnið og deildin og hvað maður er búinn að vinna lengi á miðanum.. hehe hehe hehe hehe
product of IKEA indeed...
Annars er ég búin að taka þessa síðustu daga í ágætis tiltekt og skipulagningu á plássi í svefnherberginu. Hef lúmskan grun um að IKEA sé hægt og sígandi að innrita einhverja Bree Van de Camp inn í mig...mm.. Fór einmitt í vinnuna í dag og mætti ekki starfsmannastjórinn með myndavél til að skella í eins og eina mynd á starfsmannavegginn fræga! Þetta er einn fyndnasti veggur sem ég hef séð því myndirnar eru settar í svona vasa eins og eru á öllum húsgögnum og hlutum í IKEA og svo stendur nafnið og deildin og hvað maður er búinn að vinna lengi á miðanum.. hehe hehe hehe hehe
product of IKEA indeed...
31. ágúst 2005
dóna comment
Ég þurfti að eyða út síðasta pósti því það voru komin 4 eða 5 comment með linkum inn á klámsíður. Hef lent í þessu áður reyndar og eyddi þá bara líka út póstinum. hana nú!
Fór að vinna í IKEA í gær og skemmti mér alveg ágætlega. Fólk virðist ennþá vera að fatta nýja opnunartímann og því var lítið að gera síðasta klukkutímann eða svo en í staðinn fórum við bara yfir vörurnar og skelltum hinum sívinsælu "þessi vara er ekki til en væntanleg. Hafið samband við afgreiðslufólk" miðum á hinar ýmsu kommóður!Held að þetta verði bara alveg glimrandi jobb...
Í dag er ég svo í fríi þannig að ég ætla að reyna að mála klósettið okkar - alla vega eina umferð eða svo og svo bara slappa af.. finn að ég er ennþá pínu þreytt þannig að ég nota þessa síðustu frídaga fyrir skólann til þess að hvíla mig vel..
Já og Esjan á föstudaginn hljómar bara nokk vel!
Fór að vinna í IKEA í gær og skemmti mér alveg ágætlega. Fólk virðist ennþá vera að fatta nýja opnunartímann og því var lítið að gera síðasta klukkutímann eða svo en í staðinn fórum við bara yfir vörurnar og skelltum hinum sívinsælu "þessi vara er ekki til en væntanleg. Hafið samband við afgreiðslufólk" miðum á hinar ýmsu kommóður!Held að þetta verði bara alveg glimrandi jobb...
Í dag er ég svo í fríi þannig að ég ætla að reyna að mála klósettið okkar - alla vega eina umferð eða svo og svo bara slappa af.. finn að ég er ennþá pínu þreytt þannig að ég nota þessa síðustu frídaga fyrir skólann til þess að hvíla mig vel..
Já og Esjan á föstudaginn hljómar bara nokk vel!
25. ágúst 2005
Sumarlok
Á morgun er næst síðasti vinnudagur minn í apótekinu. Á morgun fer ég líka norður til Akureyrar í smá helgarfrí og afmælisveislu hjá Ágústi Óla - það er verið að bara súkkulaðikökuna as i type this..
Fór að hugsa um hvað sumarið gaf mér í ár:
Júní:
-Bjó á Akureyri og átti ómetanlegar stundir með fjölskyldunni
-varð 5 ára stúdent og fagnaði vel í höllinni
-fann Lay's tómatsósuflögur og grét af gleði þegar ég smakkaði þær
-keypti mér geisladisk í fyrsta sinn í rúmt ár
-flutti aftur suður og átti mitt fyrsta sumar í Reykjavík
Júlí:
-Fór í fyrsta sinn í fjallgöngu á Esjuna og náði Steini. Fór svo aftur 2 vikum síðar með Maríu minni og á vonandi inni eina ferð í viðbót
-fór að stunda líkamsrækt markvisst og sé árangur í dag
-borðaði sjúklega mikið af Bónus svínahnakka grillkjöti og náði að þróa grilltækni mína þannig að ég fæ einungis vott af reykeitrun núna ;)
-Las Harry Potter 6 á innan við 36 klst.
-Eva Stína eignaðist Óskar Smára
-Fyrsta verslunarmannahelgi í Reykjavík
Ágúst:
-Fór í fyrsta sinn á Árbæjarsafn
-Sá Gay Pride gönguna með eigin augum
-Tók þátt í Menningarnótt
-Byrjaði að vinna í IKEA
-uppgötvaði ást mína á frímerkjum
-fékk nýtt klósett :D
-réðst loks á bókalistann og er nánast búin með Catcher in the Rye
Já, kannski gerir maður miklu meira en maður heldur! Reyndar er þessi listi ekkert tæmandi en þetta er svona það sem stendur upp úr í augnablikinu og það sem ég vil minnast.
Efast um að ég nenni að blogga fyrir norðan þannig að góða helgi öll sömul
Fór að hugsa um hvað sumarið gaf mér í ár:
Júní:
-Bjó á Akureyri og átti ómetanlegar stundir með fjölskyldunni
-varð 5 ára stúdent og fagnaði vel í höllinni
-fann Lay's tómatsósuflögur og grét af gleði þegar ég smakkaði þær
-keypti mér geisladisk í fyrsta sinn í rúmt ár
-flutti aftur suður og átti mitt fyrsta sumar í Reykjavík
Júlí:
-Fór í fyrsta sinn í fjallgöngu á Esjuna og náði Steini. Fór svo aftur 2 vikum síðar með Maríu minni og á vonandi inni eina ferð í viðbót
-fór að stunda líkamsrækt markvisst og sé árangur í dag
-borðaði sjúklega mikið af Bónus svínahnakka grillkjöti og náði að þróa grilltækni mína þannig að ég fæ einungis vott af reykeitrun núna ;)
-Las Harry Potter 6 á innan við 36 klst.
-Eva Stína eignaðist Óskar Smára
-Fyrsta verslunarmannahelgi í Reykjavík
Ágúst:
-Fór í fyrsta sinn á Árbæjarsafn
-Sá Gay Pride gönguna með eigin augum
-Tók þátt í Menningarnótt
-Byrjaði að vinna í IKEA
-uppgötvaði ást mína á frímerkjum
-fékk nýtt klósett :D
-réðst loks á bókalistann og er nánast búin með Catcher in the Rye
Já, kannski gerir maður miklu meira en maður heldur! Reyndar er þessi listi ekkert tæmandi en þetta er svona það sem stendur upp úr í augnablikinu og það sem ég vil minnast.
Efast um að ég nenni að blogga fyrir norðan þannig að góða helgi öll sömul
23. ágúst 2005
God only knows (what i'd be without you)
er með þetta Beach boys lag fast í hausnum á mér.. elska það..
Loksins er ég komin með ísskáp en hann er ennþá eitthvað heitur. Frystirinn er tilbúinn hins vegar og er ég búin að heimta matinn úr pössun :)
Sá inni á heimsíðu Sigur Rósar a' þeir eru að fara að spila í Massey Hall í Toronto 19. september en þar sá ég þá einmitt þann 30. október 2002! þegar ég athugaði svo hvaða miðar væru til þá kom upp að það væri laust á gólfinu í sæti 5. Ég sat í sæti fimm fyrir 3 árum. Skrítið hvað stundum virðist heimurinn lítill...
þreytt, búin að panta aðra blóðprufu hjá lækni þegar ég fer norður.. nenni ekki að vera alltaf þreytt...
Ó já, Til hamingju með daginn Anna-Margrét mín - vona að þú hafir það gott úti á La Meridien hótelinu þínu ;)
Loksins er ég komin með ísskáp en hann er ennþá eitthvað heitur. Frystirinn er tilbúinn hins vegar og er ég búin að heimta matinn úr pössun :)
Sá inni á heimsíðu Sigur Rósar a' þeir eru að fara að spila í Massey Hall í Toronto 19. september en þar sá ég þá einmitt þann 30. október 2002! þegar ég athugaði svo hvaða miðar væru til þá kom upp að það væri laust á gólfinu í sæti 5. Ég sat í sæti fimm fyrir 3 árum. Skrítið hvað stundum virðist heimurinn lítill...
þreytt, búin að panta aðra blóðprufu hjá lækni þegar ég fer norður.. nenni ekki að vera alltaf þreytt...
Ó já, Til hamingju með daginn Anna-Margrét mín - vona að þú hafir það gott úti á La Meridien hótelinu þínu ;)
21. ágúst 2005
Skrifborð og nýji listinn
Lööööööng helgi loksins liðin og get ég lagt höfuðið á koddan í kvöld með góðri samvisku.
Menningarnóttinn fór ágætlega fram víst, ég var að vinna meirihluta dagsins þannig að ég naut ekki beint dagskrárinnar fyrr en um hálf tíuleytið þegar ég náði að smokra mér inn á tónleika í Einarssafni hjá þeim Páli Óskari og Moniku. Staldraði nú stutt við því eitthvað voru tárakirtlarnir að stríða mér og ég vildi helst ekki vera grátandi þarna innan um fullt af fólki! Labbaði aðeins um höggmyndagarðinn og fór svo í Hallgrímskirkju þar sem ungir tónlistarmenn voru að spila. Biðröðin upp í turninn var svo löng að ég labbaði bara aftur niður Skólavörðustíginn og kíkti inn í nokkrar búðir á leiðinni en endaði svo heima og sá flugeldasýninguna út um svefnherbergisgluggan hans Guðjóns.
Í dag var eins og borgin væri með smá timburmenn. Útlenskir ferðamenn voru nú á stjái enda þarf eitthvað mikið til að stoppa þá! Flestir héldu sig þó innandyra og þá bæði heima hjá sér og í IKEA þar sem ég mannaði vaktina í Skrifstofuvörunum. Sem dyggur kaupandi og nú starfsmaður hjá fyrirtækinu geri ég mér alveg grein fyrir því hversu leiðinlegt það er þegar hlutirnir eru ekki til og enginn veit hvort þeir komi eftir 4 vikur eða 3 mánuði en er virkilega ástæða til þess að taka út reiði sína á starfsfólkinu þarna? Lenti í nokkrum svæsnum kúnnum í dag sem þurftu á 'chill pill' að halda en náði einhvern veginn að brosa í gegnum þetta allt saman. Hitti Lísu og þekkti hana ekki!! merkilegt hvað fólk getur breyst á þremur árum! Gott að sjá hana samt :)
Ég get nú kannski glatt einhverja með þeim fregnum að IKEA listinn á að fara í umferð seinni part þessarar viku þannig að bíðið þið bara spennt við bréfalúgurnar ykkar!
Er að skríða inn í rúm með Catcher í farteskinu, vonast til að lesa nokkrar blaðsíður áður en ég lognast út af...
Menningarnóttinn fór ágætlega fram víst, ég var að vinna meirihluta dagsins þannig að ég naut ekki beint dagskrárinnar fyrr en um hálf tíuleytið þegar ég náði að smokra mér inn á tónleika í Einarssafni hjá þeim Páli Óskari og Moniku. Staldraði nú stutt við því eitthvað voru tárakirtlarnir að stríða mér og ég vildi helst ekki vera grátandi þarna innan um fullt af fólki! Labbaði aðeins um höggmyndagarðinn og fór svo í Hallgrímskirkju þar sem ungir tónlistarmenn voru að spila. Biðröðin upp í turninn var svo löng að ég labbaði bara aftur niður Skólavörðustíginn og kíkti inn í nokkrar búðir á leiðinni en endaði svo heima og sá flugeldasýninguna út um svefnherbergisgluggan hans Guðjóns.
Í dag var eins og borgin væri með smá timburmenn. Útlenskir ferðamenn voru nú á stjái enda þarf eitthvað mikið til að stoppa þá! Flestir héldu sig þó innandyra og þá bæði heima hjá sér og í IKEA þar sem ég mannaði vaktina í Skrifstofuvörunum. Sem dyggur kaupandi og nú starfsmaður hjá fyrirtækinu geri ég mér alveg grein fyrir því hversu leiðinlegt það er þegar hlutirnir eru ekki til og enginn veit hvort þeir komi eftir 4 vikur eða 3 mánuði en er virkilega ástæða til þess að taka út reiði sína á starfsfólkinu þarna? Lenti í nokkrum svæsnum kúnnum í dag sem þurftu á 'chill pill' að halda en náði einhvern veginn að brosa í gegnum þetta allt saman. Hitti Lísu og þekkti hana ekki!! merkilegt hvað fólk getur breyst á þremur árum! Gott að sjá hana samt :)
Ég get nú kannski glatt einhverja með þeim fregnum að IKEA listinn á að fara í umferð seinni part þessarar viku þannig að bíðið þið bara spennt við bréfalúgurnar ykkar!
Er að skríða inn í rúm með Catcher í farteskinu, vonast til að lesa nokkrar blaðsíður áður en ég lognast út af...
19. ágúst 2005
af bókalestri og ísskapsleysi - eða konungur einsetunnar
Ég fór að lesa bloggið mitt síðan í maí og þar til dagsins í dag. Það kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart hvað ég hef í raun skrifað því mér finnst ég alltaf skrifa svo lítið sem máli skiptir. En það skiptir máli fyrir mig. Þess vegna er ég að þessu. Alla, veganna þá fann ég færslu síðan í maí þar sem ég taldi upp 5 bækur sem ég hef alltaf ætlað að lesa en aldrei haft 'tíma' eða verið í 'réttu skapi' fyrir þær. Ég áttaði mig snarlega á að ef ég gæfi mér ekki tíma eða stillti mig inn á skapið þá myndi ég sjálfsagt aldrei drattast til að lesa þær.. nema ef ske kynni að ég lenti inni á spítala í lengri tíma og gæti bara legið á bakinu og klórað mér í nefinu.. hmm já..
Ég fann sem sagt listann yfir þessar bækur og var hann svona:
- Anna Karenina – L. Tolstoj
- Don Kíkóti - Cervantes
- One hundred years of solitude - G.G. Marques
- On the road (Á vegum úti) - J. Kerouac
- The Catcher in the Rye – J.D. Salinger
Fór á borgarbókasafnið eftir vinnu og náði mér í Anna Karenina og Catcher og er byrjuð á þeirri síðari. Hún er styttri og fyndnari og mér fannst líklegra að ég gæfist ekki upp á henni í fyrstu tilraun. Svo finnst mér líka skemmtileg saga bakvið Salinger, hvernig hann kaus að yfirgefa það líf sem hann datt inn í með skrifum sínum og er einn frægasti rithöfundur heims í felum (ef við skiljum Rushdie útundan því come on, hann er nú ekki beint í 'felum').Held ég nái bráðum að strika yfir þessa bók á listanum með góðri samvisku...
Ísskápsleysi heldur áfram að hrella okkur. Fáum ekki annan fyrr en á mánudaginn. Ég er að bilast. En svona er þetta. Næ sem betur fer að geyma mat í vinnunni þannig að ég borða alla vega eitthvað ferskt og kalt á hverjum degi!
Verð að vinna í apótekinu á morgun út af menningarnóttinni í bænum og fer svo í IKEA á sunnudaginn og verð víst í skrifstofudeildinni.
Skrifborð og stólar here I come...
Ég fann sem sagt listann yfir þessar bækur og var hann svona:
- Anna Karenina – L. Tolstoj
- Don Kíkóti - Cervantes
- One hundred years of solitude - G.G. Marques
- On the road (Á vegum úti) - J. Kerouac
- The Catcher in the Rye – J.D. Salinger
Fór á borgarbókasafnið eftir vinnu og náði mér í Anna Karenina og Catcher og er byrjuð á þeirri síðari. Hún er styttri og fyndnari og mér fannst líklegra að ég gæfist ekki upp á henni í fyrstu tilraun. Svo finnst mér líka skemmtileg saga bakvið Salinger, hvernig hann kaus að yfirgefa það líf sem hann datt inn í með skrifum sínum og er einn frægasti rithöfundur heims í felum (ef við skiljum Rushdie útundan því come on, hann er nú ekki beint í 'felum').Held ég nái bráðum að strika yfir þessa bók á listanum með góðri samvisku...
Ísskápsleysi heldur áfram að hrella okkur. Fáum ekki annan fyrr en á mánudaginn. Ég er að bilast. En svona er þetta. Næ sem betur fer að geyma mat í vinnunni þannig að ég borða alla vega eitthvað ferskt og kalt á hverjum degi!
Verð að vinna í apótekinu á morgun út af menningarnóttinni í bænum og fer svo í IKEA á sunnudaginn og verð víst í skrifstofudeildinni.
Skrifborð og stólar here I come...
18. ágúst 2005
ADSL sjónvarp
Jibbí kóla!
Fékk ADSL sjónvarpsuppsetningu í morgun og sé nú kristaltæra mynd á Rúv og Skjá einum þar sem áður létu 5-6 draugar lausum hala og þegar horft var á CSI eða álíka dökka þætti var óljóst hvað var í gangi sökum lélegra myndgæða!
Já góðu fréttirnar reyna sífellt að yfirgnæfa þær slæmu.. Ég fæ að knúsa systur mína og litla frænda minn Ágúst Óla á afmælisdaginn hans 26. ágúst því mamma mín gerðist svo frábær að lána mér fyrir flugfari heim þá helgina. takk mamma mín! Ætla að eyða sem mestum tíma heima bara hjá þeim og fjölskyldunni - njóta þess að vera í í smá fríi áður en skólinn byrjar...
held áfram að vinna, hlakka til að horfa á tært sjónvarp í kvöld
Fékk ADSL sjónvarpsuppsetningu í morgun og sé nú kristaltæra mynd á Rúv og Skjá einum þar sem áður létu 5-6 draugar lausum hala og þegar horft var á CSI eða álíka dökka þætti var óljóst hvað var í gangi sökum lélegra myndgæða!
Já góðu fréttirnar reyna sífellt að yfirgnæfa þær slæmu.. Ég fæ að knúsa systur mína og litla frænda minn Ágúst Óla á afmælisdaginn hans 26. ágúst því mamma mín gerðist svo frábær að lána mér fyrir flugfari heim þá helgina. takk mamma mín! Ætla að eyða sem mestum tíma heima bara hjá þeim og fjölskyldunni - njóta þess að vera í í smá fríi áður en skólinn byrjar...
held áfram að vinna, hlakka til að horfa á tært sjónvarp í kvöld
16. ágúst 2005
The white thrown
já ég veit að ég er kannski smekklaus en vá hvað ég elska nýja klósettið mitt! Er búin að prufukeyra og setti meira að segja inn mynd af því og nýju blöndunartækjunum því ég er svo sjúklega ánægð með þetta allt saman! Er að fara að hoppa í sturtuna.. get varla beðið
it can't rain all the time!
María mín reyndis sannspá í gær þegar hún vitnaði í 'the crow' því í morgun birtust tveir píparar heima hjá mér og höfðu með sér ein fallegustu blöndunartæki sem ég hef séð í langan tíma! Eftir mikla reikistefnu varðandi vatnskassann á klósettinu varð niðurstaðan sú að ég fæ nýtt klósett líka!! Á meðan ég sit hérna í vinnunni og pikka þetta inn eru þeir Sölvi og Bjarki (minnir mig) að versla nýja pósturlínsskál handa mér og verða búnir að setja hana upp þegar ég kem heim úr vinnunni. Stundum gerast góðir hlutir líka :D
15. ágúst 2005
When it rains...
Já það virðist eitthvað dularfullt karma vera í gangi þessa dagana því það bilar allt í höndunum á okkur Guðjóni. Fyrst gaf klósettið sig (fyrir löööngu síðan) og hefur ekki enn fengið fullnaðar aðstoð frá pípurum; sturtan okkar er frekar löskuð og erum við að bíða eftir fyrrnefndum pípurum til þess að laga blöndunartækin þar. Svo tókum við eftir því að ein hellan á eldavélinni hitnar ekki en það er samt semi í lagi því við notum hana eiginlega aldrei. Svo í gærkvöldi tók nú út fyrir allan þjófabálk þegar ísskápurinn gaf sig! Við héldum í okkar sakleysi að hann væri nú bara svolítið volgur og myndi kólna strax aftur en nei. Þegar við komum heim úr vinnunni var funheitt í skápnum, osturinn orðinn sveittur og majonesin orðin gul. Sem betur fer hékk frystirinn inni aðeins lengur og náðum við að bjarga þeim mat með góðri hjálp Evu systur (takk snúlls :)!
Hvað getur bilað næst? ef tölvan eða þvottavélin gefa sig þá fer ég að grenja. Í alvörunni. Get einhvern veginn ekki séð neitt jákvætt í dag, allt ömurlegt, þreytt, pirruð, illt í maganum.. langar bara að skríða undir sæng og gleyma öllu. Held ég fari í langt bað og skríði svo bara í háttinn.. tek bara upp LOST.. get ekki vakað...
Hvað getur bilað næst? ef tölvan eða þvottavélin gefa sig þá fer ég að grenja. Í alvörunni. Get einhvern veginn ekki séð neitt jákvætt í dag, allt ömurlegt, þreytt, pirruð, illt í maganum.. langar bara að skríða undir sæng og gleyma öllu. Held ég fari í langt bað og skríði svo bara í háttinn.. tek bara upp LOST.. get ekki vakað...
14. ágúst 2005
Starfsþjálfun
jammsí!
Byrjaði að vinna í IKEA í gær og held ég hafi bara staðið mig ágætlega. Var sett í Svefnherbergisdeild sem þýðir að ég sel rúm, dýnur, fataskápa, kommóður já og baðherbergisinnréttingar! Í gær mátti ég samt bara elta hina og fá að spreyta mig aðeins á tölvukerfinu ef þau voru við með mér en ég náði samt að aðstoða helling af fólki :) Í dag fæ ég held ég gula pólóbolinn og byrja í tjúttinu! Verð að vinna milli 12-18 ef einhver á leið hjá:D
Vegna þessarar vinnutarnar um helgina hef ég látið lítið fyrir mér fara og sofnað snemma bæði kvöldin. Horfði nú samt á Primal Fear í gær og vá hvað Edward Norton er mikill snillingur. Ég held samt að það séu allir búnir að sjá þessa mynd nema ég þannig að ég var víst að uppgötva snilld löööngu eftir að hún var gerð :)
ágætis veður úti, best að njóta þess áður en ég fer inn í gluggalaust hús í 6 klukkustundir
Byrjaði að vinna í IKEA í gær og held ég hafi bara staðið mig ágætlega. Var sett í Svefnherbergisdeild sem þýðir að ég sel rúm, dýnur, fataskápa, kommóður já og baðherbergisinnréttingar! Í gær mátti ég samt bara elta hina og fá að spreyta mig aðeins á tölvukerfinu ef þau voru við með mér en ég náði samt að aðstoða helling af fólki :) Í dag fæ ég held ég gula pólóbolinn og byrja í tjúttinu! Verð að vinna milli 12-18 ef einhver á leið hjá:D
Vegna þessarar vinnutarnar um helgina hef ég látið lítið fyrir mér fara og sofnað snemma bæði kvöldin. Horfði nú samt á Primal Fear í gær og vá hvað Edward Norton er mikill snillingur. Ég held samt að það séu allir búnir að sjá þessa mynd nema ég þannig að ég var víst að uppgötva snilld löööngu eftir að hún var gerð :)
ágætis veður úti, best að njóta þess áður en ég fer inn í gluggalaust hús í 6 klukkustundir
11. ágúst 2005
af frímerkjum og bókalykt
ég þurfti að fara á pósthúsið í dag fyrir vinnuna og þar sem ég stóð í röðinni og beið eftir afgreiðslu var mér litið á nokkra bæklinga sem eru í standi þarna inni. Ég fletti einum sem ber titilinn 'Söluskrá 2005' og inniheldur öll frímerki sem eru í sölu í dag, gömul sem ný og ég fylltist einhvers konar rómantískum hugmyndum um bréfaskrif á bláum pappír í umslögum með köflóttum kanti og orðunum 'Par Avion' í vinstra horninu. Langar núna að setjast niður og skrifa nokkur vel valin orð og senda til vina minna erlendis og jafnvel innanlands.. maður veit aldrei..
Ég fyllist líka þessari tilfinningu þegar ég finn lykt af bókum. Nýjar bækur bera fyrirheit um eitthvað ósnert og er fátt betra en að klæða plastið utan af nýrri kilju og finna hreina pappírslykt blandaða bleki. Gamlar bækur hafa líka að geyma svo miklu meira en bara fróðleikinn sem stendur í þeim. Lyktin segir líka heilmikið um eigendurna; reykja þeir? eru dýr á heimilinu? er sýrustigið búið að vera sveiflukennt þannig að á endunum eru bækurnar þurrar en í miðjunni er ennþá að finna lungamjúkan pappír sem varla hefur séð dagsbirtu. Fólk segir að það eigi aldrei að dæma bók af kápunni - ég dæmi bækur oft eftir lyktinni
Ég fyllist líka þessari tilfinningu þegar ég finn lykt af bókum. Nýjar bækur bera fyrirheit um eitthvað ósnert og er fátt betra en að klæða plastið utan af nýrri kilju og finna hreina pappírslykt blandaða bleki. Gamlar bækur hafa líka að geyma svo miklu meira en bara fróðleikinn sem stendur í þeim. Lyktin segir líka heilmikið um eigendurna; reykja þeir? eru dýr á heimilinu? er sýrustigið búið að vera sveiflukennt þannig að á endunum eru bækurnar þurrar en í miðjunni er ennþá að finna lungamjúkan pappír sem varla hefur séð dagsbirtu. Fólk segir að það eigi aldrei að dæma bók af kápunni - ég dæmi bækur oft eftir lyktinni
10. ágúst 2005
af frjálsíþróttum og kaffihúsaferðum
hmm já.. hvað get ég sagt ykkur skemmtilegt? Fór í gær og hitti stelpurnar úr þýðingafræðinni og var þetta fyrsti hittingur með okkur öllum síðan í maí þannig að það þurfti að ræða ýmis mál, s.s. trúlofun Ellu Maju, útgefna þýðingu Maju í Ritinu, blaðaskrif Berglindar í Mogganum, Brennuboltalið Guðrúnar og 11.000 kr hárið á Ólöfu! Mér til mikillar ánægju sögðu þær allar að ég liti ógisslega vel út og væri greinilega búin að leggja af.. jei! It's working people, it's working!
annars er ég voða mikið í afslöppun eitthvað.. er að vinna í handavinnuhrúgunni minni og svei mér þá ef ég er ekki bara að ná að klára nokkur verkefni! Alltaf gott að klára eitthvað sem er búið að velkjast fyrir manni í langan tíma og svo á maður þá líka fallega hluti eða gjafir til að splæsa á fólk til hátíðarbrigða ;) Svo er líka heimsmeistaramót í frjálsum í hinu kalda Helsinki þar sem rignir hundum og köttum (fyndið orðalag samt) og ekki leiðinlegt að horfa á fólk sem er í besta formi lífs síns setja met og eiga heiminn í nokkrar mínútur.
fékk jólalag á heilann um helgina og fór strax að hugsa um jólakort og jólaföndur.. er það ekki samt full snemmt? ég meina, ágúst er ekki einu sinni hálfnaður! kannski er ég farin að aðhyllast hana Mörthu vinkonu of mikið - 'planning is everything'!
annars er ég voða mikið í afslöppun eitthvað.. er að vinna í handavinnuhrúgunni minni og svei mér þá ef ég er ekki bara að ná að klára nokkur verkefni! Alltaf gott að klára eitthvað sem er búið að velkjast fyrir manni í langan tíma og svo á maður þá líka fallega hluti eða gjafir til að splæsa á fólk til hátíðarbrigða ;) Svo er líka heimsmeistaramót í frjálsum í hinu kalda Helsinki þar sem rignir hundum og köttum (fyndið orðalag samt) og ekki leiðinlegt að horfa á fólk sem er í besta formi lífs síns setja met og eiga heiminn í nokkrar mínútur.
fékk jólalag á heilann um helgina og fór strax að hugsa um jólakort og jólaföndur.. er það ekki samt full snemmt? ég meina, ágúst er ekki einu sinni hálfnaður! kannski er ég farin að aðhyllast hana Mörthu vinkonu of mikið - 'planning is everything'!
8. ágúst 2005
The boob test
Ég elska guðrúnu vinkonu því hún er alltaf með svo klikkuð próf.. fannst þetta viðeigandi ;)
Your Boobies' Names Are: Elvis |
7. ágúst 2005
le weekend est fin
Góð helgi!
Á föstudaginn fór ég í innflutnings/kveðjupartý hjá honum Bjössa í Drápuhlíðinni; jú hann flutti inn í nýju íbúðina sína og var síðan að fljúga aftur til Belgíu í dag í mánaðarvinnutörn eða svo. Eins og sjá má á myndasíðunni minni var vel mannað og skemmtu allir sér dável. Náði Bjössi sér í nokkrar góðar innflutningsgjafir og státar meðal annars af nýrri eldhúsvog, handklæðum og rauðvínsflösku :D
Þrátt fyrir góð fyrirheit og aðgát í drykkju náði ég mér í smá þynnku á laugardeginum sem var ekki sem heppilegast því mamma mín kom í heimsókn á laugardaginn og skelltum við Eva systir okkur með henni á Árbæjarsafnið. Eftir að hafa skoðað vel nokkur salernin á safninu náði ég mér að fullu en gleymdi að taka myndir sökum vanlíðan.. enda hafa líklegast flestir farið þarna uppeftir nema ég! En ekki var dagurinn búinn þar sem við þræddum nokkrar vel valdar búðir og græddi ég meðal annars bol og pils ásamt mat á Ruby Tuesday áður en kvöldið endaði með vídeóglápi og nammiáti langt fram á kvöld...
Í dag var svo frekar slæmt veður þannig að við héldum okkur innandyra og þá sérstaklega í Smáralindinni þar sem allt var að verða vitlaust út af útsölulokum. Merkilegt hvaða fólk kemur fram á sjónarsviðið þegar góð verð eru í boði;) Klikkti svo út með frábærum kvöldmat hjá Denna frænda mínum á 10. hæð í Salahverfinu í Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar. Allt í allt góð helgi og gaman að fá mömmu í heimsókn :)
ætla að kíkja á myndina um Hitler, ef ég er ekki búin að missa af henni, vonandi höfðu þið það jafn gott um helgina og ég :)
Á föstudaginn fór ég í innflutnings/kveðjupartý hjá honum Bjössa í Drápuhlíðinni; jú hann flutti inn í nýju íbúðina sína og var síðan að fljúga aftur til Belgíu í dag í mánaðarvinnutörn eða svo. Eins og sjá má á myndasíðunni minni var vel mannað og skemmtu allir sér dável. Náði Bjössi sér í nokkrar góðar innflutningsgjafir og státar meðal annars af nýrri eldhúsvog, handklæðum og rauðvínsflösku :D
Þrátt fyrir góð fyrirheit og aðgát í drykkju náði ég mér í smá þynnku á laugardeginum sem var ekki sem heppilegast því mamma mín kom í heimsókn á laugardaginn og skelltum við Eva systir okkur með henni á Árbæjarsafnið. Eftir að hafa skoðað vel nokkur salernin á safninu náði ég mér að fullu en gleymdi að taka myndir sökum vanlíðan.. enda hafa líklegast flestir farið þarna uppeftir nema ég! En ekki var dagurinn búinn þar sem við þræddum nokkrar vel valdar búðir og græddi ég meðal annars bol og pils ásamt mat á Ruby Tuesday áður en kvöldið endaði með vídeóglápi og nammiáti langt fram á kvöld...
Í dag var svo frekar slæmt veður þannig að við héldum okkur innandyra og þá sérstaklega í Smáralindinni þar sem allt var að verða vitlaust út af útsölulokum. Merkilegt hvaða fólk kemur fram á sjónarsviðið þegar góð verð eru í boði;) Klikkti svo út með frábærum kvöldmat hjá Denna frænda mínum á 10. hæð í Salahverfinu í Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar. Allt í allt góð helgi og gaman að fá mömmu í heimsókn :)
ætla að kíkja á myndina um Hitler, ef ég er ekki búin að missa af henni, vonandi höfðu þið það jafn gott um helgina og ég :)
5. ágúst 2005
le weekend
jebbs, enn ein helgin að sigla í höfn, bara eftir að vinna í 4 tíma, kíkja í ræktina, klára að skúra íbúðina og þá er þetta klárt :) Mamma er að kíkja í heimsókn um helgina og við ætlum að tjútta upp á Árbæjarsafn og eitthvað fleira skemmtilegt eftir veðri.
Svo er náttlega Gay Pride gangan á morgun kl. 15, hvet alla sem vilja sýna lit að flykkjast niður á laugarveg og fylgjast með herlegheitunum.. Minni líka á að við erum að selja nælur til styrktar Samtökunum í apótekinu mínu (500 kjall) og eru þær að sjálfsögðu í regnbogalitunum :)
Er víst við það að verða of sein í vinnuna þannig að ég hef þetta stutt í dag, lofa góðum pistli um ferðir helgarinnar á morgun og hinn,
góðar stundir
Svo er náttlega Gay Pride gangan á morgun kl. 15, hvet alla sem vilja sýna lit að flykkjast niður á laugarveg og fylgjast með herlegheitunum.. Minni líka á að við erum að selja nælur til styrktar Samtökunum í apótekinu mínu (500 kjall) og eru þær að sjálfsögðu í regnbogalitunum :)
Er víst við það að verða of sein í vinnuna þannig að ég hef þetta stutt í dag, lofa góðum pistli um ferðir helgarinnar á morgun og hinn,
góðar stundir
3. ágúst 2005
IKEA this couch is comfortable
Góðir hálsar, draumadjobbið mitt féll mér í skaut í dag þegar mér var tilkynnt um að ég væri ráðin í húsgagnadeild IKEA frá og með 1. september en hægt er að sjá preview af mér í gallanum (yeah baby) helgina 13-14 ágúst þar sem ég verð 'in training' :D
vonum bara að það falli ekki ský á dýrðarljóma IKEA sem ég hef byggt upp staðfastlega undanfarin ár...
vonum bara að það falli ekki ský á dýrðarljóma IKEA sem ég hef byggt upp staðfastlega undanfarin ár...
2. ágúst 2005
ágúst
jæja,
Fór í atvinnuviðtal áðan sem gekk held ég bara glimrandi - fæ að vita meira á fimmtudaginn :) Er núna að vinna hálfan daginn í apótekinu og finnst það held ég bara fínt.. gott að vera búin kl. 16 ekki satt?
Gerði mest lítið um helgina nema glápa á alls kyns sjónvarpsefni, föndra, spila tölvuleiki og bölva veðrinu. Í þessum rituðu orðum brýst sólin fram úr skýjunum og skellir nokkrum geislum inn til mín.. ljúft..
Fór í atvinnuviðtal áðan sem gekk held ég bara glimrandi - fæ að vita meira á fimmtudaginn :) Er núna að vinna hálfan daginn í apótekinu og finnst það held ég bara fínt.. gott að vera búin kl. 16 ekki satt?
Gerði mest lítið um helgina nema glápa á alls kyns sjónvarpsefni, föndra, spila tölvuleiki og bölva veðrinu. Í þessum rituðu orðum brýst sólin fram úr skýjunum og skellir nokkrum geislum inn til mín.. ljúft..
1. ágúst 2005
og birtan kom og fór
get ekki sofið. ein heima, horfði á himininn dökkna og lokaði augunum. fjórum tímum og talsvert auknu birtustigi síðar sit ég enn og bíð eftir að svefninn komi. ég held að stundum þurfi líkaminn bara að stilla sig af. Ef við sofum alltaf aðeins lengur en við þurfum í raun og veru þá söfnum við á endanum nægri orku til að þurfa ekki að sofa eina nótt.. eða eitthvað.. þetta hljómaði gáfulegra í hausnum á mér...
gott veður úti. loksins komið að reykjavík að fá sinn eina góða veðurdag þessa helgina. spurning hvort ég hafi orku í dag í að gera eitthvað af viti - eða hrynja á sófann um hádegisbilið og ná ekki að standa upp aftur...
hope for the best - prepare for the worst
gott veður úti. loksins komið að reykjavík að fá sinn eina góða veðurdag þessa helgina. spurning hvort ég hafi orku í dag í að gera eitthvað af viti - eða hrynja á sófann um hádegisbilið og ná ekki að standa upp aftur...
hope for the best - prepare for the worst
30. júlí 2005
quietness
það er skrýtin stemmning í reykjavík í dag. Labbaði um hádegisbilið niður á lækjartorg til að taka strætó og þar sem ég labbaði í bankastrætinu mátti heyra ansi mörg tungumál - en enga íslensku. Já, íslendingar eru horfnir úr 101 og reyndar stórum hluta reykjavíkur. Það er pínu skrýtið en að mestu leyti mjög þægilegt þar sem bílaumferð er mun minni um götur borgarinnar og jafnvel smáralind var hálftómleg þar sem ég gekk um og horfði á hina örfáu sem reyndu að næla sér í aukaafslátt á síðustu dögum útsölunnar.
Þar sem veðrið var ekkert sérstakt í dag fór ég nú ekki lengra en þetta og hélt mig að mestu innandyra.. er að bíða eftir matnum sem við pöntuðum,kíki á nýjar myndir af Óskari Smára og vonast eftir betra veðri á morgun...
Þar sem veðrið var ekkert sérstakt í dag fór ég nú ekki lengra en þetta og hélt mig að mestu innandyra.. er að bíða eftir matnum sem við pöntuðum,kíki á nýjar myndir af Óskari Smára og vonast eftir betra veðri á morgun...
29. júlí 2005
föstudagur til fjár
Fyrst af öllu vil ég óska þeim er fengu endurgreiðslu frá skattinum til hamingju með daginn! Það er alltaf gaman að fá aukapening - næstum eins og maður hafi fengið þá ókeypis!
Að sama skapi vil ég samhryggjas þeim er þurfa að greiða aukalega í ríkissjóð.. amen.
En nú er helgin víst runnin upp, föstudagur og fínt. Vona samt að það verði ágætt að gera í vinnunni í dag svo tíminn líði hratt og vel! Nenni ekki að vera í rólegri stemmningu í 8 klst. og telja mínúturnar þar til dagurinn er búinn!
Ég hef sem sagt ákveðið að vera í Reykjavík yfir helgina, ætla að taka 'tourist for a day' og reyna að finna eitthvað skemmtilegt myndefni á leiðinni.. held ég verði að vera með lítinn bakpoka til að vera ekta.. er það ekki?
Að sama skapi vil ég samhryggjas þeim er þurfa að greiða aukalega í ríkissjóð.. amen.
En nú er helgin víst runnin upp, föstudagur og fínt. Vona samt að það verði ágætt að gera í vinnunni í dag svo tíminn líði hratt og vel! Nenni ekki að vera í rólegri stemmningu í 8 klst. og telja mínúturnar þar til dagurinn er búinn!
Ég hef sem sagt ákveðið að vera í Reykjavík yfir helgina, ætla að taka 'tourist for a day' og reyna að finna eitthvað skemmtilegt myndefni á leiðinni.. held ég verði að vera með lítinn bakpoka til að vera ekta.. er það ekki?
27. júlí 2005
Versló, hjálp hjálp!
ok,
veit einhver um bílfar norður til akureyrar á föstudaginn eftir kl 18:00?? Og kannski til baka á mánudeginum? Endilega látið mig vita því ég er alveg til í að kíkja heim um helgina :)
veit einhver um bílfar norður til akureyrar á föstudaginn eftir kl 18:00?? Og kannski til baka á mánudeginum? Endilega látið mig vita því ég er alveg til í að kíkja heim um helgina :)
26. júlí 2005
Pepsi er kominn í heiminn!
Já ég hafði rétt fyrir mér í morgun þegar ég sagði að þetta yrði góður dagur því Eva Stína og Anders eignuðust lítinn strák í dag kl. 17:28 að dönskum staðartíma og hefur hann hlotið nafnið Oskar Smári.
Innilega til hamingju, til lykke Anders, með krúttlegan 53 cm og 3450gr þungan strák!
Innilega til hamingju, til lykke Anders, með krúttlegan 53 cm og 3450gr þungan strák!
Lovin' you
Það er gott að byrja daginn á einhverju skemmtilegu og góðu!
Sit heima og hlusta á Lovin' you með Minnie Rippleton en þetta er eitt frábærasta lag sem ég veit um.. hún þarf að punga út einum hæsta tón sem heyrst hefur! Mæli með þessu lagi ef fólk þarf svona pick-me-up.
Sól úti - stefnir í frábæran dag
Sit heima og hlusta á Lovin' you með Minnie Rippleton en þetta er eitt frábærasta lag sem ég veit um.. hún þarf að punga út einum hæsta tón sem heyrst hefur! Mæli með þessu lagi ef fólk þarf svona pick-me-up.
Sól úti - stefnir í frábæran dag
24. júlí 2005
foggy Mcfog
eftir sólskin síðustu viku hlaut að koma að skuldadögum... búin að sitja inni í þokunni og hlusta á tónlist, þvo þvott og laga til - sem sagt allt það sem maður nennir ekki að gera í góðu veðri..
veðrið stýrir alveg hversu hress maður er... hef tildæmis eitt deginum í dag í algerri rósemd miðað við gærdaginn þegar allt fallega fólkið í nauthólsvíkinni vakti með mér sumarstuð sem ég hef ekki fundið lengi! Er líka komin með nýja uppáhaldslykt.. það er sólarvörn + brúnkulykt + útilykt og smá dass af heilbrigðum svita (ekki illaþefjandi). V. nice.
Leit annars yfir bókahilluna mína í dag og sá nokkrar bækur með bókamerki einhvers staðar í miðjunni.. held ég verði að klára eitthvað af þessum bókum og dró því fram The Colony of Unrequited Dreams eftir Wayne Johnston (kanada) en hún fjallar í stuttu máli um mann og konu sem tengjast beint og óbeint róstursamri sögu Nýfundnalands... Jeramy gaf mér hana og ég held ég verði að klára hana ef hann er eitthvað á leiðinni til landsins, hehe.
jæja, taka úr vélinni, borða og sofa svo vel og lengi..
veðrið stýrir alveg hversu hress maður er... hef tildæmis eitt deginum í dag í algerri rósemd miðað við gærdaginn þegar allt fallega fólkið í nauthólsvíkinni vakti með mér sumarstuð sem ég hef ekki fundið lengi! Er líka komin með nýja uppáhaldslykt.. það er sólarvörn + brúnkulykt + útilykt og smá dass af heilbrigðum svita (ekki illaþefjandi). V. nice.
Leit annars yfir bókahilluna mína í dag og sá nokkrar bækur með bókamerki einhvers staðar í miðjunni.. held ég verði að klára eitthvað af þessum bókum og dró því fram The Colony of Unrequited Dreams eftir Wayne Johnston (kanada) en hún fjallar í stuttu máli um mann og konu sem tengjast beint og óbeint róstursamri sögu Nýfundnalands... Jeramy gaf mér hana og ég held ég verði að klára hana ef hann er eitthvað á leiðinni til landsins, hehe.
jæja, taka úr vélinni, borða og sofa svo vel og lengi..
23. júlí 2005
Rosemary, heaven restores you in life
Sit heima, hlusta á Interpol og hugsa um hvernig hægt sé að búa til svona góða tónlist?
Frestaði Viðeyjarferðinni minni aðeins - fer bara næstu helgi í staðinn. Hef verið að melta Potterinn síðan ég kláraði hann.. held ég verði að lesa hana aftur eftir svona mánuð til að gera mér fulla grein fyrir henni því það er margt útskýrt en svo opnar Rowling líka fullt af dyrum sem hún er ekkert að loka aftur á eftir sér.. veit bara það að síðasta bókin verður örugglega erfið í skrifum - hvað þá lestri.
Sumarblíðan hérna á svölunum er frábær.. ligg og reyni að krækja mér í svona hint og a tint en nenni samt ekki að vera leðurfés heldur :)
vona að þið hafið það gott.. kannski fer ég í nauthólsvík á eftir? hver veit, hver veit...
Frestaði Viðeyjarferðinni minni aðeins - fer bara næstu helgi í staðinn. Hef verið að melta Potterinn síðan ég kláraði hann.. held ég verði að lesa hana aftur eftir svona mánuð til að gera mér fulla grein fyrir henni því það er margt útskýrt en svo opnar Rowling líka fullt af dyrum sem hún er ekkert að loka aftur á eftir sér.. veit bara það að síðasta bókin verður örugglega erfið í skrifum - hvað þá lestri.
Sumarblíðan hérna á svölunum er frábær.. ligg og reyni að krækja mér í svona hint og a tint en nenni samt ekki að vera leðurfés heldur :)
vona að þið hafið það gott.. kannski fer ég í nauthólsvík á eftir? hver veit, hver veit...
21. júlí 2005
20. júlí 2005
afsakið mig umheimur
en Harry Potter var að koma í póstinum... verð ekki til viðtals fyrr en henni er lokið.. skiljið eftir skilaboð ef eitthvað er ;)
19. júlí 2005
...og Esjan á ný
já það er satt.. ég og María Erla gengum aftur á Esjuna í kvöld!
Hún kom með þessa líka snilldarhugmynd.. að labba einu sinni í viku, alltaf í klukkutíma og sjá hversu mikið þolið eykst í hvert skipti! Við komumst einni hæð lengra en fyrir tveimur vikum á jafnlöngum tíma og ætlum að reyna að fara á næstu hæð eftir viku!
Auðvitað mundi ég eftir myndavélinni núna og setti inn 5 nýjar myndir af því tilefni (reyndar allar af Maríu eða landslagi :) þannig að þið getið dæmt um gott veður og svona.. við vorum alla veganna að stikna!
Held ég skelli mér bara í bólið, það tekur ágætlega á að labba fjöll...
Hún kom með þessa líka snilldarhugmynd.. að labba einu sinni í viku, alltaf í klukkutíma og sjá hversu mikið þolið eykst í hvert skipti! Við komumst einni hæð lengra en fyrir tveimur vikum á jafnlöngum tíma og ætlum að reyna að fara á næstu hæð eftir viku!
Auðvitað mundi ég eftir myndavélinni núna og setti inn 5 nýjar myndir af því tilefni (reyndar allar af Maríu eða landslagi :) þannig að þið getið dæmt um gott veður og svona.. við vorum alla veganna að stikna!
Held ég skelli mér bara í bólið, það tekur ágætlega á að labba fjöll...
skipulagning
Vaknaði í morgun og var einhvern veginn full af orku! Hef ákveðið að taka fyrsta "tourist for a day" næsta laugardag og er strax byrjuð að plana! :) Eftir mikla googlun og verðkönnun hef ég ákveðið að fara út í Viðey og þar sem fyrsta ferð er ekki fyrr en kl. 13:00 hef ég jafnvel viðkomu í Fjölskyldu og húsdýragarðinum til að kíkja á þetta parísarhjól...
Hafi einhver áhuga á að fara með mér má alltaf íhuga það ;)
Held ég hafi samt skemmt eitthvað í vinstri hendinni í gær í ræktinni.. erum búin að vera að gera ansi miklar þríhöfðaæfingar síðustu 3 skipti eða svo og mér er illt í olnboganum og öllum vöðvanum.. virkar ekki eins og strengir heldur eitthvað miklu miklu meira... get nú samt varla neitað því að mér finnst glitta í félaga hans tvíhöfðann þegar ég spenni hendina.. flott að sjá vöðva rísa upp úr sínu verndaða umhverfi,þ.e.e fitulaginu ;)
jæja, enn einn sólardagurinn runninn upp.. maður fer bara að venjast þessu, ha?
Hafi einhver áhuga á að fara með mér má alltaf íhuga það ;)
Held ég hafi samt skemmt eitthvað í vinstri hendinni í gær í ræktinni.. erum búin að vera að gera ansi miklar þríhöfðaæfingar síðustu 3 skipti eða svo og mér er illt í olnboganum og öllum vöðvanum.. virkar ekki eins og strengir heldur eitthvað miklu miklu meira... get nú samt varla neitað því að mér finnst glitta í félaga hans tvíhöfðann þegar ég spenni hendina.. flott að sjá vöðva rísa upp úr sínu verndaða umhverfi,þ.e.e fitulaginu ;)
jæja, enn einn sólardagurinn runninn upp.. maður fer bara að venjast þessu, ha?
17. júlí 2005
píparar, sólskin og líkamsrækt
Jæja.. langaði ekkert að blogga í gær og fyrradag en best að láta eitthvað flakka núna!
Á föstudaginn fenguð við loksins pípara til að kíkja á klósettkassann okkar og náðu þeir nokkurn veginn að laga hann en samt ekki.. þeir koma víst aftur eftir helgina til að græja sturtuna okkar þannig að maður verður bara að vera þolinmóður þangað til... Það glitti í ágætis veður þann daginn en í gær var rigning rigning rigning..
Fór í ræktina í einn svakalegasta tíma sem kenndur hefur verið (ein pían í hópnum gékk út sökum svima og blóðsykurfalls) og sit ég núna á sárþjáðum vöðvum sem náðu þó að klára allt sem átti að gera :)
Þrátt fyrir mikla rigningu var ágætlega heitt og var hægt að hafa opið út mest allan daginn; sat aðallega og prjónaði, las í Potter og horfði svo á mynd á Rúv um leiðangur til Mars..stuð.
Í dag hins vegar er frábært veður! Ég notaði tækifærið og lagðist í alvöru sólbað út á svairnar mínar í um klukkutíma (þoli illa mikinn hita) og held svei mér þá að ég hafi náð mér í fleiri freknur á nefið! Nú þegar ský dregur fyrir sólu held ég að ég lagi aðeins betur til hérna.. merkilegt hvað ryk sést alltaf betur þegar veðrið verður gott og mann langar til að gera ALLT annað en laga til... böl, böl..
Á föstudaginn fenguð við loksins pípara til að kíkja á klósettkassann okkar og náðu þeir nokkurn veginn að laga hann en samt ekki.. þeir koma víst aftur eftir helgina til að græja sturtuna okkar þannig að maður verður bara að vera þolinmóður þangað til... Það glitti í ágætis veður þann daginn en í gær var rigning rigning rigning..
Fór í ræktina í einn svakalegasta tíma sem kenndur hefur verið (ein pían í hópnum gékk út sökum svima og blóðsykurfalls) og sit ég núna á sárþjáðum vöðvum sem náðu þó að klára allt sem átti að gera :)
Þrátt fyrir mikla rigningu var ágætlega heitt og var hægt að hafa opið út mest allan daginn; sat aðallega og prjónaði, las í Potter og horfði svo á mynd á Rúv um leiðangur til Mars..stuð.
Í dag hins vegar er frábært veður! Ég notaði tækifærið og lagðist í alvöru sólbað út á svairnar mínar í um klukkutíma (þoli illa mikinn hita) og held svei mér þá að ég hafi náð mér í fleiri freknur á nefið! Nú þegar ský dregur fyrir sólu held ég að ég lagi aðeins betur til hérna.. merkilegt hvað ryk sést alltaf betur þegar veðrið verður gott og mann langar til að gera ALLT annað en laga til... böl, böl..
14. júlí 2005
Do mine eyes deceive me?
vaknaði í morgun, þurfti að blikka augunum nokkrum sinnum þegar ég sá að herbergið mitt var uppljómaðra en venjulega.. gleymdi ég að slökkva ljósin aftur?? En neeeeeiiii.. það var SÓL úti!! Langt síðan við sáumst síðast kella!
Ég hef sem sagt verið að hugsa um þá ákvörðun mína að búa í Reykjavík í sumar.. hvort hún hafi verið rétt eða hvort rigning skipti engu máli.. sé svo stór hluti af Íslandi... En, ég nenni ekki endalausri rigningu og fagna því komu sólarinnar, þó hún stansi kannski stutt í þetta sinn..
fann annars linkinn á fyndnustu flash mynd ever! sá hana fyrir löngu síðan, tapaði linknum en fann hann aftur! smellið hér ef þið viljið sjá heimsendi:)
jæja, í vinnuna.. vona að ég verði ekki rænd
Ég hef sem sagt verið að hugsa um þá ákvörðun mína að búa í Reykjavík í sumar.. hvort hún hafi verið rétt eða hvort rigning skipti engu máli.. sé svo stór hluti af Íslandi... En, ég nenni ekki endalausri rigningu og fagna því komu sólarinnar, þó hún stansi kannski stutt í þetta sinn..
fann annars linkinn á fyndnustu flash mynd ever! sá hana fyrir löngu síðan, tapaði linknum en fann hann aftur! smellið hér ef þið viljið sjá heimsendi:)
jæja, í vinnuna.. vona að ég verði ekki rænd
13. júlí 2005
hell of a way to end a partnership
já, klassa setning, sjúklega flott!
Fór sem sagt á Sin City í gær og verð að viðurkenna að ég skemmti mér konunglega! Svolítið brútal á köflum, en ég meina hey er það ekki bara fínt?
