í gær bauð ég Lisu og Daniel heim til mín til að horfa á The Gold Diggers of 1933 sem var fyrsta myndin í Hollywood Musicals áfanganum og við misstum öll af. Eftir u.þ.b. hálftíma af myndinni vorum við farin að tala um aðra hluti og horfa á myndina með öðru auganu en náðum samt að ná söguþræðinum..svona nokkurn veginn.
ég kíkti svo út á Celtic Cross þar sem nokkrir enskunemar höfðu safnað saman í Karókí keppni og labbaði ég inn á nokkrar írskar klámvísur og Britney Spears. Flott kombó.
Í dag er fyrsta fríhelgin mín síðan í ágúst og ætla ég að njóta þess í botn að þurfa ekki að aðstoða fólk við að finna húsgögn heldur ætla ég að liggja á húsgögnunum mínum.. og kannski fara aðeins út.. good plan :)
24. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Browing the Internet and found your blog on the first page result, so just saying HI. Nice blog! Feel free to stop by any time. I have a web site about diamond engagement ring
whut? komst þú á Celtic Cross??? eftir að ég fór þá...damn!!!
hehe jamms- ég mætti ekki á svæðið fyrr en um miðnættir held ég :)
Skrifa ummæli