31. desember 2004

nú árið er liðið

maður á víst að hugsa til baka og framávið á þessum tímamótum og ég er bara nokkuð sátt.
Vann í 8 mánuði í apóteki, flutti til reykjavíkur og byrjaði að búa í 101 eins og hver önnur miðbæjarrotta með fatahönnuði úr listháskólanum í þokkabót. Skellti mér í mastersnám í háskólanum og fékk hökurnar á píunum á póstinum til að skella í borðið (fliss fliss), fékk já vinnu á póstinum og er víst ein af duglegustu manneskjunum þar (veivei). Gott ár, gott ár.. svona eins og 2 ára hvítvín :)

Nú framundan er svo árið mikla 2005 þar sem ég mun víst smella í 25 ára aldurinn..hmm.. einungis 20 dagar í það, ahemm, blóm og kransar afþakkaðir! Við rottumst áfram í 101 og hver veit nema við guðjón endum bæði á kassa í IKEA - við elskum alla vega húsgögnin meira en margt annað...

Hafiði það gott í kvöld, þrátt fyrir slæma veðurspá verður hægt að dunda sér ýmislegt, kojufyllerí og sms sendingar eða eitthvað skemmtilegra!
vona samt að ártalið sjáist upp í heiði... hmm, bjartsýni, bjartsýni



30. desember 2004

allt búið

árið er nánast á enda. Bara 1 og 1/2 dagur eftir og þá er víst komið 2005. Það er ekki með góðum hætti sem þessi áramót byrja. Jarðskjálftinn og flóðin í Asíu eru í öllum fréttatímum, fólk sem stendur á flugvellinum og bíður eftir að komast heim, aðeins á sundfötunum og veit jafnvel ekki hvar hinir úr ferðinni eru niðurkomnir. Þrátt fyrir allar þessar hörmungar þá á ég mjög erfitt með að finna fyrir neinu þegar ég sé þessar myndir. Þetta er einhvern veginn óraunverulegt - eins og deleted shots úr myndinni The day after tomorrow... ég skil ekki hvernig sinnuleysið getur orðið svona mikið en ég held að þetta sé einfaldlega of stórt til þess að maður nái fullkomlega utanum þetta.

Svo heyrði ég sænska fjölskyldu segja frá því hvernig fólk á Sri Lanka gékk úr rúmi fyrir þau- meira að segja 75 ára gömul hjartveik kona. Það fór nú smá flökt um hjartað mitt en ekki nóg. Það er meiri kærleikur og fórnfýsi hjá fólkinu sem lendir í hamförunum heldur en hinum sem fylgjast aðeins með á sjónvarpsskjánum.
Það sem syrgir mig mest er fréttin sem ég las á mbl.is í gær um það að bandaríkin sögðu að "hugsanlega mætti gefa upp skuldir asíuríkja vegna hamfaranna". Hugsanlega? þetta eru ekki skilaboðin sem við eigum að senda fólkinu þarna..

28. desember 2004

hvíld

jólafríið mitt er frábært... ég vakna aldrei fyrr en um hálf 11 í fyrsta lagi og rúlla þá fram á gang ennþá í náttfötunum og skipti ekki fyrr en ég þarf að fara út úr húsi... Var annars veik á annan í jólum, týpískt spennufall hjá minni, búin að vera slöpp síðustu vikuna fyrir jól, bera út póst eins og mófó og varla hafa tíma til að borða eða hvíla mig vegna jólaundirbúnings sem ég hélt að væri bráðnauðsynlegur. Veit það núna að hamingja felst ekki eingöngu í nýbónuðu gólfi og smákökum. Átti annars yndislega jólahelgi, fékk falleg jólakort (takk fyrir myndina María og Krummi) og ofsalega gott að borða..kannski og mikið af þessu síðarnefnda :)

Nú þegar nokkurs konar hversdagleiki er tekinn við þá hef ég hellt mér út í föndur með mömmu og evu systur. Er búin að búa til 7 filtskraut til að hengja á tré eða í glugga + 2 þæfðar ullarbjöllur og svo sníkti ég efni í 6 glasamottur frá mömmu (einnig úr þæfðri ull) hehe.. alveg merkilegt hvað maður getur gert ef maður sleppir því að glápa á sjónvarpið í smá stund. er núna á leiðinni uppí bæ með önnu möggu til að kíkja aðeins í búðir og fá mér heitt kakó á bláu könnunni...

25. desember 2004

jólaboð

Vaknaði í morgun um kl. 10, svaf vel og naut þess að vakna og sjá ekki glóru út um gluggann... snjórinn náði mér upp á mið læri fyrir utan hurðina, nennti ekki út. Eyddi deginum í að spila tölvuleik, fylgjast með trausta frá gásum ryðja götuna mína og bíða eftir jólaboði með ættinni...
sit nú og bíð eftir að Harry Potter myndin byrji í sjónvarpinu svo ég geti farið úr nælonsokkunum og háhæluðu skónum...

