31. desember 2004

nú árið er liðið

maður á víst að hugsa til baka og framávið á þessum tímamótum og ég er bara nokkuð sátt.
Vann í 8 mánuði í apóteki, flutti til reykjavíkur og byrjaði að búa í 101 eins og hver önnur miðbæjarrotta með fatahönnuði úr listháskólanum í þokkabót. Skellti mér í mastersnám í háskólanum og fékk hökurnar á píunum á póstinum til að skella í borðið (fliss fliss), fékk já vinnu á póstinum og er víst ein af duglegustu manneskjunum þar (veivei). Gott ár, gott ár.. svona eins og 2 ára hvítvín :)

Nú framundan er svo árið mikla 2005 þar sem ég mun víst smella í 25 ára aldurinn..hmm.. einungis 20 dagar í það, ahemm, blóm og kransar afþakkaðir! Við rottumst áfram í 101 og hver veit nema við guðjón endum bæði á kassa í IKEA - við elskum alla vega húsgögnin meira en margt annað...

Hafiði það gott í kvöld, þrátt fyrir slæma veðurspá verður hægt að dunda sér ýmislegt, kojufyllerí og sms sendingar eða eitthvað skemmtilegra!
vona samt að ártalið sjáist upp í heiði... hmm, bjartsýni, bjartsýni



1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár elsku Lára - hlakka til að hitta þig þegar þú kemur suður. Takk fyrir kortið sömuleiðis :)
kv. maría erla