7. desember 2004
tvisvar sama dag
vá mér fer fram í þessu bloggi.. alla vega, gleymdi að minnast á frétt sem ég sá á RÚV í gærkvöld um starfsmenn öryggisgæslu á Charles Du Gaulle (ekki móðgast frönskuséní) flugvellinum sem tókst að "týna" sprengiklumpi í farangri hjá einhverjum farþega. Það sem ég fatta ekki við þessa frétt er sú staðreynd að þeir settu sprengiefnið í einhverja tösku sem þeir vissu ekki einu sinni hver átti (til þess að hafa þetta nú allt saman ekta) og hvorki hundarnir né skannarnir á flugvellinum fundu neitt! 90 flugvélar fóru frá flugvellinum á þessum tíma og þeir vita ekki neitt hvar þessi klumpur lenti.... Hversu vandræðalegt er það?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli