6. júlí 2005

Fjallgangan

vááááááááááááááááá!
Það er ekki annað hægt að segja en Vá! yfir því hversu gott veður við fengum í gær, þegar ég og María Erla, ásamt systur hennar Möggu og vinkonunni Birgittu réðumst á Esjuna ásamt 40 öðrum úr félaginu Krafti. Við gerðum okkur fulla grein fyrir því að við myndum eflaust vera aftastar og jafnvel aldrei ná alla leið upp á topp, en við héldum samt ótrauðar áfram! Á endanum náðum við að "Steini", hnullungi sem er í raun síðasta stopp áður en gengið er í hamrabeltinu (sögðu frægir menn). Útsýnið þarna uppi er náttúrulega frábært, sáum alveg yfir Reykjavík, Mosfellsdalinn og hinum megin við Langatanga (minnir mig) þannig að þetta var alveg Kodak moment.. en ég gleymdi myndavélinni minni :( Sem betur fer stóðu stelpurnar sig vel í myndatökunni og ætlar María mín að senda mér einhverjar myndir sem ég get sett inn á myndasíðuna mína.. Eftir hraða niðurgöngu (sökum þoku) og smá byltu Maríu, þá rúlluðum við í bæinn um 11 leytið, 4 tímum eftir að við lögðum af stað..

Það er nú líka skemmtilegt að segja frá því að á meðan við mörðum þetta að labba upp að Steini var hópur manna (og held 1 kona) sem hljóp - já ég sagði hljóp - upp og niður Esjuna 3svar sinnum.. hmm. tók okkur smá tíma og nokkrar manneskjur að komast að því að þetta fólk er að fara á Grænlandsjökul að taka þátt í Arctic Challenge og undirbýr sig með því að hjóla fyrst 20 kílómetra, hlaupa svo upp og niður Esjuna (einu sinni alla leið, hin 2 skiptin upp að Steini)og hjóla svo 20 kílómetra tilbaka.. Tókum sérstaklega eftir honum Edda, en hann var vel merktur á afturendanum sem við sáum nokkrum sinnum skokka framhjá okkur...

Alveg merkilegt samt, þá er ég ekki með strengi í dag - örlítið þreytt, en ekki með strengi. Mæti í annað skiptið í gymmið eftir vinnu í dag og get montað mig af þessu afreki mínu...

Ég held að þessi ganga flokkist alveg sem aukamæting í ræktina...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá - þá ert þú í betra formi en ég. er með GEGGJAÐAR harðsperrur! hélt að myndavélin hefði eitthvað laskast þegar ég var að reyna að downloada myndum í tölvuna en .. ehemm .. usb tengið ekki tengt í tölvuna ;) takk kærlega fyrir yndislega göngu!