Já krakkar mínir, haldiði að ég sé ekki bara búin... jú búin!! Ég er loksins komin í´jólafrí og get nú farið að huga að bakstri, skreytingum og jólaþrifum!!!
Ég tók mér smá frí í gær þar sem ég sá grænt og bæði augun mín voru blóðhlaupin vegna of mikillar viðveru við tölvuskjáinn :) fór í leiðangur með manninum mínum (guðjóni) og við keyptum jólatré og fullt af jólaskrauti á það í IKEA. Svo fengum við okkur að borða á Quiznos.. langt síðan ég hef borðað þar, namm namm namm.. Eftir þvílíkt bras við að útvega okkur sög til að sneiða aðeins af tréinu þá loksins komum við því fyrir inní stofu og skelltum seríu á það. held við ætlum að skreyta í kvöld, örugglega yfir Bond og þá eru jólin alveg að koma..´
Ef þið viljið komast í jólaskap bendi ég fólki á að lesa "Fröken Pigalopp og jólapósturinn" sem er ein af perlum barnæsku minnar. hún er í 24 köflum og hægt að lesa einn á dag ef maður getur stillt sig! Er komin á kafla 12 vegna þess að ég er alltaf svo þreytt á kvöldin, meika ekki meira en einn kafla á dag.. hehehe .. jæja, ég ætla að krúsa aðeins á netinu og bíða eftir að vera sótt... adjö peeps
12. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Congrats my dear :) frábært að heyra að prófin séu búin :)
verðum í bandi fljótt
knús mep
p.s. hvernig er föstudagskvell hjá þér??
Skrifa ummæli