14. október 2005

taugaspenna

úff.. ok.. Eva systir er komin út og ég er að verða spenntari með hverju augnablikinu sem líður! veit varla hvað ég á af mér að gera þangað til eitt á morgun!!!
Fór nú í hollywood musicals í dag og horfði á Singin' in the Rain sem kom mér alveg skemmtilega á óvart. Mikið rosalega var Gene Kelly myndarlegur maður - fékk alveg hroll bara. *hrollur* ahh já.. fór svo í kaffi með Írisi Helgu vinkonu og endaði á borgarbókasafninu þar sem ég nældi mér loksin í Óskar og Bleikklædda konan og Milarepa ásamt 2 litlum bókum um London sem ég hyggst glugga í í flugvélinni :) Fór líka í bankann og náði í smá gjaldeyri- svona í lestina og þess háttar smotterí ;)
Var að ljúka við síðusta þáttinn í syrpu 2 af OC og horfði svo gott betur á fyrstu 4 þættina í syrpu 3!! ó já, talandi um að vera sjónvarpsfíkill :D

er að klára að pakka niður.. held ég verði að hoppa aðeins með íþróttaálfinum til að ná mér niður,

áfram latibær!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í London! Við Rakel stoppuðum þar á leiðinni heim, í 7 tíma, og það var sko ekki leiðinlegt að sjoppa á Oxford street :)

Þórdís St.

Nafnlaus sagði...

geggjað góða ferð beibí - see you when you get back ;) knús mep

Lára sagði...

Takk stelpur! hlakka til hlakka til hlakka til hlakka til!