20. september 2005

Akureyrensis

jæja,

er búin að bóka mér far heim til Akureyrar 6-11 október þannig að allir sem vilja hitta mig þar mega fara að bóka hitting ;) Fannst ég eiga skilið að fara heim eftir þvottvéladrama undanfarði.. já raftækin á heimilinu gefa sig eitt af öðru og nú er blessuð þvottavélin komin á verkstæði eftir dularfull veikindi undanfarið - held ég fari nú bara að gefast upp á þessu - borgar sig ekki að eiga hluti því þeir bila alltaf!

Er á leiðinni í vinnuna eftir vel heppnaða kaffihúsaferð með Írisi Helgu vinkonu og svo smá Bónus ferð.

Sérstaklega góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að leggja í langferð til Japans um það bil núna.. hafðu það gott ezzkan og hlakka til að heyra sögurnar og sjá myndirnar þegar þú kemur afur!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ
Er með þvottavél á leiðinni til Íslands - þú bara bjallar í mig ef þessi drepst.

Lára sagði...

hehe takk takk Linda mín!! sjáum hvort þeir geti ekki lappað upp á þessa, hún er nú ekki nema 4ra ára gömul!!!

Nafnlaus sagði...

sluffen fra japan :)