26. október 2005

ritgerðir

ok,
er sem sagt komin niður úr gleðivímunni frá því á mánudaginn og komin aftur á jörðina :)Helst í fréttum er að ég er búin að fá samþykki fyrir ritgerðarefninu mínu í Hollywood Söngleikjum, hvernig stéttarskipting birtist í nokkrum vel völdum söngleikjum (jei!) þannig að nú á ég bara eftir að fá samþykkt efnið í bókmenntafræði.. fer í það í dag og vona að ég fái það samþykkt.. veit ekki alveg hvað ég geri annars í þessari blessuðu ritgerð...

jólin halda áfram að streyma í IKEA, meiri skreytingar á hverjum degi finnst mér og runan af fólki heldur áfram að lalla framhjá borðunum okkar og beint í skrautið.. voða lítið að gera líka undir mánaðarmótin en þá er líka bara meiri tími til að slúðra, heyra nýjustu vinnusögurnar og fleira og fleira..

Halloween partý eftir 2 daga, Lisa er á leiðinni til mín með búningahugmyndir.. hlakka til hlakka til hlakka til

p.s. Allar góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að fá nýtt brjóst!! vei vei! Til hamingju með Betty!! ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk mín kæra ;)

Lára sagði...

anytime love :)