16. desember 2005

hlaupatjakkur

það er alltaf jafngaman að finna eitthvað nýtt til að dunda sér við.. Í vinnunni þarf maður stundum að fara með rusl já eða gallaðar vörur inn á lager og notast maður þá oft við tjakk, svona til að færa bretti til og frá. Nú hvað er skemmtilegt við það að draga svona dót á eftir sér þegar maður getur notað þaðsem hlaupahjól og brunað um ganga lagersins á fullu spani!! Hlaupatjakkurinn er orðinn mjög vinsæll og eru stundum slagsmál yfir því hver fær að fara með ruslið.. snilld.

bakaði piparkökur í gær.. nú á bara eftir að skreyta þær með glassúr og perlusykri.. þarf reyndar að kaupa meiri flórsykur til að græja þetta en það reddast..

komst líka að því í gær að það vinnur strákur á lagernum sem er frá Akureyri og er ári yngri en ég.. hef aldrei séð hann heima og trúði honum eiginlega ekki alveg..fyndið hvað maður telur sit þekkja alla í sínum árgangi og árgangnum fyrir neðan en nei... svo er ekki :)

jæja... söngleikjaritgerðin mín kallar - just a spoonful of sugar helps the medicine go down! (gott að syngja þetta þegar ég tek lýsið á morgnanna.. yum yum)

Engin ummæli: