ég held ég sofi of mikið. Fer snemma að sofa (fyrir miðnætti) en næ yfirleitt aldrei að drulla mér á lappir á skynsamlegum tíma.. kannski ég verði að endurskoða gardínurnar mínar - sleppa dimmunni í bili ;)
Ég er annars alveg að truflast á þessari bókmenntaritgerð.. nenni ekki að vera svona lengi að þessu en þetta er að mjakast.. mjaaaaaaakast og sé ég framá að geta kannski klárað hana í dag.. en þegar ég meina klára þá meina ég "best að láta hana liggja í nokkra daga og laga hana svo.. helling" þannig að þetta er ekkert að klárast ..
eftir 12 daga fer ég heim í laufabrauð - það er 'gulrótin' mín.. klára allt fyrir þann tíma... *andvarp*
20. nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli