10. október 2005

sum sum

kannski kominn tími á öppdeit?

Kom heim á fimmtudaginn í rigningu, internetleysi og hafði gleymt skólabókunum - en samt gott að koma heim :) Þrátt fyrir snjókomu undanfarna daga hef ég náð að tjútta með Önnu Möggu minni, föndra eitt piparkökuhús úr efni (mjööög flott), passa Ágúst Óla, séð systur mína flytja í nýtt hús og náð mér í hálsbólgu! og ég á eftir að vera hérna í heilan dag í viðbót - excellent work ;)

Fór svo til læknis í morgun (þess vegna er ég vakandi svona snemma) til að tékka á blóðinu mínu og svona.. vona að þetta sé bara ímyndun í mér og það sé ekkert að mér nema léleg blóðrás og ekki nægur svefn.
Ætla að eyða deginum í meira föndur, svefn og almenna afslöppun svo ég eigi nú einhverja orku eftir þegar ég fer til London næstu helgi :D

4 ummæli:

Eva Þórarinsdóttir sagði...

jahá þetta er ágætis afrakstur hjá þér.. en hafðu það gott síðasta daginn og hérna hvenær áttu að lenda í borginni ég get nú sótt þig ef ég verð ekki í tíma :) láttu mig vita..

Lára sagði...

hmm já piparköku, as in fake gingerbread house.. hehe

ég fer í loftið kl 12:10 þannig að ég lendi rétt fyrir klukkan 13.. held ég taki bara strætó heim :)

Nafnlaus sagði...

mig hlakkar til að sjá þig og heyrðu... vissurðu að Halloween partýið er svona fancy dress? Ég er með hugmynd fyrir okkur að fara sem... en ég skal segja þér þegar eg sé þig! :-)

Lára sagði...

úúúú! get varla beðið!! ræðum búningamál í hollywood á miðvikudaginn!! ;)