29. júlí 2005

föstudagur til fjár

Fyrst af öllu vil ég óska þeim er fengu endurgreiðslu frá skattinum til hamingju með daginn! Það er alltaf gaman að fá aukapening - næstum eins og maður hafi fengið þá ókeypis!

Að sama skapi vil ég samhryggjas þeim er þurfa að greiða aukalega í ríkissjóð.. amen.

En nú er helgin víst runnin upp, föstudagur og fínt. Vona samt að það verði ágætt að gera í vinnunni í dag svo tíminn líði hratt og vel! Nenni ekki að vera í rólegri stemmningu í 8 klst. og telja mínúturnar þar til dagurinn er búinn!
Ég hef sem sagt ákveðið að vera í Reykjavík yfir helgina, ætla að taka 'tourist for a day' og reyna að finna eitthvað skemmtilegt myndefni á leiðinni.. held ég verði að vera með lítinn bakpoka til að vera ekta.. er það ekki?

1 ummæli:

Inga seka sagði...

Góða skemmtun við að túristast, bróðir minn var búinn í vinnunni um hádegi í gær og lagði því snemma af stað, því miður:)