það er skrýtin stemmning í reykjavík í dag. Labbaði um hádegisbilið niður á lækjartorg til að taka strætó og þar sem ég labbaði í bankastrætinu mátti heyra ansi mörg tungumál - en enga íslensku. Já, íslendingar eru horfnir úr 101 og reyndar stórum hluta reykjavíkur. Það er pínu skrýtið en að mestu leyti mjög þægilegt þar sem bílaumferð er mun minni um götur borgarinnar og jafnvel smáralind var hálftómleg þar sem ég gekk um og horfði á hina örfáu sem reyndu að næla sér í aukaafslátt á síðustu dögum útsölunnar.
Þar sem veðrið var ekkert sérstakt í dag fór ég nú ekki lengra en þetta og hélt mig að mestu innandyra.. er að bíða eftir matnum sem við pöntuðum,kíki á nýjar myndir af Óskari Smára og vonast eftir betra veðri á morgun...
30. júlí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli