komin aftur í borg óttans með hálsbólgu og tilheyrandi vanlíðan. nældi mér í skemmtileg veikindi heima á akureyri en maður verður bara að hrista þetta af sér og horfa fram á við, nánar tiltekið á laugardaginn!!!
já það styttist óðum í Lundúna ferðalag okkar Evu og það er erfitt að sjá hvor okkar er spenntari! ætla að kíkja á ferðatösku hjá henni í kvöld því ég er alveg sannfærð um að mín er allt of lítil fyrir þessa reisu...
hef komist að því að síðan ég byrjaði að vinna hjá núverandi vinnuveitanda mínum hef ég lent í mörgum umræðum og lagerstöðu og lagerkerfi fyrirtækisins og hvers vegna hlutirnir séu aldrei til. þetta er stundum fyndið en stundum er það hreinlega þreytandi að þurfa að miðla upplýsingum sem fyrirtækið sjálft ætti í raun að vera að gera. en svona er þetta.
sit á náttsloppnum fyrir framan skjáinn, með netlute og vona að mér batni.. nenni ekki að vera lasin...
12. október 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli