árið er nánast á enda. Bara 1 og 1/2 dagur eftir og þá er víst komið 2005. Það er ekki með góðum hætti sem þessi áramót byrja. Jarðskjálftinn og flóðin í Asíu eru í öllum fréttatímum, fólk sem stendur á flugvellinum og bíður eftir að komast heim, aðeins á sundfötunum og veit jafnvel ekki hvar hinir úr ferðinni eru niðurkomnir. Þrátt fyrir allar þessar hörmungar þá á ég mjög erfitt með að finna fyrir neinu þegar ég sé þessar myndir. Þetta er einhvern veginn óraunverulegt - eins og deleted shots úr myndinni The day after tomorrow... ég skil ekki hvernig sinnuleysið getur orðið svona mikið en ég held að þetta sé einfaldlega of stórt til þess að maður nái fullkomlega utanum þetta.
Svo heyrði ég sænska fjölskyldu segja frá því hvernig fólk á Sri Lanka gékk úr rúmi fyrir þau- meira að segja 75 ára gömul hjartveik kona. Það fór nú smá flökt um hjartað mitt en ekki nóg. Það er meiri kærleikur og fórnfýsi hjá fólkinu sem lendir í hamförunum heldur en hinum sem fylgjast aðeins með á sjónvarpsskjánum.
Það sem syrgir mig mest er fréttin sem ég las á mbl.is í gær um það að bandaríkin sögðu að "hugsanlega mætti gefa upp skuldir asíuríkja vegna hamfaranna". Hugsanlega? þetta eru ekki skilaboðin sem við eigum að senda fólkinu þarna..
30. desember 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er algjörlega sammála þér. Var líka að lesa áðan að maður á erfiðara með að finna til samúðar við svona hamfarir en þegar einhver einn deyr, sbr. alheimssorgina þegar Díana prinsessa dó og Móðir Teresa.
Mér finnst fréttaflutningurinn líka einkennast af því að finna mestu eymdina í þessu öllu og velta sér uppúr því framogtilbaka...
já og ástarþakkir fyrir jólakortið!
Skrifa ummæli