Ógeðslega flott myndataka, geðveikt innsetning á grafíkinni, klikkaðir búningar þannig að ég mæli hiiiiklaust með henni!
Fór sem sagt á Sin City í gær og verð að viðurkenna að ég skemmti mér konunglega! Svolítið brútal á köflum, en ég meina hey er það ekki bara fínt?
Ógeðslega flott myndataka, geðveikt innsetning á grafíkinni, klikkaðir búningar þannig að ég mæli hiiiiklaust með henni!
12. júlí 2005
næringarfræði
ok.. fór í gærkvöldið á fyrirlestur tengdum námskeiðinu mínu í hreyfingu, og snérist þessi fundur sem sagt um næringarfræði. Ólafur G. Sæmundsson mætti sem sagt og skellti staðreyndunum fram alveg hægri vinstri og það merkilega var að maður hafði ekki heyrt þetta allt saman áður. Ég skemmti mér alveg stórvel og vona að þetta breyti ýmsu...
Það er búið að rigna svo mikið og leiðinlega hérna síðustu daga að ég hef varla nennt að anda! Sat heima á sunnudaginn og föndraði, hringdi í Evu Stínu (alveg að koma barn) og glápti með öðru auganu á sjónvarpið.. ekki beint veður til gönguferða þann daginn!
er núna í vinnunni, ætla á Sin City í kvöld og War of the Worlds á sunnudaginn... olræt olræt...
Það er búið að rigna svo mikið og leiðinlega hérna síðustu daga að ég hef varla nennt að anda! Sat heima á sunnudaginn og föndraði, hringdi í Evu Stínu (alveg að koma barn) og glápti með öðru auganu á sjónvarpið.. ekki beint veður til gönguferða þann daginn!
er núna í vinnunni, ætla á Sin City í kvöld og War of the Worlds á sunnudaginn... olræt olræt...
9. júlí 2005
heimavið
ahh jæja,
er loksins búin að hafa mig í að laga myndirnar á myndasíðunni minni og skrifa um þær líka! svo stal ég 3 myndum af henni Maríu Erlu úr Esjugöngunni svona til að byrja á nýju albúmi sem ber heitið 'Reykjavíkursumar' og mun væntanlega verða fullt af myndum á endanum! Tók því ósköp rólega í dag ef frá er talin ræktin kl 9 í morgun.. er samt ekki enn komin með strengi þannig að þetta er rétt sem þeir segja.. þetta tekur bara eina viku :D
Er ein heima í augnablikinu þar sem Hanny, vinkona Guðjóns er farin áfram til Bretlands eftir nokkra daga heimsókn hjá okkur og Guðjón skellti sér norður á ættarmót. Sit því hér við tölvuna frekar fáklædd og nenni varla að kveikja nein ljós - gott að labba um berfættur...
Ætla mér í göngutúr og kíkk á bókasafnið á morgun, hver veit nema myndavélin verði við höndina ef veðrið verður gott? Safnadagurinn og svona, ekki slæmt, ekki slæmt...
er loksins búin að hafa mig í að laga myndirnar á myndasíðunni minni og skrifa um þær líka! svo stal ég 3 myndum af henni Maríu Erlu úr Esjugöngunni svona til að byrja á nýju albúmi sem ber heitið 'Reykjavíkursumar' og mun væntanlega verða fullt af myndum á endanum! Tók því ósköp rólega í dag ef frá er talin ræktin kl 9 í morgun.. er samt ekki enn komin með strengi þannig að þetta er rétt sem þeir segja.. þetta tekur bara eina viku :D
Er ein heima í augnablikinu þar sem Hanny, vinkona Guðjóns er farin áfram til Bretlands eftir nokkra daga heimsókn hjá okkur og Guðjón skellti sér norður á ættarmót. Sit því hér við tölvuna frekar fáklædd og nenni varla að kveikja nein ljós - gott að labba um berfættur...
Ætla mér í göngutúr og kíkk á bókasafnið á morgun, hver veit nema myndavélin verði við höndina ef veðrið verður gott? Safnadagurinn og svona, ekki slæmt, ekki slæmt...
8. júlí 2005
hugarfar - málfar- koddafar
vaknaði harkalega í morgun og hélt að klukkan væri hálf tíu og ég að verða of sein í vinnuna..skíthrædd um að mæta með koddafar á kinninni og ógreitt hár þannig að aldrei hef ég verið eins fljót að borða, bursta og greiða mér á ævinni.. settist svo aðeins niður og leit betur á klukkuna.. hún var rétt rúmlega 8. grrrr.. lagðist upp í sófa og gluggaði í Potterinn minn - bækur 4 og 5 svona sem undirbúning undir þá sjöttu...
Lenti annars í frekar dónalegri konu í vinnunni í dag. Ég veit að hún vinnur í fyrirtæki í grenndinni þar sem hún er sjálf í þjónustustarfi og ætti því að skilja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig - en nei. Fyrst var hún með læti yfir verðlaginu, síðan vildi hún að ég næði í allt fyrir hana og þegar kom að því að skanna og borga allt þá dró hún upp símann og gerði sig líklega til að hringja í einhvern.. ég verð að viðurkenna að ég var ekki beint að reyna að vera pen þegar ég skellti framan í hana setningunni "Viltu að ég afgreiði þig eða ekki?"
Auðvitað roðnaði pían upp í hárrót og þrykkti símanum í töskuna, borgaði og yfirgaf pleisið án þess að segja neitt. 1-0 fyrir mér.
kíkti á síðuna hennar Maríu Erlu og sá að hún er búin að setja inn Esjumyndir.. sökum þess að ég var með svona headband þá lít ég út eins og feitur súmóglímukappi á mörgum þeirra.. kennum alla vega bandinu um í þetta skiptið...
weekend, weekend, weekend i love it, olræt og át....
Lenti annars í frekar dónalegri konu í vinnunni í dag. Ég veit að hún vinnur í fyrirtæki í grenndinni þar sem hún er sjálf í þjónustustarfi og ætti því að skilja hvernig hlutirnir ganga fyrir sig - en nei. Fyrst var hún með læti yfir verðlaginu, síðan vildi hún að ég næði í allt fyrir hana og þegar kom að því að skanna og borga allt þá dró hún upp símann og gerði sig líklega til að hringja í einhvern.. ég verð að viðurkenna að ég var ekki beint að reyna að vera pen þegar ég skellti framan í hana setningunni "Viltu að ég afgreiði þig eða ekki?"
Auðvitað roðnaði pían upp í hárrót og þrykkti símanum í töskuna, borgaði og yfirgaf pleisið án þess að segja neitt. 1-0 fyrir mér.
kíkti á síðuna hennar Maríu Erlu og sá að hún er búin að setja inn Esjumyndir.. sökum þess að ég var með svona headband þá lít ég út eins og feitur súmóglímukappi á mörgum þeirra.. kennum alla vega bandinu um í þetta skiptið...
weekend, weekend, weekend i love it, olræt og át....
7. júlí 2005
orð
hvað er hægt að segja?
Sat í dag með kökk í hálsinum þegar ég heyrði fréttir af árásunum í London.. það er eitthvað svo hrikalegt við atburði sem virðast svo fjarri manni en þó svo nærri..
deyfð, sorg, reiði, hræðsla... vona að það verði ekki fleiri sprengingar
Sat í dag með kökk í hálsinum þegar ég heyrði fréttir af árásunum í London.. það er eitthvað svo hrikalegt við atburði sem virðast svo fjarri manni en þó svo nærri..
deyfð, sorg, reiði, hræðsla... vona að það verði ekki fleiri sprengingar
6. júlí 2005
Fjallgangan
vááááááááááááááááá!
Það er ekki annað hægt að segja en Vá! yfir því hversu gott veður við fengum í gær, þegar ég og María Erla, ásamt systur hennar Möggu og vinkonunni Birgittu réðumst á Esjuna ásamt 40 öðrum úr félaginu Krafti. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að við myndum eflaust vera aftastar og jafnvel aldrei ná alla leið upp á topp, en við héldum samt ótrauðar áfram! Á endanum náðum við að "Steini", hnullungi sem er í raun síðasta stopp áður en gengið er í hamrabeltinu (sögðu frægir menn). Útsýnið þarna uppi er náttúrulega frábært, sáum alveg yfir Reykjavík, Mosfellsdalinn og hinum megin við Langatanga (minnir mig) þannig að þetta var alveg Kodak moment.. en ég gleymdi myndavélinni minni :( Sem betur fer stóðu stelpurnar sig vel í myndatökunni og ætlar María mín að senda mér einhverjar myndir sem ég get sett inn á myndasíðuna mína.. Eftir hraða niðurgöngu (sökum þoku) og smá byltu Maríu, þá rúlluðum við í bæinn um 11 leytið, 4 tímum eftir að við lögðum af stað..
Það er nú líka skemmtilegt að segja frá því að á meðan við mörðum þetta að labba upp að Steini var hópur manna (og held 1 kona) sem hljóp - já ég sagði hljóp - upp og niður Esjuna 3svar sinnum.. hmm. tók okkur smá tíma og nokkrar manneskjur að komast að því að þetta fólk er að fara á Grænlandsjökul að taka þátt í Arctic Challenge og undirbýr sig með því að hjóla fyrst 20 kílómetra, hlaupa svo upp og niður Esjuna (einu sinni alla leið, hin 2 skiptin upp að Steini)og hjóla svo 20 kílómetra tilbaka.. Tókum sérstaklega eftir honum Edda, en hann var vel merktur á afturendanum sem við sáum nokkrum sinnum skokka framhjá okkur...
Alveg merkilegt samt, þá er ég ekki með strengi í dag - örlítið þreytt, en ekki með strengi. Mæti í annað skiptið í gymmið eftir vinnu í dag og get montað mig af þessu afreki mínu...
Ég held að þessi ganga flokkist alveg sem aukamæting í ræktina...
Það er ekki annað hægt að segja en Vá! yfir því hversu gott veður við fengum í gær, þegar ég og María Erla, ásamt systur hennar Möggu og vinkonunni Birgittu réðumst á Esjuna ásamt 40 öðrum úr félaginu Krafti. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að við myndum eflaust vera aftastar og jafnvel aldrei ná alla leið upp á topp, en við héldum samt ótrauðar áfram! Á endanum náðum við að "Steini", hnullungi sem er í raun síðasta stopp áður en gengið er í hamrabeltinu (sögðu frægir menn). Útsýnið þarna uppi er náttúrulega frábært, sáum alveg yfir Reykjavík, Mosfellsdalinn og hinum megin við Langatanga (minnir mig) þannig að þetta var alveg Kodak moment.. en ég gleymdi myndavélinni minni :( Sem betur fer stóðu stelpurnar sig vel í myndatökunni og ætlar María mín að senda mér einhverjar myndir sem ég get sett inn á myndasíðuna mína.. Eftir hraða niðurgöngu (sökum þoku) og smá byltu Maríu, þá rúlluðum við í bæinn um 11 leytið, 4 tímum eftir að við lögðum af stað..