24. desember 2004

Aðfangadagur jóla er einmitt í dag

jólakveðja frá Akureyri,
Óska vinum mínum og vandamönnum um land allt, gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með þökk fyrir það gamla,
lifið heil,
Lára Þórarinsdóttir

23. desember 2004

skata, það er vond lykt af þér

Ég er komin heim!!
Ég vil byrja á að biðjast afsökunnar á bloggleysi hérna síðustu vikuna eða svo en ég er búin að skríða heim eftir þramm með jólakort út um allt, og bara ekki nennt því.. og hana nú!
ÉG er þó ekki búin að sitja aðgerðarlaus, ég hnoðaði í 4 sortir að smákökum og bakaði þær; málaði eitt herbergi með guðjóni, málaði vaskaskápinn minn, bónaði vinnuherbergið, eldhúsið og bæði böðin og þvoði eins og 6 vélar af þvotti... hana nú! engin furða þótt ég hafi sofnað í vélinni á leiðinni heim áðan..

Ætla nú að njóta þess að það er þorláksmessa og fá mér eitthvað gott í gogginn, vakna svo í fyrramálið og horfa á teiknimyndirnar eins og litlu börnin... maður er ungur í anda...

15. desember 2004

jólaundirbúningur

jæja börnin góð,
þá er ég búin í skólanum, búin að baka 4 sortir af smákökum, búin að skreyta jólatréið og var að klára að skrifa jólakortin, jei! Þá er bara jólatiltektin eftir :) sit heima á gangi og nota innhringilínu í laptoppin, ekkert fyndnara - feels like the 90´s :)

er svo illt í bakinu sökum of mikils fjölda jólakorta í póst útburði.. Hef verið að taka aukahverfi til þess að drygja tekjurnar og það er ekki að gera sig fyrir bakið sko.. er samt gott að labba í 2-3 tíma, vegur ágætlega upp á móti jólaölinu og smákökunum,,,heheheheh...

Er bókuð í 2 partý á laugardaginn, mögulega.. fyrst er jólaglögg hjá þýðingarfræðinni kl 4-7 á laugardaginn og svo mögulega partý með enskunni (yeah baby yeah) seinna um kvöldið... vona að við smölum fólkinu saman - hef ekki séð suma í yfir 2 ár, svei mér þá..

jæja, nenni ekki þessu hægfara neti lengur - er á lífi og fíla jólaundirbúning.

p.s. misritaði víst titil jólabókarinnar það er sko FRÚ Pigalopp, ekki fröken - enging piparjúnka þar á ferð... mæli annars með þessum jólamyndum til að komast í skapið:
-While you were sleeping (lúmsk jólamynd -stuð)
-Love Actually (þarf eitthvað að útskýra það?)
-The Grinch (hahahahahhaa -tick tock, mannstu eva?)
-The night before christmas (schnillld)
-Home for the holidays (fjallar reyndar meira um Thanksgiving but i love it)
-National Lampoon´s christmas vacation (er á skjá einum á laugardaginn kl. 9)
-Elf (á reyndar eftir að sjá hana en heyri góða hluti

12. desember 2004

Lúðraþytur og fagnaðarlæti

Já krakkar mínir, haldiði að ég sé ekki bara búin... jú búin!! Ég er loksins komin í´jólafrí og get nú farið að huga að bakstri, skreytingum og jólaþrifum!!!

Ég tók mér smá frí í gær þar sem ég sá grænt og bæði augun mín voru blóðhlaupin vegna of mikillar viðveru við tölvuskjáinn :) fór í leiðangur með manninum mínum (guðjóni) og við keyptum jólatré og fullt af jólaskrauti á það í IKEA. Svo fengum við okkur að borða á Quiznos.. langt síðan ég hef borðað þar, namm namm namm.. Eftir þvílíkt bras við að útvega okkur sög til að sneiða aðeins af tréinu þá loksins komum við því fyrir inní stofu og skelltum seríu á það. held við ætlum að skreyta í kvöld, örugglega yfir Bond og þá eru jólin alveg að koma..´

Ef þið viljið komast í jólaskap bendi ég fólki á að lesa "Fröken Pigalopp og jólapósturinn" sem er ein af perlum barnæsku minnar. hún er í 24 köflum og hægt að lesa einn á dag ef maður getur stillt sig! Er komin á kafla 12 vegna þess að ég er alltaf svo þreytt á kvöldin, meika ekki meira en einn kafla á dag.. hehehe .. jæja, ég ætla að krúsa aðeins á netinu og bíða eftir að vera sótt... adjö peeps

9. desember 2004

Árnagarður, mitt annað heimili

tók eftir stafsetningarvillu í fyrirsögn gærdagsins.. hún er býsna flott.. ég vil nota tækifærið og þakka allan stuðning og góðar hugsanir síðustu daga, bara 2-3 dagar eftir og þá get ég orðið mennsk aftur og farið að svara símtölum og email og svona.. hef ekki getað einbeitt mér að miklu öðru en að vakna, vinna og vinna svo fyrir skólann... ég er búin að skapa mér rassafar í stólinn í tölvuverinu hérna í árnagarði og geri aðrir betur! bara 14 dagar þar til ég kem heim til akureyrar...

