5. nóvember 2005

að færa þakkir

á morgun held ég smá matarboð fyrir vinahóp minn að norðan. ég og guðjón vorum búin að ákveða þetta fyrir ári síðan en sökum anna og peningaleysis þurftum við að fresta því sí og æ þar til að nú spörkuðum við í rassinn á hvort öðru og skelltum okkur á kalkún. já, við erum sem sagt að fara að elda þakkargjörðarmáltíð á morgun og er þetta svo tímafrekt að matseldin byrjaði í dag!
Eftir martraðaferð í hagkaup í kringlunni byrjaði ég að vippa í eina graskersböku (sem tók by the way langan tíma) og eftir að hún var í höfn þurfti ég að byrja á trönuberjasósunni sem breyttist síðan í trönuberjasultu.. því ég á ekki matvinnsluvél ;) nú er ég sveitt að undirbúa mig fyrir fertugsafmæli Berglindar (til hamingju!!) sem verður veisla aldarinnar ef marka má sögusagnir!

en boðskapur hátíðarinnar er að færa þakkir. ég er mjög þakklát fyrir þessa vini mína sem eru að koma á morgun og ég er þakklát fyrir að þrátt fyrir að langt líði á milli símtala stundum þá er alltaf auðvelt að finna þráðinn aftur þegar það loks gerist.

aðrar þakkir mínar fara meira með hugboðum og rata vonandi á rétta aðila; þakkir fyrir vináttu; þakkir fyrir að kynnast fólki aftur - og jafnvel á alveg nýjann hátt; þakkir fyrir meiri tíma; þakkir fyrir fjölskylduna; þakkir fyrir lífið...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá...en þú dugleg...!

Eva Þórarinsdóttir sagði...

já þú er svo sannarlega duglega að skella í eina þakkargjörðar máltíð.. kom í faðm fjölskyldunar í morgun..og vottar fyrir jólatilhlökkun..langar mest bara að vera komin í jólafrí :)
Vona að allt gangi vel hjá þér á morgun..koss og knus..
litla sys