Það er nú líka skemmtilegt að segja frá því að á meðan við mörðum þetta að labba upp að Steini var hópur manna (og held 1 kona) sem hljóp - já ég sagði hljóp - upp og niður Esjuna 3svar sinnum.. hmm. tók okkur smá tíma og nokkrar manneskjur að komast að því að þetta fólk er að fara á Grænlandsjökul að taka þátt í Arctic Challenge og undirbýr sig með því að hjóla fyrst 20 kílómetra, hlaupa svo upp og niður Esjuna (einu sinni alla leið, hin 2 skiptin upp að Steini)og hjóla svo 20 kílómetra tilbaka.. Tókum sérstaklega eftir honum Edda, en hann var vel merktur á afturendanum sem við sáum nokkrum sinnum skokka framhjá okkur...
Alveg merkilegt samt, þá er ég ekki með strengi í dag - örlítið þreytt, en ekki með strengi. Mæti í annað skiptið í gymmið eftir vinnu í dag og get montað mig af þessu afreki mínu...
Ég held að þessi ganga flokkist alveg sem aukamæting í ræktina...
5. júlí 2005
plíng-plíng-ploinks-plokks-plíng
ég er með strengi.
Ég byrjaði sem sagt í gymminu í gær og held barasta að þetta verði frábært.. ótrúlega hress pían sem er að kenna þarna og skemmtileg blanda af kvinnum. Horfði svo að sjálfsögðu á Lost í gær.. *hrollur*.. fæ alltaf svona nettan kuldahroll í endan á þáttunum þegar eitthvað óvænt gerist.. hlakka til næsta mánudags!
Í kvöld ætla ég svo að labba Esjuna með Maríu Erlu og verður athyglisvert að sjá hversu hátt við komumst ;)
Ég byrjaði sem sagt í gymminu í gær og held barasta að þetta verði frábært.. ótrúlega hress pían sem er að kenna þarna og skemmtileg blanda af kvinnum. Horfði svo að sjálfsögðu á Lost í gær.. *hrollur*.. fæ alltaf svona nettan kuldahroll í endan á þáttunum þegar eitthvað óvænt gerist.. hlakka til næsta mánudags!
Í kvöld ætla ég svo að labba Esjuna með Maríu Erlu og verður athyglisvert að sjá hversu hátt við komumst ;)
3. júlí 2005
why bother with clueless peeps?
Hversu frábært er að Live 8 tónleikarnir í Kanada voru í Barrie í Ontario? Enginn flottari en Brian Adams, þjóðarstolt (hehehe) ásamt Celine Dion alveg að meika það í LV.. flott, flott..
Gleymdi að segja frá verslunarleiðangri okkar Guðjóns í gær.. Þar sem við fengum útborgað eins og flest allir aðrir á föstudeginum ákváðum við að ekki væri nú verra að eyða einhverjum af þessum péningum og lögðum því í svaka reisu í gær. Fyrst ætluðum við bara í 4-5 búðir en áður en við vissum af var bílinn orðinn fullur af dóti og klukkan að verða 4.. man núna hvernig þetta var þegar maður var lítill og fór með foreldrunum til reykjavíkur og nánast allur tíminn fór annað hvort í búðarferðir eða kaffiboð hjá ættingjum...
Helgin er að rúlla inn í síðustu klukkutímana, er á leiðinni í Hafnarfjörðinn í heimsókn til hennar Tótu ásamt Fríðu og vonandi Maríu Erlu... á von á góðum veitingum...
Gleymdi að segja frá verslunarleiðangri okkar Guðjóns í gær.. Þar sem við fengum útborgað eins og flest allir aðrir á föstudeginum ákváðum við að ekki væri nú verra að eyða einhverjum af þessum péningum og lögðum því í svaka reisu í gær. Fyrst ætluðum við bara í 4-5 búðir en áður en við vissum af var bílinn orðinn fullur af dóti og klukkan að verða 4.. man núna hvernig þetta var þegar maður var lítill og fór með foreldrunum til reykjavíkur og nánast allur tíminn fór annað hvort í búðarferðir eða kaffiboð hjá ættingjum...
Helgin er að rúlla inn í síðustu klukkutímana, er á leiðinni í Hafnarfjörðinn í heimsókn til hennar Tótu ásamt Fríðu og vonandi Maríu Erlu... á von á góðum veitingum...
2. júlí 2005
www.live8live.com
vá.
þvílík tónlistarveisla.. þvílík samstaða.. eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita þá hef ég sérstakt dálæti á samstöðu og fagna því ávallt þegar hún er sýnd í verki - til góðs. Hef haft kveikt á sjónvarpinu í allan dag og varla misst af neinum.. fannst ótrúlegt þegar Mandela steig á svið, Desmond Tutu, stelpan sem hefði dáið fyrir 20 árum ef tónleikarnir þá hefðu ekki orðið að veruleika..
kannski finnst sumum þetta væmið - ekki mér.
hvet alla til að skrifa nafn sitt á heimasíðunni þeirra
þvílík tónlistarveisla.. þvílík samstaða.. eins og þeir sem lesa bloggið mitt vita þá hef ég sérstakt dálæti á samstöðu og fagna því ávallt þegar hún er sýnd í verki - til góðs. Hef haft kveikt á sjónvarpinu í allan dag og varla misst af neinum.. fannst ótrúlegt þegar Mandela steig á svið, Desmond Tutu, stelpan sem hefði dáið fyrir 20 árum ef tónleikarnir þá hefðu ekki orðið að veruleika..
kannski finnst sumum þetta væmið - ekki mér.
hvet alla til að skrifa nafn sitt á heimasíðunni þeirra
1. júlí 2005
It's friday... but am I in love?
Í dag er 'Canada Day', þjóðhátíðardagur þeirra manna.. ég skála fyrir þeim og hugsa um Alexander Keith's bjórinn....mmmm....mmmm...mmm..mmm...mmm....
Loksins er komin helgin langþráða, fyrsta sumarhelgin í Reykjavík, útborgunardagur og the works bara! fátt til að vera fúll yfir svo maður brosir bara og heldur ótrauður út í fyrstu sólarglætuna í langan tíma...
fékk samt smá skammt af endurvarpi í gær þar sem Ben, gamli kærastinn minn var staddur á landinu og vildi endilega hitta mig. held ég hefði kannski átt að sleppa því.. veit samt ekki.. var frekar skrýtið að hlusta á sögur af kennarastarfi í Albaníu og lenda hálfpartinn í fyrirlestri um það hvað ég væri vitlaus og vissi í raun lítið um heiminn.. þarf ekki svoleiðis kennslu frá bandaríkjamanni, takk fyrir takk!
hlakka til að njóta helgarinnar, ætla að skola af mér rykið og ilmvatnslyktina úr apótekinu og njóta þess að ganga um íbúðina berfætt og á náttbuxum...
Loksins er komin helgin langþráða, fyrsta sumarhelgin í Reykjavík, útborgunardagur og the works bara! fátt til að vera fúll yfir svo maður brosir bara og heldur ótrauður út í fyrstu sólarglætuna í langan tíma...
fékk samt smá skammt af endurvarpi í gær þar sem Ben, gamli kærastinn minn var staddur á landinu og vildi endilega hitta mig. held ég hefði kannski átt að sleppa því.. veit samt ekki.. var frekar skrýtið að hlusta á sögur af kennarastarfi í Albaníu og lenda hálfpartinn í fyrirlestri um það hvað ég væri vitlaus og vissi í raun lítið um heiminn.. þarf ekki svoleiðis kennslu frá bandaríkjamanni, takk fyrir takk!
hlakka til að njóta helgarinnar, ætla að skola af mér rykið og ilmvatnslyktina úr apótekinu og njóta þess að ganga um íbúðina berfætt og á náttbuxum...
29. júní 2005
mynda(r)legt
jæja,
loksins er ég búin að setja upp myndir! jeij! hér vinstra megin er tengill merktur 'myndirnar mínar' og má þar berja augum snilldarkvöldið 16. júní ásamt handahófskenndum myndum frá akureyri.. fleiri myndir munu síðan birtast þegar ég er ekki svona þreytt og pirruð..gleymdi nefnilega að snúa sumum myndunum.. úrbætur koma með betra skapi
þreytt, svöng, kalt og með hausverk... bara 2 dagar í helgina
loksins er ég búin að setja upp myndir! jeij! hér vinstra megin er tengill merktur 'myndirnar mínar' og má þar berja augum snilldarkvöldið 16. júní ásamt handahófskenndum myndum frá akureyri.. fleiri myndir munu síðan birtast þegar ég er ekki svona þreytt og pirruð..gleymdi nefnilega að snúa sumum myndunum.. úrbætur koma með betra skapi
þreytt, svöng, kalt og með hausverk... bara 2 dagar í helgina
28. júní 2005
this is not the fat of now - this is the fat of another existence
þessa snilldarsetningu má finna í Absolutely Fabulous myndinni The Last Shout, þar sem Saffron ætlar að gifta sig..
Hef ákveðið að taka upp þessa möntru og hef skráð mig í ræktina frá og með næsta mánudegi! hlakka mikið til að sjá hversu mikla strengi ég verð með fyrstu vikurnar.. yum.
er að vinna í því að setja inn myndir í tölvuna og er búin að redda mér aðgangi á Fotki þannig að nú vonandi verður kominn inn tengill á hana ekki seinna en annað kvöld..
skrýtið hvað maður er fljótur að komast í gírinn með suma hluti en aðra ekki. Tók mig ekki langan tíma að versla í matinn, fara að elda á hverjum degi aftur og svoleiðis en rosalega er eitthvað erfitt að finna stað fyrir allt dótið mitt.. þetta hlýtur þó að hafa komist fyrir áður en ég fór norður.. hmm, verð að leggja hausinn í bleyti og hugsa þetta allt saman..
Hef ákveðið að taka upp þessa möntru og hef skráð mig í ræktina frá og með næsta mánudegi! hlakka mikið til að sjá hversu mikla strengi ég verð með fyrstu vikurnar.. yum.
er að vinna í því að setja inn myndir í tölvuna og er búin að redda mér aðgangi á Fotki þannig að nú vonandi verður kominn inn tengill á hana ekki seinna en annað kvöld..
skrýtið hvað maður er fljótur að komast í gírinn með suma hluti en aðra ekki. Tók mig ekki langan tíma að versla í matinn, fara að elda á hverjum degi aftur og svoleiðis en rosalega er eitthvað erfitt að finna stað fyrir allt dótið mitt.. þetta hlýtur þó að hafa komist fyrir áður en ég fór norður.. hmm, verð að leggja hausinn í bleyti og hugsa þetta allt saman..
