9. nóvember 2005

að spíta í lófana

já það er sko kominn tími til. Var að staðfesta flug heim til Akureyrar fyrstu helgina í desember til að komast í laufabrauð með fjölskyldunni. Sá að ég á að skila ritgerðunum mínum 2 dögum fyrr þannig að þessi ferð verður smá afslöppun áður en ég þarf að læra undir bókmenntafræðiprófið mitt 14. des :)

annars held ég að ég sé undir áhrifum af myrkrinu. Ég vakna á hverjum morgni allt of seint og sé að ég hef í móki slökkt á vekjaranum.. verð að laga þetta. Vaknaði rétt áðan við símhringingu frá mömmu, sem betur fer því ég á eftir að lesa eina grein áður en ég fer í skólann.

sé fram á erfiðar 3 vikur en þá verður maður bara að brosa, drekka kaffi og vona það besta!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég er að suffer með veðrið líka... kannski eigum við bara að hætta í skólanum og förum í bakarí að fá okkur jólakexið sem ég elska... nei það er ekki það slæmt... við skulum ekki hætta í skólanum... en ég er alveg til í að borða kex í staðinn... something to get us up in the mornings 'cos Martin's lectures on Oklahoma just ain't doing it! :-)

Lára sagði...

i know! í dag vildi ég bara fara heim og sofa.. en ég þurfti í staðinn að fara í bókmenntafræðitíma í 2 og hálfan klukkutíma!!
Fáum okkur jólakex bráðum aftur.. líst vel á það!