31. október 2005

löng helgi

já þetta var ansi löng og þreytandi helgi þannig að ég sleppti öllu bloggi sökum andleysi og þreytu o.s.frv.En nú er kominn mánudagur þannig að ég get skrifað um allt sem gerðist (eða ekki) um helgina, jei!

Hæst ber að sjálfsögðu Hrekkjavökupartý enskudeildarinnar á föstudagskvöldið. Hverjum datt í hug að hafa fyrsta vetrarveðrið akkúrat á þessum tíma? Ég og Lisa fórum sem sexy sixties chicks og ákváðum að gera okkur klárar heima hjá Lisu í Hafnarfirði (eins nálægt Álverinu í Straumsvík og þú kemst!) og það tók okkur bara klukkutíma að keyra þangað út af veðrinu! keyrðum fram hjá tveimur árekstrum (einn bíll valt á hliðina og einn fór upp á umferðareyju og var fastur í girðingunni) þannig að við keyrðum extra varlega! Eins og sjá má á myndasíðunni minni var stuð að setja á sig augnmálingu dauðans (augun á mér eru ennþá að jafna sig) og græja hárið var ekkert mál fyrir mig en aðeins meira mál hjá Lisu þar sem hárið hennar neitar að vera öðruvísi en slétt! Eftir klukkutíma akstur aftur niður í bæ var tjúttað til miðnættis en þá þurftum við að fara heim. Geðeikt kvöld með flottum búningum og skemmtilegum magadansi líka!

Laugardagurinn byrjaði svo ansi illa, var svo þreytt eftir partýið að ég sofnaði næstum því í strætó á leiðinni í vinnuna. Ég tók að mér að fylla á smávöruna áður en búðin opnaði og var því samtals í 18 klukkutíma í gímaldinu bláa og gula.. aðeins og mikið IKEA á einni helgi. Náði nú einhvern veginn að lifa daginn af á 4 klst. af svefni en lognaðist svo út af yfir miðri Royal Tenenbaums ... æ æ .. Gærdagurinn var nokkurn veginn eins, vinna, heim, borða, sofa. Og þess vegna var ég ekkert búin að blogga því í fyrsta lagi var ég þreytt og í öðru lagi var í raun lítið að blogga um!

Er reyndar búin að vera að kíkja á framboð bíómynda á Skjánum (adsl sjónvarpið mitt) og sá að ég get horft á Goonies fyrir 250 kall!! (hehe Íris, good times :)held maður verði nú samt að passa sig - ekki missa sig í myndirnar bara því manni leiðist!

það er eitthvað í gangi í bakgarðinum okkar. síðustu daga hefur ómur loftbors hljómað um hverfið og nú er þannig komið að við finnum fyrir hristingnum þegar þeir eru að brjóta upp bergið hérna niðri.. held þeir séu samt í pásu núna.. það er ótrúleg þögn í augnablikinu...

3 ummæli:

Eva Þórarinsdóttir sagði...

snilldar myndir hjá þér. þetta hefur verið heljarinnar "dansiball" Alltaf jafn dugleg að blogga verð nú að fara að herða mig í þessu.. Tölvan er nebblega komin í lag :)
Hafðu það gott knús....

Lára sagði...

takk eva mín.. já þetta var sko "dansiball"!! já dugleg núna, blogga blogga! knús

Nafnlaus sagði...

Já rosalega var þetta gaman á föstudaginn... og rosalega vorum við sexy! ;-) Allt annað að sjá þig í Ikea yellow madness á laugardaginn elskan! hahahaha!!