21. ágúst 2005

Skrifborð og nýji listinn

Lööööööng helgi loksins liðin og get ég lagt höfuðið á koddan í kvöld með góðri samvisku.

Menningarnóttinn fór ágætlega fram víst, ég var að vinna meirihluta dagsins þannig að ég naut ekki beint dagskrárinnar fyrr en um hálf tíuleytið þegar ég náði að smokra mér inn á tónleika í Einarssafni hjá þeim Páli Óskari og Moniku. Staldraði nú stutt við því eitthvað voru tárakirtlarnir að stríða mér og ég vildi helst ekki vera grátandi þarna innan um fullt af fólki! Labbaði aðeins um höggmyndagarðinn og fór svo í Hallgrímskirkju þar sem ungir tónlistarmenn voru að spila. Biðröðin upp í turninn var svo löng að ég labbaði bara aftur niður Skólavörðustíginn og kíkti inn í nokkrar búðir á leiðinni en endaði svo heima og sá flugeldasýninguna út um svefnherbergisgluggan hans Guðjóns.

Í dag var eins og borgin væri með smá timburmenn. Útlenskir ferðamenn voru nú á stjái enda þarf eitthvað mikið til að stoppa þá! Flestir héldu sig þó innandyra og þá bæði heima hjá sér og í IKEA þar sem ég mannaði vaktina í Skrifstofuvörunum. Sem dyggur kaupandi og nú starfsmaður hjá fyrirtækinu geri ég mér alveg grein fyrir því hversu leiðinlegt það er þegar hlutirnir eru ekki til og enginn veit hvort þeir komi eftir 4 vikur eða 3 mánuði en er virkilega ástæða til þess að taka út reiði sína á starfsfólkinu þarna? Lenti í nokkrum svæsnum kúnnum í dag sem þurftu á 'chill pill' að halda en náði einhvern veginn að brosa í gegnum þetta allt saman. Hitti Lísu og þekkti hana ekki!! merkilegt hvað fólk getur breyst á þremur árum! Gott að sjá hana samt :)
Ég get nú kannski glatt einhverja með þeim fregnum að IKEA listinn á að fara í umferð seinni part þessarar viku þannig að bíðið þið bara spennt við bréfalúgurnar ykkar!

Er að skríða inn í rúm með Catcher í farteskinu, vonast til að lesa nokkrar blaðsíður áður en ég lognast út af...

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég hef breyst svolítið mikið svo ég var ekki hissa að þú skyldir ekki þekkja mig... ég grét bara alla leið heim! Bara grínast! ;-) Rosalega gaman að sjá þig en wow hvað hárið á þér er búin að vaxa mikið!!

Lára sagði...

hehe já alveg mesta! Þetta er lengsta hár sem ég hef haft.. ever! Mér fannst þú einmitt miklu hærri en mig minnti, en hey það eru nú þrjú ár síðan við sáumst síðast þannig að þetta er leyfilegt.. er það ekki? ;)

Nafnlaus sagði...

jú jú... alveg sjálfsagt! Ég er kannski svolítið hærri en ég var en það er líka út af því ég var í geiðveikt háum skóm! ;-)

Minka sagði...

Þegar ég kynntist Tryggva fór ég að labba í láum skóm, endar er karlinn ekki mjög stór. Ef ég fer út með Lisu núna er hún alltaf 30 cm stærri en ég, vegna þess að hún getur ekki sleppt að vera í háhælum skom. Pirrandi :)

Lára sagði...

hehehe oo háhælaðir skór.. Monika þú ert bara eins og Nicole Kidman, hún gekk ekki í háhælaskóm allan tímann sem hún var gift Tom Cruise!

Nafnlaus sagði...

Nú? á maður ekki að finna sér mann í stíl við skóskápinn;-)

Lára sagði...

fliss fliss, nei það er víst voða sjaldan hægt að miða við skóskápinn!

Nafnlaus sagði...

segðu;-) ... enda hef ég aldrei látið litla kalla aftra mér frá háum hælum:D

Minka sagði...

Tryggvi sagði að homum værri alveg eins, ef ég færi í háhælum skom...en mér finnst það bara skritið!

Lára sagði...

hehe já Monika ég trúi því.. einhvern veginn prentað inn í mann að kallinn eigi að vera hærri :)