27. júní 2005
Adjessell
HÚRRA FYRIR MÉR!
er komin í þokkalega gott ADSL samband hérna í íbúðinni minni.. sit við fallegu tölvuna mína, opið út á svalir, guðjón að sauma og bara fínt..
Ferðin suður gékk sem sagt vel, flugið var rock solid, varla hristingur né pomp til að ræða. Gat samt ekki sofnað þegar ég var loksins komin upp í rúm og var þar af leiðandi sjúklega þreytt í vinnunni í dag.. sem betur fer var ekki mikið að gera :)
fínt að vera komin aftur suður þó svo að það verði skrýtið að hitta ekki restina af fjölskyldunni á hverjum degi eins og áður var.. hef mörg og mikil plön fyrir afgang sumarsins hérna í höfuðborginni, meira að segja verkefni sem ég kýs að kalla "tourist for the day" og skýrir sig eiginlega sjálft :)
ætla í bað, reyna að slappa af, er allt of spennt eitthvað..
er komin í þokkalega gott ADSL samband hérna í íbúðinni minni.. sit við fallegu tölvuna mína, opið út á svalir, guðjón að sauma og bara fínt..
Ferðin suður gékk sem sagt vel, flugið var rock solid, varla hristingur né pomp til að ræða. Gat samt ekki sofnað þegar ég var loksins komin upp í rúm og var þar af leiðandi sjúklega þreytt í vinnunni í dag.. sem betur fer var ekki mikið að gera :)
fínt að vera komin aftur suður þó svo að það verði skrýtið að hitta ekki restina af fjölskyldunni á hverjum degi eins og áður var.. hef mörg og mikil plön fyrir afgang sumarsins hérna í höfuðborginni, meira að segja verkefni sem ég kýs að kalla "tourist for the day" og skýrir sig eiginlega sjálft :)
ætla í bað, reyna að slappa af, er allt of spennt eitthvað..
26. júní 2005
farewell my love..
jæja,
held suður á bóginn eftir örfáa klukkutíma og kveð þar með mitt 'home away from home'.. eða er það heimilið mitt í reykjavík? Orðið erfitt að greina á milli hvað er heima og hvað er 'heima'. en hvað um það...
sérstakar afmæliskveðjur til Elvars Knúts - takk fyrir gott partý í gær -
veit ekki hversu sterkir hæfileikar mínir eru til þess að setja upp ADSL tenginguna mína þannig að ef ég er ekki á netinu næstu daga þá hef ég sem sagt klúðrað einhverju..
farewell, adjou, auf wiedersehen, goodbye...
held suður á bóginn eftir örfáa klukkutíma og kveð þar með mitt 'home away from home'.. eða er það heimilið mitt í reykjavík? Orðið erfitt að greina á milli hvað er heima og hvað er 'heima'. en hvað um það...
sérstakar afmæliskveðjur til Elvars Knúts - takk fyrir gott partý í gær -
veit ekki hversu sterkir hæfileikar mínir eru til þess að setja upp ADSL tenginguna mína þannig að ef ég er ekki á netinu næstu daga þá hef ég sem sagt klúðrað einhverju..
farewell, adjou, auf wiedersehen, goodbye...
24. júní 2005
réttið upp hönd...
... ef þið vissuð að það er ísbíll á Akureyri!?!?! Ég komst að þessu í dag þegar ég kom heim af Subway (matarleiðangur) og móðir mín sagði að ísbíllinn hefði komið og lagt fyrir framan húsið okkar. "Ísbíll?" sagði ég. "Já, ísbíllinn sem keyrir um bæinn og fer í sveitina og meira að segja í vaglaskóg og svona".. Halló?!? það hafði algjörlega gleymst að segja mér frá þessu!
Þessi bíll lagði sem sagt beint fyrir framan húsið mitt og dinglaði, svona eins og ekta ísbíll... ég hefði dreeepið fyrir að sjá hann! nú hef ég aðeins 2 daga til að finna út leiðina sem hann keyrir og reyna að ná mynd af honum!!
og kannski versla af honum líka :P
Þessi bíll lagði sem sagt beint fyrir framan húsið mitt og dinglaði, svona eins og ekta ísbíll... ég hefði dreeepið fyrir að sjá hann! nú hef ég aðeins 2 daga til að finna út leiðina sem hann keyrir og reyna að ná mynd af honum!!
og kannski versla af honum líka :P
23. júní 2005
310 London street
annað slagið þá hugsa ég ansi mikið um Kanada og þá mánuði sem ég var þar.. það fyndna er að það er ekki alltaf sömu hlutirnir sem ég hugsa um heldur rifjast oft upp smáatriði sem ég hélt ég væri búin að gleyma. Eins og nöfnunum á stöðunum sem ég fór á
Price Chopper var stórmarkaður rétt hjá okkur, svona bónus þeirra manna. þar keypti ég oft Lay's ketchup chips og National Enquirer og tölti svo heim yfir snjóskafla og ísilagðar gangstéttir.
The Night Kitchen var pínulítill pizzastaður, varla stærri en hjólhýsi og þú vissir aldrei hvernig pizza var til því þeir bökuðu bara úr því sem þeir áttu til þann og þann daginn. þeir áttu í harðri samkeppni við Pizza Pizza því þeir seldu 2 sneiðar og kókdós á sama verði og ein sneið hjá TNK.
The Trasheteria alltaf kallað bara the trash). skemmtistaður í 2ja hæða gömlu húsi í miðbænum. Á neðri hæðinni var dj en uppi voru pönkhljómsveitir og svona local talent. hélt upp á afmælið mitt þarna.. dansaði við Beastie Boys..
The Only. Hinn barinn þar sem við fórum oft. Eini barinn í Peterborough þar sem mátti reykja inni. svona sitjubar með ekta gömlu barborði og skrýtnu fólki inn á milli. Allir veggirnir voru þaktir innrömmuðum myndum af frægu fólki - allt frá Bítlunum til Einstein, Hendrix til Hemingway. Einu sinni á ári er haldin keppni þar sem fólk fær tækifæri til að giska á hverjir eru á öllum myndunum. Ennþá hefur enginn unnið.
The Montréal House (ávallt kallað The MoHo) Á hverjum miðvikudegi spilaði hljómsveit þar sem heitir The Silver Hearts. 10 einstaklingar sem spiluðu á píanó, fiðlu, flautu, básúnu og alls kyns hljóðfæri. Svona Tom Waits/New Orleans/blús/jazz fílíngur. Kanna af bjór á 9 dollara, ókeypis hnetur á öllum borðum - skurnin á gólfinu.
stundum sakna ég þess..
flesta daga hugsa ég bara um hversu heppin ég var að fá að upplifa þetta allt saman.
Price Chopper var stórmarkaður rétt hjá okkur, svona bónus þeirra manna. þar keypti ég oft Lay's ketchup chips og National Enquirer og tölti svo heim yfir snjóskafla og ísilagðar gangstéttir.
The Night Kitchen var pínulítill pizzastaður, varla stærri en hjólhýsi og þú vissir aldrei hvernig pizza var til því þeir bökuðu bara úr því sem þeir áttu til þann og þann daginn. þeir áttu í harðri samkeppni við Pizza Pizza því þeir seldu 2 sneiðar og kókdós á sama verði og ein sneið hjá TNK.
The Trasheteria alltaf kallað bara the trash). skemmtistaður í 2ja hæða gömlu húsi í miðbænum. Á neðri hæðinni var dj en uppi voru pönkhljómsveitir og svona local talent. hélt upp á afmælið mitt þarna.. dansaði við Beastie Boys..
The Only. Hinn barinn þar sem við fórum oft. Eini barinn í Peterborough þar sem mátti reykja inni. svona sitjubar með ekta gömlu barborði og skrýtnu fólki inn á milli. Allir veggirnir voru þaktir innrömmuðum myndum af frægu fólki - allt frá Bítlunum til Einstein, Hendrix til Hemingway. Einu sinni á ári er haldin keppni þar sem fólk fær tækifæri til að giska á hverjir eru á öllum myndunum. Ennþá hefur enginn unnið.
The Montréal House (ávallt kallað The MoHo) Á hverjum miðvikudegi spilaði hljómsveit þar sem heitir The Silver Hearts. 10 einstaklingar sem spiluðu á píanó, fiðlu, flautu, básúnu og alls kyns hljóðfæri. Svona Tom Waits/New Orleans/blús/jazz fílíngur. Kanna af bjór á 9 dollara, ókeypis hnetur á öllum borðum - skurnin á gólfinu.
stundum sakna ég þess..
flesta daga hugsa ég bara um hversu heppin ég var að fá að upplifa þetta allt saman.
22. júní 2005
bamboocha.. eða hvað?
fékk niðurstöður blóðrannsókna áðan og það er víst ekkert að mér.. nema kannski skjaldkirtlinum.. á að koma í aðra prufu í byrjun september til að sjá hvort þetta var bara eitthvað tímabundið eða ekki en ég var víst eitthvað fyrir utan eðlileg mörk. nenni varla að hafa áhyggjur af þessu fyrr en þá en ég er samt ennþá með smá svima. held ég skelli mér bara í göngutúr til að reyna að bæta úr þessu..
21. júní 2005
haltur leiðir blindan
já fólk er ótrúlegt!
mundi eftir þessu þrekvirki í dag og kíkti á heimasíðu strákanna áðan. Mæli með að sem flestir fylgist með þeim!!
fylgdist líka með feita fólkinu á s1 áðan..veit ekki hversu langt raunveruleikasjónvarp á að ganga en jújú, þetta er svaka dugnaður í þessu fólki.. ef ég á samt að vera alveg hreinskilin þá verð ég bara svöng við að horfa á þetta!! er að borða brynjuís as i pick!! hehehe
bara nokkrir dagar þar til ég kem suður aftur þannig að þið getið farið að bóka hitting með mér hvað á hverju ;)
mundi eftir þessu þrekvirki í dag og kíkti á heimasíðu strákanna áðan. Mæli með að sem flestir fylgist með þeim!!
fylgdist líka með feita fólkinu á s1 áðan..veit ekki hversu langt raunveruleikasjónvarp á að ganga en jújú, þetta er svaka dugnaður í þessu fólki.. ef ég á samt að vera alveg hreinskilin þá verð ég bara svöng við að horfa á þetta!! er að borða brynjuís as i pick!! hehehe
bara nokkrir dagar þar til ég kem suður aftur þannig að þið getið farið að bóka hitting með mér hvað á hverju ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)