Jæja.. var ég ekki búin að lofa sögu hérna á blogginu?
Á laugardaginn flaug ég sem sagt út til London. Ég lenti fyrir aftan svona líka skemmtilegt fólk þannig að ég sat með geislaspilarann minn allan tímann og er þekki nú ‘Takk’ alveg fram og tilbaka. Eftir að hafa dröslað töskunni niður í kjallara á flugvellinum náði ég Stanstead express lestinni og tók litla systir mín á móti mér á Liverpool Street station. Þaðan áttum við svo eftir 25 mín í lest að hótelinu okkar og það var ekki kalt úti!!
Klukkan var orðin svo rosalega margt að við tókum því bara extra rólega, fengum okkur að borða og löbbuðum aðeins um Bayswater og svona..
Sunnudagurinn var æðislegur! Eftir rólegan morgun þar sem við gengum um hverfið okkar hentumst við í lest til að fara og borða á Fifteen. Því miður lá svarta línan (norhtern) niðri þann daginn því kallarnir voru í verkfalli. Þeim fannst ekki nóg að fá rúmar 3 milljónir á ári fyrir að sitja fremst og ýta á start og stopp. En jæja.. við náðum nú að hitta Grétar Stein og Mörtu kærustu hans og skunduðum upp að veitingastaðnum – sem við misstum næstum því af því hann er falinn í lítilli götu sem telst vart meira en húsasund!! Við fengum frábær sæti, sáum inn í eldhúsið og alla litlu kokkana og fengum líka æðislegan mat (og við fengum að eiga matseðlana ;) Við komumst líka að því að Jamie á ekki veitingastaðinn lengur heldur á hann bara hugmyndina og kemur því sjaldan inn á staðinn bú hú.. hheeh Eftir matinn ætluðum við í Camden en vegna verkfalls kallanna var það orðið svo flókið að við fórum bara í staðinn á High Street Kensington þar sem veskið var tekið upp í ansi oft! Plönuðum svo næsta dag og horfðum á Spider man í sjónvarpinu
Mánudagurinn var án efa erfiðasti dagur sem ég hef upplifað lengi! Við fórum strax á Oxfrod Street um 10 um morguninn og vorum þar til 6 um kvöldið! Við löbbuðum búð úr búð og versluðum fyrir ansi mikinn pening en vorum sjúklega sáttar þegar við vorum búnar að þessu. Fórum svo á Leicester square til að fá okkur að borða með Grétari Steini og sáum næstum því Tim Burton og Johnny Depp því það var frumsýning á Corpse Bride.. Burton var nýlabbaður framhjá og eftir 20 mín bið þegar Deppinn var ekki búinn að láta sjá sig löbbuðum við í burtu.. Já, maður þarf að vera ansi þreyttur og svangur til þess að labba frá stórstjörnu skal ég segja ykkur ;) Fengum frábæran mat á T.G.I. Fridays þar sem ástralskur þjónn reyndi að heilla okkur upp úr skónum (enda fékk hann ágætis tip frá okkur) og fórum svo snemma að sofa enda uppgefnar.
Þriðjudagurinn var svo síðasti dagurinn í Lundúnum að sinni. Vöknuðum tíu mínútur í 9 við brunabjölluna á hótelinu en það reyndist víst bara hrekkur.. þar sem við vorum vaknaðar ákváðum við samt að skella okkur í Whiteleys, lítið moll hjá hótelinu og kaupa síðustu gjafirnar . Þar hittum við mann frá Suður Afríku sem sagðist hafa hitt íslending í apóteki einhvern tímann og komist að því að þeir töldu eins upp að 10.. asninn ég lét hann ekki telja fyrir mig.. verð víst bara að trúa honum :)
Við eyddum svo deginum í að skoma Westminster Abbey með ágætri söguleiðsögn frá Grétari og er ég nú fróðari um alla Hinrikana og Ríkharðana og Ellu drottningarnar sem eru grafnar þarna og ég held ég hafi frætt hann aðeins um nokkra rithöfundana í Poets Corner.. sweet.
Við ætluðum svo í London eye en hryllti við að eyða restinni af deginum í biðraðir. Fengum okkur vöfflu og göngutúr um svæðið í staðinn. Áttum svo alltaf eftir að græja Tax Free frá H&M þannig að við brunuð á Tottenham Court Road og fundum næstu búð sem græjaði það fyrir okkur og hlupum svo nánast í næstu lest því við áttum að sjálfsögðu eftir að ná í töskurnar og koma okkur í Stanstead lestina! Náðum á síðustu stundum og allt eftir það er eiginlega í þoku. Náðum að hálfsofa alla leiðina heim þar sem beið okkar sjúklega þykk þoka.
Í raun var frekar heitt allan tímann sem við vorum þarna, ringdi bara á nóttunni en við spókuðum okkur í sól og blíðu inn á milli búða ;) Er nú samt ótrúlega fegin að vera komin heim – Ég náði í raun bara að vaka í 8 klst. í gær því ég var svo þreytt og illt í líkamanum og með sjúklegan hausverk... en ´núna, eftir ansi mikinn svefn er ég til í slaginn, búin að kaupa miða á Sigur Rósar tónleikana, (rétt náði miða í stúku) og ætla að klæða mig í eitthvað af þessum nýju fötum!!
Túdelú öll sömul
20. október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég hlakka hlakka hlakka til þegar farið verður í systraferðina! Hana verður greinilega að undirbúa vel og æfa 8 tíma búðargöngu, tuskupokaburð og neyðarviðbrögð við logandi kreditkortum!
hehehehe ó já!! ef sú ferð verður eitthvað í líkingu við þessa þá verður að æfa þetta stíft sko! líka ákveða nokkuð vel hvað á að gera hvenær!!! ég hringi í þig á eftir ;)
úúú velkomin heim mín kæra .. þetta virðist hafa verið hörku púl en skemmtilegt!
skildi ekki alveg þessa setningu: "Ég lenti fyrir aftan svona líka skemmtilegt fólk þannig að ég sat með geislaspilarann minn allan tímann og er þekki nú ‘Takk’ alveg fram og tilbaka" hmmm
heyri í þér á morgun ;) kv. mep
Skrifa ummæli