8. desember 2004

lagfærðingar

held ég sé að ná takinu á bloggsíðunni minni.. náði að íslenska dagsetningarnar þó þær séu ennþá eitthvað skrýtnar.. nú þarf ég bara að redda myndadæminu.. sjálfboðaliðar? sit á mínum vanalega stað í Árnagarði og læri og læri.. ég á orðið eftitt með að slaka á þegar ég fer að sofa því maður er með greyið heilann á overdrive allan daginn og langt fram á kvöld og hann er bara ekki tilbúinn að slökkva á sér svona fyrst hann er á annað borð kominn í gang... En það er miðvikudagur og bara 2 vinnudagar eftir þar til ljúfa ljúfa helgin kemur; helgin þegar allt verður búið, klappað og klárt og ég get loksins farið að jólastússast!
Við guðjón ætlum í holtagarða að kaupa jólatré og kúlur til að skreyta svo við séum nú ekta hérna fyrir sunnan.. kannski við slæðum einni skötu í körfuna líka, maður veit aldrei...

7. desember 2004

tvisvar sama dag

vá mér fer fram í þessu bloggi.. alla vega, gleymdi að minnast á frétt sem ég sá á RÚV í gærkvöld um starfsmenn öryggisgæslu á Charles Du Gaulle (ekki móðgast frönskuséní) flugvellinum sem tókst að "týna" sprengiklumpi í farangri hjá einhverjum farþega. Það sem ég fatta ekki við þessa frétt er sú staðreynd að þeir settu sprengiefnið í einhverja tösku sem þeir vissu ekki einu sinni hver átti (til þess að hafa þetta nú allt saman ekta) og hvorki hundarnir né skannarnir á flugvellinum fundu neitt! 90 flugvélar fóru frá flugvellinum á þessum tíma og þeir vita ekki neitt hvar þessi klumpur lenti.... Hversu vandræðalegt er það?

5 tíma svefn...

geisp geisp.. já það er erfitt að vera í skóla.. er ekki búin að sjá survivor í 2 vikur, ekki síðasta west wing þáttinn og sá mjög lítið af efni helgarinnar.. Á þetta nú samt á spólu og ætla að liggja fyrir framan sjónvapið næstu helgi þegar ég er búin.. allt við það sama, er enn á lífi..

5. desember 2004

sunnudagur = vinnudagur

hó hó hó, einungis 19 dagar til jóla, ekki satt? er komin á ný upp í árnagarð að vinna að verkefnum, vei! Sit hérna og fer síðustu yfirferðir yfir þýðingar til þess að vera alveg pottþétt á að þetta sé nú ekki bull hjá mér!
Var annars eitthvað slöpp í gær framan af degi en lagaðist svo og kíkti í smáralind með guðjóni. Þar keypti ég mér geðveikt kaffi frá Kaffi Tár (grýlukanil, nammi namm) en gerði svo þau mistök að drekka 3 (já 3) bolla af því kl 7 um kvöldið og var vakandi til kl 2 í nótt.. hehe það var nú samt allt í lagi því ég lærði bara lengur. Ég sé fram á að klára alfarið 3 verkefni í dag, er bara í yfirferð og staðreyndatékki þannig að ekki slæmt! (klapp á bakið)
Hef annars svooo lítið að segja þar sem líf mitt snýst um samloðunartengi og hugsanasamhengi að ég get svæft fólk alveg með umræðuefni :)
held áfram, augun strax orðin þreytt...

2. desember 2004

verkefnaskil

Jæja, þá er ég búin að skila inn þýðingunni á smásögunni minni, vei! Fríða vinkona fékk 10 fyrir sína þannig að fingers crossed! Er líka að klára ritgerð sem á að skilast á morgun og þá eru fjölmiðlaþýðingar frá.. Þannig að þetta er bara allt að smella saman og algjör óþarfi að vera eitthvað að panicka :) Er í skólanum en þarf að þjóta í vinnuna, bíður mín eflaust stór stafli af pósti þar sem það eru nú einu sinni mánaðarmót!

knús