7. ágúst 2005

le weekend est fin

Góð helgi!

Á föstudaginn fór ég í innflutnings/kveðjupartý hjá honum Bjössa í Drápuhlíðinni; jú hann flutti inn í nýju íbúðina sína og var síðan að fljúga aftur til Belgíu í dag í mánaðarvinnutörn eða svo. Eins og sjá má á myndasíðunni minni var vel mannað og skemmtu allir sér dável. Náði Bjössi sér í nokkrar góðar innflutningsgjafir og státar meðal annars af nýrri eldhúsvog, handklæðum og rauðvínsflösku :D

Þrátt fyrir góð fyrirheit og aðgát í drykkju náði ég mér í smá þynnku á laugardeginum sem var ekki sem heppilegast því mamma mín kom í heimsókn á laugardaginn og skelltum við Eva systir okkur með henni á Árbæjarsafnið. Eftir að hafa skoðað vel nokkur salernin á safninu náði ég mér að fullu en gleymdi að taka myndir sökum vanlíðan.. enda hafa líklegast flestir farið þarna uppeftir nema ég! En ekki var dagurinn búinn þar sem við þræddum nokkrar vel valdar búðir og græddi ég meðal annars bol og pils ásamt mat á Ruby Tuesday áður en kvöldið endaði með vídeóglápi og nammiáti langt fram á kvöld...

Í dag var svo frekar slæmt veður þannig að við héldum okkur innandyra og þá sérstaklega í Smáralindinni þar sem allt var að verða vitlaust út af útsölulokum. Merkilegt hvaða fólk kemur fram á sjónarsviðið þegar góð verð eru í boði;) Klikkti svo út með frábærum kvöldmat hjá Denna frænda mínum á 10. hæð í Salahverfinu í Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar. Allt í allt góð helgi og gaman að fá mömmu í heimsókn :)

ætla að kíkja á myndina um Hitler, ef ég er ekki búin að missa af henni, vonandi höfðu þið það jafn gott um helgina og ég :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Un busy weekend, non? :-) Heyrðu... you walked up Esja the other day, right? How long does it take on average, like up and down... for the average unfit person I mean?

Lára sagði...

well, it took María and me 2.5 hours to get to Steinn (see photo section :) but that was with a looong break half way through, so maybe 3 hours all the way? Not sure though.. They say it should take you an hour to get up when you are superfit so think about that too! But however far up you walk it only takes you half the time to walk down (this has been proven by María and me twice already ;) We're going on tuesday or Thursday if you want to join us but we're only going as far as we can in one hour.. let me know!

Nafnlaus sagði...

Wow, that's quite a trek... but I really wanna do it... and I'd love to come with you this week but my dad's coming to visit tomorrow so I'll be doing some toruisty things with him for the next 2 weeks... but after that if you happen to be going again, I'd be very happy to join you! :-)

Lára sagði...

of course! I'll keep you posted ;)