jólafríið mitt er frábært... ég vakna aldrei fyrr en um hálf 11 í fyrsta lagi og rúlla þá fram á gang ennþá í náttfötunum og skipti ekki fyrr en ég þarf að fara út úr húsi... Var annars veik á annan í jólum, týpískt spennufall hjá minni, búin að vera slöpp síðustu vikuna fyrir jól, bera út póst eins og mófó og varla hafa tíma til að borða eða hvíla mig vegna jólaundirbúnings sem ég hélt að væri bráðnauðsynlegur. Veit það núna að hamingja felst ekki eingöngu í nýbónuðu gólfi og smákökum. Átti annars yndislega jólahelgi, fékk falleg jólakort (takk fyrir myndina María og Krummi) og ofsalega gott að borða..kannski og mikið af þessu síðarnefnda :)
Nú þegar nokkurs konar hversdagleiki er tekinn við þá hef ég hellt mér út í föndur með mömmu og evu systur. Er búin að búa til 7 filtskraut til að hengja á tré eða í glugga + 2 þæfðar ullarbjöllur og svo sníkti ég efni í 6 glasamottur frá mömmu (einnig úr þæfðri ull) hehe.. alveg merkilegt hvað maður getur gert ef maður sleppir því að glápa á sjónvarpið í smá stund. er núna á leiðinni uppí bæ með önnu möggu til að kíkja aðeins í búðir og fá mér heitt kakó á bláu könnunni...
28. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli