fann gamalt hálsmen í skúffunni í dag. á því hanga tveir hlutir. sá fyrri fylgdi keðjunni og er lítið hjarta með nafninu mínu öðru megin og skírnardeginum mínum hinum megin. þetta var gjöf frá systur mömmu og hef ég sem sagt átt þessa festi í 25 ár. þegar ég flutti til kanada þá var ég með þessa festi nánast allan tímann sem í sjálfu sér var mjög fyndið því ég er ekki mikið fyrir að bera skartgripi á hverjum degi - finnst ég stundum vera að kafna ef ég er með eitthvað mikið. en, sem sagt, þá var ég með þessa hálsfesti á mér allan tímann.
hinn hluturinn á festinni er lítill hringlaga platti úr áli að ég held og ber mynd af heilögum Kristófer á annarri hliðinni bera lítið barn yfir á og á hinni hliðinni er bíll - svona eins og í Monopoly spilinu - að bruna um sveitir einhvers ónefnds lands. jeramy gaf mér þennan verndargrip og sagði að heilagur kristófer væri verndardýrðlingur ferðalanga og því myndi mér vera óhætt á meðan ég bæri hálsfestina þó ég væri ekki kaþólikki.
mörgum finnst kannski skrýtið að ég skuli vera að tala um þetta núna en ég var að tala við systur mína um bílslysið sem ég hefði átt að deyja í þarna rétt fyrir jólin á hraðbrautinni rétt fyrir utan Halifax... kannski var það heppni, kannski átti ég bara einfaldlega ekki að deyja þar, kannski er eitthvað stærra þarna úti.
ég veit bara það að ég er fegin að hafa ekki þurft að koma heim í járnkistu.
21. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
mikið er ég glöð að þú komst heim í heilu lagi!
ég líka:-) Knús frá Önnu Margréti
Hellú Lára.
Verð í borginni frá og með deginum í dag og fram til 1. október. Væri nú sniðugt að reyna að hittast eitthvað. Verðum í bandi!
Skrifa ummæli