31. desember 2005

Apríl
Vorið hélt innreið sína í Reykjavík með tilheyrandi sól á lofti og rigningarsudda. Páfinn og Rainier fursti ákváðu að hanga ekki lengur á þessari jörð og var því mikið um grand jarðarfarir og læti í kringum nýjan páfa. Man bara eftir einhverri svaka útsendingu í sjónvarpinu.Ég fór á Þjóðminjasafnið í fyrsta sinn á ævinni og var mjög hrifin – hefði samt viljað sjá gamla safnið til að bera saman; hætti vinnu hjá Íslandspósti og tók upp gamla hvíta sloppinn og skundaði í apótekið á ný.
Maí
Í þessum mánuði flakkaði ég á milli Reykjavíkur og Akureyrar þar sem ég tók upp verbúðalíf í 6 vikur. Kláraði fyrsta ár mitt í þýðingafræðinni þrátt fyrir fall í setningafræði, tsk tsk. Brunaði norður í land og tók upp vinnu og lestur bóka, sótti fjölskyldugrill í hagléli og horfði á Ísland ekki vinna Eurivision eina ferðina enn.
Júní
Fagnaði 5 ára stúdentsafmæli í góðra manna hópi, drakk of mikið en þó ekki eins mikið og sumir og uppskar eftir því. Tómatsósu flögur héldu innreið sína á Íslandi og náði ég að sannfæra að minnsta kosti eina manneskju um ágæti þeirra. Flutti aftur til Reykjavíkur og skellti upp Adjessellinu heima hjá mér með aðstoð Guðjóns – netvæðingin var hafin.

Engin ummæli: