eftir sólskin síðustu viku hlaut að koma að skuldadögum... búin að sitja inni í þokunni og hlusta á tónlist, þvo þvott og laga til - sem sagt allt það sem maður nennir ekki að gera í góðu veðri..
veðrið stýrir alveg hversu hress maður er... hef tildæmis eitt deginum í dag í algerri rósemd miðað við gærdaginn þegar allt fallega fólkið í nauthólsvíkinni vakti með mér sumarstuð sem ég hef ekki fundið lengi! Er líka komin með nýja uppáhaldslykt.. það er sólarvörn + brúnkulykt + útilykt og smá dass af heilbrigðum svita (ekki illaþefjandi). V. nice.
Leit annars yfir bókahilluna mína í dag og sá nokkrar bækur með bókamerki einhvers staðar í miðjunni.. held ég verði að klára eitthvað af þessum bókum og dró því fram The Colony of Unrequited Dreams eftir Wayne Johnston (kanada) en hún fjallar í stuttu máli um mann og konu sem tengjast beint og óbeint róstursamri sögu Nýfundnalands... Jeramy gaf mér hana og ég held ég verði að klára hana ef hann er eitthvað á leiðinni til landsins, hehe.
jæja, taka úr vélinni, borða og sofa svo vel og lengi..
24. júlí 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli