vaknaði í morgun, þurfti að blikka augunum nokkrum sinnum þegar ég sá að herbergið mitt var uppljómaðra en venjulega.. gleymdi ég að slökkva ljósin aftur?? En neeeeeiiii.. það var SÓL úti!! Langt síðan við sáumst síðast kella!
Ég hef sem sagt verið að hugsa um þá ákvörðun mína að búa í Reykjavík í sumar.. hvort hún hafi verið rétt eða hvort rigning skipti engu máli.. sé svo stór hluti af Íslandi... En, ég nenni ekki endalausri rigningu og fagna því komu sólarinnar, þó hún stansi kannski stutt í þetta sinn..
fann annars linkinn á fyndnustu flash mynd ever! sá hana fyrir löngu síðan, tapaði linknum en fann hann aftur! smellið hér ef þið viljið sjá heimsendi:)
jæja, í vinnuna.. vona að ég verði ekki rænd
14. júlí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já veðrið skiptir máli...það er nú bara svo einfalt...kannski virkar að syngja sól sól skín á mig ský ský burt með þig ;) ég hélt það allavega þegar ég var yngri sko. Annars verð ég að játa mig seka...stal nokkrum myndum frá 16. júní af síðunni þinni þar sem ég var ekki með myndavélina mína með vona að það sé í lagi.....gaman að lesa bloggið þitt.
http://www.nike.com/usa/nikesphere/swf/stupidtshirts.swf
http://www.nike.com/usa/nikesphere/swf/autumninnewyork.swf
http://www.nike.com/usa/nikesphere/swf/perfectconditions.swf
Nike auglýsingar eftir sama gaurinn.. :)
-bjössi
húú .. kom engin þoka til þín?? ég sá vart út á sjóinn vegna þoku!
neibbs! engin þoka í þingholtunum! vorum með opið út á svalir geðveikt lengi... góður grillmatur og chill bara :)
Skrifa ummæli